Hamilton: Vettel er heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1 Birgir Þór Harðarson skrifar 5. nóvember 2012 16:37 Vettel gat vel fagnað þriðja sætinu í Abu Dhabi enda gríðarlegt afrek að byrja aftastur og enda á verðlaunapalli. mynd/ap Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, var ánægður með Sebastian Vettel, ökumann liðsins, í kappakstrinum í Abu Dhabi í gær. Vettel lauk mótinu í þriðja sæti eftir að hafa ræst aftastur. Vettel var refsað fyrir hafa ekki nægilega mikið eldsneyti um borð í bílnum í tímatökum. Hann var því færður af þriðja rásstað aftur á aftasta. Vettel ræsti svo af viðgerðarsvæðinu svo hann gæti hafið mótið á harðari dekkjunum. Horner gerði ekki ráð fyrir að Vettel gæti komist í stigasæti, hvað þá á verðlaunapall. „Ég held að þetta hafi verið einhver besti akstur á ferli Vettels," sagði Horner. „Að fara af viðgerðarsvæðinu og á verðlaunapall er geggjað." „Á laugardag, þegar við yfirgáfum brautina, hugsaði ég að það yrði frábært ef við næðum áttunda eða níunda sæti. Það er mjög erfitt að taka fram úr á þessari braut," sagði Horner. „Þegar ég fór og hitti Vettel uppi á hótelherbergi fyrir kappaksturinn var hann mjög rólegur að spila á trommur," sagði Horner sem fannst ökumaðurinn sinn fremur slakur. „Þegar ég fór sagði hann: „Sé þig á verðlaunapallinum!" Ég hélt hann væri að djóka. Hann var greinilega handviss um að hann gæti þetta." Í keppninni ók Vettel tvisvar í gegnum allan pakkann og endaði að lokum þriðji. Efst komst hann í annað sætið. Keppinautar hans vilja meina að heppni hafi ráðið því hversu hátt upp listann Vettel komst. „Það var ótrúlegt að sjá hvernig Sebastian ók upp allan listann af viðgerðarsvæðinu," sagði Lewis Hamilton. Hann leiddi kappaksturinn fyrstu tuttugu hringina en varð að hætta keppni þegar olíudæla gaf sig. „Sebastian hlýtur að vera heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1."Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu því hann skipti um dekk eftir tímatökuna.mynd/ap Formúla Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, var ánægður með Sebastian Vettel, ökumann liðsins, í kappakstrinum í Abu Dhabi í gær. Vettel lauk mótinu í þriðja sæti eftir að hafa ræst aftastur. Vettel var refsað fyrir hafa ekki nægilega mikið eldsneyti um borð í bílnum í tímatökum. Hann var því færður af þriðja rásstað aftur á aftasta. Vettel ræsti svo af viðgerðarsvæðinu svo hann gæti hafið mótið á harðari dekkjunum. Horner gerði ekki ráð fyrir að Vettel gæti komist í stigasæti, hvað þá á verðlaunapall. „Ég held að þetta hafi verið einhver besti akstur á ferli Vettels," sagði Horner. „Að fara af viðgerðarsvæðinu og á verðlaunapall er geggjað." „Á laugardag, þegar við yfirgáfum brautina, hugsaði ég að það yrði frábært ef við næðum áttunda eða níunda sæti. Það er mjög erfitt að taka fram úr á þessari braut," sagði Horner. „Þegar ég fór og hitti Vettel uppi á hótelherbergi fyrir kappaksturinn var hann mjög rólegur að spila á trommur," sagði Horner sem fannst ökumaðurinn sinn fremur slakur. „Þegar ég fór sagði hann: „Sé þig á verðlaunapallinum!" Ég hélt hann væri að djóka. Hann var greinilega handviss um að hann gæti þetta." Í keppninni ók Vettel tvisvar í gegnum allan pakkann og endaði að lokum þriðji. Efst komst hann í annað sætið. Keppinautar hans vilja meina að heppni hafi ráðið því hversu hátt upp listann Vettel komst. „Það var ótrúlegt að sjá hvernig Sebastian ók upp allan listann af viðgerðarsvæðinu," sagði Lewis Hamilton. Hann leiddi kappaksturinn fyrstu tuttugu hringina en varð að hætta keppni þegar olíudæla gaf sig. „Sebastian hlýtur að vera heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1."Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu því hann skipti um dekk eftir tímatökuna.mynd/ap
Formúla Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira