Salvör: Nú er mikilvægt að ná sátt um breytingar BBI skrifar 21. október 2012 11:41 Salvör Nordal er fyrir miðju á myndinni. Formaður stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, er sátt við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Hún telur mikilvægt að menn reyni nú að ná víðtækri samstöðu um þær breytingar sem óhjákvæmilega verða á nýrri stjórnarskrá. „Frumvarpið okkar fær samkvæmt nýjustu tölum tvo þriðjuhluta atkvæða. Það hlýtur að teljast mjög góð niðurstaða," segir Salvör. Hún telur að nú þurfi að rýna mjög vel í niðurstöðurnar og vonar að fólk komi ekki með neinar ótímabærar yfirlýsingar um næstu skref. „Það kemur fram mikill vilji til breytinga í þessum kosningum. Breytingar á stjórnarskrá eru þess eðlis að það verður að vera um þær breið sátt að mínu mati. Eftir þessar kosningar finnst mér að allir verði að setjast niður og reyna að finna sameiginlega fleti um að ná sátt um breytingar," segir Salvör og vill að allir stjórnmálaflokkar komi þar að borðinu. Hún telur að það sé raunhæft markmið ef fólk vill stuðla að því. Salvör Nordal var gestur í útvarpsþættinum Á Sprengisandi í morgun. Þar spjölluðu hún og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar um nýafstaðnar kosningar. „Eftir þessar kosningar höfum við skoðanir fólks á erfiðum spurningum. Og þingið verður bara að taka sér taki, koma upp úr skotgröfunum og vinna að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland," segir Gunnar.Nú þarf að túlka svörin Salvör var í sínum tíma ekki sérlega hrifin af orðalagi fyrstu spurningarinnar, þ.e. hvort rétt sé að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. Nú þurfi menn að velta fyrir sér hvað þetta í raun þýði. Að hennar mati er ekki nauðsynlegt að nota tillögurnar óbreyttar í heild. „Ég held að miðað við þetta orðalag komi vel til greina að áfangaskipta verkinu að einhverju leyti. Taka brýnustu atriðin og reyna að ná víðtækri sátt um slíkar breytingar fyrir næstu þingkosningar," segir hún. Hún telur æskilegt að þeir sem hafi verið harðir á móti breytingum á stjórnarskránni brjóti nú odd af oflæti sínu og vinni að farsælum breytingum á þessum grundvallarlögum. „Við þurfum að setjast yfir hvernig við getum látið alla þessa vinnu sem fram hefur farið verða farveg til nýs og betra samfélags," segir hún. „Nýtt Ísland fyrir mér eru ný og betri vinnubrögð. Að við virkilega gefum okkur t.d. tíma til að ná sátt um grundvallaratriði í okkar samfélagi. Og ég held að það hafi aldrei verið jafnbrýnt og núna." Umræðurnar í heild má nálgast á hlekknum hér að ofan. Tengdar fréttir Talning langt komin - 66% sögðu já Ríflegur meirihluti þeirra sem mættu á kjörstað í gær til að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að breytingum á stjórnarskránni lýstu sig samþykk því að leggja tilllögur ráðsins til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. 21. október 2012 10:23 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Formaður stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, er sátt við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Hún telur mikilvægt að menn reyni nú að ná víðtækri samstöðu um þær breytingar sem óhjákvæmilega verða á nýrri stjórnarskrá. „Frumvarpið okkar fær samkvæmt nýjustu tölum tvo þriðjuhluta atkvæða. Það hlýtur að teljast mjög góð niðurstaða," segir Salvör. Hún telur að nú þurfi að rýna mjög vel í niðurstöðurnar og vonar að fólk komi ekki með neinar ótímabærar yfirlýsingar um næstu skref. „Það kemur fram mikill vilji til breytinga í þessum kosningum. Breytingar á stjórnarskrá eru þess eðlis að það verður að vera um þær breið sátt að mínu mati. Eftir þessar kosningar finnst mér að allir verði að setjast niður og reyna að finna sameiginlega fleti um að ná sátt um breytingar," segir Salvör og vill að allir stjórnmálaflokkar komi þar að borðinu. Hún telur að það sé raunhæft markmið ef fólk vill stuðla að því. Salvör Nordal var gestur í útvarpsþættinum Á Sprengisandi í morgun. Þar spjölluðu hún og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar um nýafstaðnar kosningar. „Eftir þessar kosningar höfum við skoðanir fólks á erfiðum spurningum. Og þingið verður bara að taka sér taki, koma upp úr skotgröfunum og vinna að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland," segir Gunnar.Nú þarf að túlka svörin Salvör var í sínum tíma ekki sérlega hrifin af orðalagi fyrstu spurningarinnar, þ.e. hvort rétt sé að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. Nú þurfi menn að velta fyrir sér hvað þetta í raun þýði. Að hennar mati er ekki nauðsynlegt að nota tillögurnar óbreyttar í heild. „Ég held að miðað við þetta orðalag komi vel til greina að áfangaskipta verkinu að einhverju leyti. Taka brýnustu atriðin og reyna að ná víðtækri sátt um slíkar breytingar fyrir næstu þingkosningar," segir hún. Hún telur æskilegt að þeir sem hafi verið harðir á móti breytingum á stjórnarskránni brjóti nú odd af oflæti sínu og vinni að farsælum breytingum á þessum grundvallarlögum. „Við þurfum að setjast yfir hvernig við getum látið alla þessa vinnu sem fram hefur farið verða farveg til nýs og betra samfélags," segir hún. „Nýtt Ísland fyrir mér eru ný og betri vinnubrögð. Að við virkilega gefum okkur t.d. tíma til að ná sátt um grundvallaratriði í okkar samfélagi. Og ég held að það hafi aldrei verið jafnbrýnt og núna." Umræðurnar í heild má nálgast á hlekknum hér að ofan.
Tengdar fréttir Talning langt komin - 66% sögðu já Ríflegur meirihluti þeirra sem mættu á kjörstað í gær til að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að breytingum á stjórnarskránni lýstu sig samþykk því að leggja tilllögur ráðsins til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. 21. október 2012 10:23 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Talning langt komin - 66% sögðu já Ríflegur meirihluti þeirra sem mættu á kjörstað í gær til að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að breytingum á stjórnarskránni lýstu sig samþykk því að leggja tilllögur ráðsins til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. 21. október 2012 10:23