Todt ætlar ekki að gerast einræðisherra í F1 eins og Mosley Birgir Þór Harðarson skrifar 22. október 2012 16:15 Hart er tekist á innan sem utan brautar í Formúlu 1. nordicphotos/afp Nú er að hefjast samningalota milli FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandsins) og liðanna í Formúlu 1 um nýjan Concorde-samning. Samningurinn ákvarðar þá upphæð af sjónvarpsfé sem rennur til liðanna og kveður á um skyldur beggja aðila. Talið er að samningaviðræðurnar verði erfiðar en ekki eins stirðar og árið 2003 þegar stóru keppnisliðin hótuðu því að hætta í Formúlu 1 og stofna aðra mótaröð til höfuðs F1. Max Mosley var þá forseti FIA og þótti erfiður við að eiga. Mosley er yngsti sonur Oswald Mosley, leiðtoga fasista í Bretlandi í seinni Heimstyrjöldinni. Árið 2009 fjallaði gula pressan í Bretlandi um kynlífshneyksli þar sem Max klæddi sig upp sem nasistaforingi og gamnaði sér með vændiskonum. Jean Todt er nú forseti FIA. Þó Todt hafi verið sá sem Mosley vildi að tæki við af sér hefur Jean „litli" Todt ekki haft eins róttæk afskipti af Formúlunni og forveri hans. Todt var liðstjóri Ferrari-liðsins frá 1993 til 2007 og vann allt sem vinna mátti með Michael Schumacher innanborðs. „Hann hefur allt annan stjórnunarstíl," sagði Mosley við Sky Sports F1 um Todt. „Hversu vel það mun virka verðum við að bíða og sjá." „Árið 2003, þegar liðin vildu ekki sameinast um kostnaðinn, sagði ég bara: „Við hættum þá að nota sér vélar í tímatökum og sér bíla og höfum parc ferme klukkan sex á laugardögum." Liðstjórarnir sturluðust, en það var það rétta í stöðunni og nú eru allir sáttir við engar tímatökuvélar og bíla." „Stundum þarf maður að standa í átökum," sagði Mosley. Todt er hins vegar þeirrar skoðunar að auðveldari leið megi fara að sátt. „Ég er ekki harðstjóri sem skipar fyrir. Það sem FIA leggur til og hlutverk þess verður að fara vel með og virða," sagði Todt við Financial Times. Ágreiningurinn um peningaFIA, FOM (Formula One Management, í eigu Bernie Ecclestone) og keppnisliðin greinir á um nokkur atriði sem munu hafa áhrif á þróun Formúlu 1 í framtíðinni. Þar leika peningar stórt hlutverk. Samningafundurinn verður haldinn í lok mánaðarins. Helstu átakaatriði samningsins eru gríðarlegar hækkanir inngöngugjaldi vilji nýtt lið taka þátt og kostnaðarþök sem eiga að taka gildi í nánustu framtíð. Þá er stjórnunarhlutverk F1 nefndarinnar mikið ágreiningsatriði. Í síðustu viku tjáði Monisha Kaltenborn, framkvæmdastjóri Sauber-liðsins, sig um fundinn. Hún sagði hann mjög mikilvægan fyrir framtíð Formúlunnar. „Það er margt sem á eftir að segja og skrifa um hvar Formúla 1 stendur nú gagnvart framtíðinni." Aðrir liðstjórar segja fundinn og samningaviðræðurnar vera til þess að ákvarða hver ræður yfir Formúlu 1 í framtíðinni. Hefur þar hár aldur Bernie Ecclestone borið á góma en kallinn er 81 árs og mætir enn á hvert mót í hlutverki framkvæmdastjóra. Concorde-samningurinn bjargaði mótaröðinniEfni Concorde-samningsins hefur alla tíð verði leynilegt. Undir samninginn skrifa öll keppnislið sem keppa í Formúlu 1, FOM og FIA. Samningurinn bindur saman reglur Formúlunnar, hvert tekjur af mótshaldinu og sjónvarpsútsendingum fara og tryggir FIA ákveðið stefnumótunarvald. Gegn völdum FIA viðurkennir alþjóðastofnunin mótaröðina sem heimsmeistarakeppni. Fyrsti Concorde-samningurinn var undirritaður í fyrsta sinn árið 1981. Síðan þá hafa fimm slíkir samningar verið undirritaðir. Nú er deilt um þann sjötta. Ástæða þess að sérstakan samning þurfti um mótaröðina var deila milli FISA (sem gengdi sama hlutverki og FIA nú) og FOCA (samtök bílasmiða í Formúlu 1). Í forsvari fyrir FISA var Jean Marie Balestre, fúll Frakki sem naut þess að deila og drottna. Í forsvari fyrir FOCA var Bernie Ecclestone, þá eigandi Brabham-liðsins og lögfræðingur hans Max Mosley. Vegna deilna þessara samtaka var nokkrum mótum aflýst og Goodyear dekkjaframleiðandinn hótaði að hætta endanlega í Formúlu 1. Ecclestone kallaði alla aðila til fundar í höfuðstöðvum FIA á Place de la Concorde í París í janúar 1981. Þrettán klukkustundir tók að semja um fyrsta samninginn. Ecclestone náði með þessum samningi alræðisvaldi í Formúlu 1. Í samningnum var klausa þar sem liðunum var gert að bjóða út sjónvarpsréttinn frá kappakstrinum. Nýstofnað fyrirtæki Bernie Ecclestone, FOPA (Formula One Promotions and Administration) fékk sjónvarpsréttinn og hefur haldið honum síðan. Formúla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira
Nú er að hefjast samningalota milli FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandsins) og liðanna í Formúlu 1 um nýjan Concorde-samning. Samningurinn ákvarðar þá upphæð af sjónvarpsfé sem rennur til liðanna og kveður á um skyldur beggja aðila. Talið er að samningaviðræðurnar verði erfiðar en ekki eins stirðar og árið 2003 þegar stóru keppnisliðin hótuðu því að hætta í Formúlu 1 og stofna aðra mótaröð til höfuðs F1. Max Mosley var þá forseti FIA og þótti erfiður við að eiga. Mosley er yngsti sonur Oswald Mosley, leiðtoga fasista í Bretlandi í seinni Heimstyrjöldinni. Árið 2009 fjallaði gula pressan í Bretlandi um kynlífshneyksli þar sem Max klæddi sig upp sem nasistaforingi og gamnaði sér með vændiskonum. Jean Todt er nú forseti FIA. Þó Todt hafi verið sá sem Mosley vildi að tæki við af sér hefur Jean „litli" Todt ekki haft eins róttæk afskipti af Formúlunni og forveri hans. Todt var liðstjóri Ferrari-liðsins frá 1993 til 2007 og vann allt sem vinna mátti með Michael Schumacher innanborðs. „Hann hefur allt annan stjórnunarstíl," sagði Mosley við Sky Sports F1 um Todt. „Hversu vel það mun virka verðum við að bíða og sjá." „Árið 2003, þegar liðin vildu ekki sameinast um kostnaðinn, sagði ég bara: „Við hættum þá að nota sér vélar í tímatökum og sér bíla og höfum parc ferme klukkan sex á laugardögum." Liðstjórarnir sturluðust, en það var það rétta í stöðunni og nú eru allir sáttir við engar tímatökuvélar og bíla." „Stundum þarf maður að standa í átökum," sagði Mosley. Todt er hins vegar þeirrar skoðunar að auðveldari leið megi fara að sátt. „Ég er ekki harðstjóri sem skipar fyrir. Það sem FIA leggur til og hlutverk þess verður að fara vel með og virða," sagði Todt við Financial Times. Ágreiningurinn um peningaFIA, FOM (Formula One Management, í eigu Bernie Ecclestone) og keppnisliðin greinir á um nokkur atriði sem munu hafa áhrif á þróun Formúlu 1 í framtíðinni. Þar leika peningar stórt hlutverk. Samningafundurinn verður haldinn í lok mánaðarins. Helstu átakaatriði samningsins eru gríðarlegar hækkanir inngöngugjaldi vilji nýtt lið taka þátt og kostnaðarþök sem eiga að taka gildi í nánustu framtíð. Þá er stjórnunarhlutverk F1 nefndarinnar mikið ágreiningsatriði. Í síðustu viku tjáði Monisha Kaltenborn, framkvæmdastjóri Sauber-liðsins, sig um fundinn. Hún sagði hann mjög mikilvægan fyrir framtíð Formúlunnar. „Það er margt sem á eftir að segja og skrifa um hvar Formúla 1 stendur nú gagnvart framtíðinni." Aðrir liðstjórar segja fundinn og samningaviðræðurnar vera til þess að ákvarða hver ræður yfir Formúlu 1 í framtíðinni. Hefur þar hár aldur Bernie Ecclestone borið á góma en kallinn er 81 árs og mætir enn á hvert mót í hlutverki framkvæmdastjóra. Concorde-samningurinn bjargaði mótaröðinniEfni Concorde-samningsins hefur alla tíð verði leynilegt. Undir samninginn skrifa öll keppnislið sem keppa í Formúlu 1, FOM og FIA. Samningurinn bindur saman reglur Formúlunnar, hvert tekjur af mótshaldinu og sjónvarpsútsendingum fara og tryggir FIA ákveðið stefnumótunarvald. Gegn völdum FIA viðurkennir alþjóðastofnunin mótaröðina sem heimsmeistarakeppni. Fyrsti Concorde-samningurinn var undirritaður í fyrsta sinn árið 1981. Síðan þá hafa fimm slíkir samningar verið undirritaðir. Nú er deilt um þann sjötta. Ástæða þess að sérstakan samning þurfti um mótaröðina var deila milli FISA (sem gengdi sama hlutverki og FIA nú) og FOCA (samtök bílasmiða í Formúlu 1). Í forsvari fyrir FISA var Jean Marie Balestre, fúll Frakki sem naut þess að deila og drottna. Í forsvari fyrir FOCA var Bernie Ecclestone, þá eigandi Brabham-liðsins og lögfræðingur hans Max Mosley. Vegna deilna þessara samtaka var nokkrum mótum aflýst og Goodyear dekkjaframleiðandinn hótaði að hætta endanlega í Formúlu 1. Ecclestone kallaði alla aðila til fundar í höfuðstöðvum FIA á Place de la Concorde í París í janúar 1981. Þrettán klukkustundir tók að semja um fyrsta samninginn. Ecclestone náði með þessum samningi alræðisvaldi í Formúlu 1. Í samningnum var klausa þar sem liðunum var gert að bjóða út sjónvarpsréttinn frá kappakstrinum. Nýstofnað fyrirtæki Bernie Ecclestone, FOPA (Formula One Promotions and Administration) fékk sjónvarpsréttinn og hefur haldið honum síðan.
Formúla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira