Formúla 1

Vettel refsað og ræsir aftastur

Birgir Þór Harðarson skrifar
Vettel ræsir aftastur í keppninni á morgun.
Vettel ræsir aftastur í keppninni á morgun. nordicphotos/afp
Sebastian Vettel hefur verið færður á aftasta rástað fyrir Formúlu 1-kappaksturinn í Abu Dhabi á morgun. Vettel þurfti að stöðva bilinn áður en hann komst til baka inn á viðgerðarsvæðið.

Dómarar mótsins skáru úr um refsingu Vettels nú í kvöld og byggja refsingu sína á því að ekki tókst að safna einum lítra af eldsneyti úr eldsneytistanki Red Bull-bílsins. Refsingin er sú sama og Lewis Hamilton hlaut fyrir spænska kappaksturinn í sumar.

"Þetta er pirrandi. Þetta er fer í taugarnar á mér en þetta er bara einn af þessum hlutum," sagði Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins, þegar refsingin hafði verið ákveðin.

Refsingin gerir það að verkum að Fernando Alonso, aðal keppinautur Vettel í titilbaráttunni, ræsir í sjötta sæti, langt á undan Vettel. Heimsmeistarinn ungi náði þriðja besta tíma í tímatökunum í dag.


Tengdar fréttir

Mótið í Abu Dhabi lykillinn að titlinum

Kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina er mjög mikilvægur fyrir framvindu heimsmeistaratitilbaráttunnar í ár. Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull-liðsins, hefur þrettán stiga forystu á Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, þegar þrjú mót eru eftir af tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×