Hamilton: Vettel er heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1 Birgir Þór Harðarson skrifar 5. nóvember 2012 16:37 Vettel gat vel fagnað þriðja sætinu í Abu Dhabi enda gríðarlegt afrek að byrja aftastur og enda á verðlaunapalli. mynd/ap Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, var ánægður með Sebastian Vettel, ökumann liðsins, í kappakstrinum í Abu Dhabi í gær. Vettel lauk mótinu í þriðja sæti eftir að hafa ræst aftastur. Vettel var refsað fyrir hafa ekki nægilega mikið eldsneyti um borð í bílnum í tímatökum. Hann var því færður af þriðja rásstað aftur á aftasta. Vettel ræsti svo af viðgerðarsvæðinu svo hann gæti hafið mótið á harðari dekkjunum. Horner gerði ekki ráð fyrir að Vettel gæti komist í stigasæti, hvað þá á verðlaunapall. „Ég held að þetta hafi verið einhver besti akstur á ferli Vettels," sagði Horner. „Að fara af viðgerðarsvæðinu og á verðlaunapall er geggjað." „Á laugardag, þegar við yfirgáfum brautina, hugsaði ég að það yrði frábært ef við næðum áttunda eða níunda sæti. Það er mjög erfitt að taka fram úr á þessari braut," sagði Horner. „Þegar ég fór og hitti Vettel uppi á hótelherbergi fyrir kappaksturinn var hann mjög rólegur að spila á trommur," sagði Horner sem fannst ökumaðurinn sinn fremur slakur. „Þegar ég fór sagði hann: „Sé þig á verðlaunapallinum!" Ég hélt hann væri að djóka. Hann var greinilega handviss um að hann gæti þetta." Í keppninni ók Vettel tvisvar í gegnum allan pakkann og endaði að lokum þriðji. Efst komst hann í annað sætið. Keppinautar hans vilja meina að heppni hafi ráðið því hversu hátt upp listann Vettel komst. „Það var ótrúlegt að sjá hvernig Sebastian ók upp allan listann af viðgerðarsvæðinu," sagði Lewis Hamilton. Hann leiddi kappaksturinn fyrstu tuttugu hringina en varð að hætta keppni þegar olíudæla gaf sig. „Sebastian hlýtur að vera heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1."Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu því hann skipti um dekk eftir tímatökuna.mynd/ap Formúla Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, var ánægður með Sebastian Vettel, ökumann liðsins, í kappakstrinum í Abu Dhabi í gær. Vettel lauk mótinu í þriðja sæti eftir að hafa ræst aftastur. Vettel var refsað fyrir hafa ekki nægilega mikið eldsneyti um borð í bílnum í tímatökum. Hann var því færður af þriðja rásstað aftur á aftasta. Vettel ræsti svo af viðgerðarsvæðinu svo hann gæti hafið mótið á harðari dekkjunum. Horner gerði ekki ráð fyrir að Vettel gæti komist í stigasæti, hvað þá á verðlaunapall. „Ég held að þetta hafi verið einhver besti akstur á ferli Vettels," sagði Horner. „Að fara af viðgerðarsvæðinu og á verðlaunapall er geggjað." „Á laugardag, þegar við yfirgáfum brautina, hugsaði ég að það yrði frábært ef við næðum áttunda eða níunda sæti. Það er mjög erfitt að taka fram úr á þessari braut," sagði Horner. „Þegar ég fór og hitti Vettel uppi á hótelherbergi fyrir kappaksturinn var hann mjög rólegur að spila á trommur," sagði Horner sem fannst ökumaðurinn sinn fremur slakur. „Þegar ég fór sagði hann: „Sé þig á verðlaunapallinum!" Ég hélt hann væri að djóka. Hann var greinilega handviss um að hann gæti þetta." Í keppninni ók Vettel tvisvar í gegnum allan pakkann og endaði að lokum þriðji. Efst komst hann í annað sætið. Keppinautar hans vilja meina að heppni hafi ráðið því hversu hátt upp listann Vettel komst. „Það var ótrúlegt að sjá hvernig Sebastian ók upp allan listann af viðgerðarsvæðinu," sagði Lewis Hamilton. Hann leiddi kappaksturinn fyrstu tuttugu hringina en varð að hætta keppni þegar olíudæla gaf sig. „Sebastian hlýtur að vera heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1."Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu því hann skipti um dekk eftir tímatökuna.mynd/ap
Formúla Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira