Innlent

Hárkollukona í fimmtán mánaða fangelsi fyrir smygl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Konan var tekin í Leifsstöð.
Konan var tekin í Leifsstöð.
Erlend kona var í dag dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að smygla inn 670 grömmum af kókaíni inn til landsins. Hún mun hafa komið til landsins i byrjun ágúst síðastliðins með flugi frá Spáni, falin í pakkningu undir hárkollu sem saumuð var við hár konunnar.

Fíkniefnin uppgötvuðust og hún var handtekin á Keflavíkurflugvelli. Efnin voru með 65% styrkleika og er talið að hægt sé að framleiða um 2 kíló af kókaíni með 22% styrkleika.

Talið er að konan hafi verið burðardýr, það þýðir að hún hafi ekki komið að skipulagi á innflutningi efnanna. Hún játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu og við Héraðsdóm Reykjaness, þar sem dómur var kveðinn upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×