Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Erla Hlynsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 19:29 Jens Kjartansson, lýtalæknir Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. Einkarekstur Jens á sviði lýtalækninga komst í hámæli þegar ljóst var að hann hafði sett PIP-púða með iðnaðarsílíkoni í hundruð kvenna. Hann óskaði í janúarmánuði eftir veikindaleyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum. Hann sneri aftur nú um mánaðarmótin og gegnir stöðunni í hlutastarfi. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Jens að vel hefði verið tekið á móti honum þegar hann sneri aftur til starfa og að honum finnist gott að vera kominn aftur. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal, en sagðist þó stefna á að hefja einkarekstur á ný. Skattrannsóknastjóri hefur frá því í ársbyrjun haft skattamál Jens vegna einkarekstursins til skoðunar. Skattarannsóknin hófst eftir að ábendingar bárust um að Jens gæfi ekki upp til skatts allar tekjur af einkarekstrinum. Þá hafa tugir kvenna sem fengu PIP-púða hjá Jens og reka heilsutjón sitt til þess, ráðið sér lögmann til að fara í mál við hann. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, segir að Jens sé, eins og allir, saklaus þar til sekt er sönnuð. Á spítalanum sé farið eftir öllum reglum um endurkomu starfsmanna úr veikindaleyfi og því gangi hann aftur inn í sína gömlu stöðu. Jens mun enga aðkomu hafa af konum með PIP-púða sem koma inn á spítalann. Ef ástæða þykir til síðar verður mál hans skoðað að nýju. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. Einkarekstur Jens á sviði lýtalækninga komst í hámæli þegar ljóst var að hann hafði sett PIP-púða með iðnaðarsílíkoni í hundruð kvenna. Hann óskaði í janúarmánuði eftir veikindaleyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum. Hann sneri aftur nú um mánaðarmótin og gegnir stöðunni í hlutastarfi. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Jens að vel hefði verið tekið á móti honum þegar hann sneri aftur til starfa og að honum finnist gott að vera kominn aftur. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal, en sagðist þó stefna á að hefja einkarekstur á ný. Skattrannsóknastjóri hefur frá því í ársbyrjun haft skattamál Jens vegna einkarekstursins til skoðunar. Skattarannsóknin hófst eftir að ábendingar bárust um að Jens gæfi ekki upp til skatts allar tekjur af einkarekstrinum. Þá hafa tugir kvenna sem fengu PIP-púða hjá Jens og reka heilsutjón sitt til þess, ráðið sér lögmann til að fara í mál við hann. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, segir að Jens sé, eins og allir, saklaus þar til sekt er sönnuð. Á spítalanum sé farið eftir öllum reglum um endurkomu starfsmanna úr veikindaleyfi og því gangi hann aftur inn í sína gömlu stöðu. Jens mun enga aðkomu hafa af konum með PIP-púða sem koma inn á spítalann. Ef ástæða þykir til síðar verður mál hans skoðað að nýju.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira