Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Erla Hlynsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 19:29 Jens Kjartansson, lýtalæknir Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. Einkarekstur Jens á sviði lýtalækninga komst í hámæli þegar ljóst var að hann hafði sett PIP-púða með iðnaðarsílíkoni í hundruð kvenna. Hann óskaði í janúarmánuði eftir veikindaleyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum. Hann sneri aftur nú um mánaðarmótin og gegnir stöðunni í hlutastarfi. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Jens að vel hefði verið tekið á móti honum þegar hann sneri aftur til starfa og að honum finnist gott að vera kominn aftur. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal, en sagðist þó stefna á að hefja einkarekstur á ný. Skattrannsóknastjóri hefur frá því í ársbyrjun haft skattamál Jens vegna einkarekstursins til skoðunar. Skattarannsóknin hófst eftir að ábendingar bárust um að Jens gæfi ekki upp til skatts allar tekjur af einkarekstrinum. Þá hafa tugir kvenna sem fengu PIP-púða hjá Jens og reka heilsutjón sitt til þess, ráðið sér lögmann til að fara í mál við hann. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, segir að Jens sé, eins og allir, saklaus þar til sekt er sönnuð. Á spítalanum sé farið eftir öllum reglum um endurkomu starfsmanna úr veikindaleyfi og því gangi hann aftur inn í sína gömlu stöðu. Jens mun enga aðkomu hafa af konum með PIP-púða sem koma inn á spítalann. Ef ástæða þykir til síðar verður mál hans skoðað að nýju. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. Einkarekstur Jens á sviði lýtalækninga komst í hámæli þegar ljóst var að hann hafði sett PIP-púða með iðnaðarsílíkoni í hundruð kvenna. Hann óskaði í janúarmánuði eftir veikindaleyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum. Hann sneri aftur nú um mánaðarmótin og gegnir stöðunni í hlutastarfi. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Jens að vel hefði verið tekið á móti honum þegar hann sneri aftur til starfa og að honum finnist gott að vera kominn aftur. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal, en sagðist þó stefna á að hefja einkarekstur á ný. Skattrannsóknastjóri hefur frá því í ársbyrjun haft skattamál Jens vegna einkarekstursins til skoðunar. Skattarannsóknin hófst eftir að ábendingar bárust um að Jens gæfi ekki upp til skatts allar tekjur af einkarekstrinum. Þá hafa tugir kvenna sem fengu PIP-púða hjá Jens og reka heilsutjón sitt til þess, ráðið sér lögmann til að fara í mál við hann. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, segir að Jens sé, eins og allir, saklaus þar til sekt er sönnuð. Á spítalanum sé farið eftir öllum reglum um endurkomu starfsmanna úr veikindaleyfi og því gangi hann aftur inn í sína gömlu stöðu. Jens mun enga aðkomu hafa af konum með PIP-púða sem koma inn á spítalann. Ef ástæða þykir til síðar verður mál hans skoðað að nýju.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira