Vilja að Ríkisendurskoðandi rannsaki Eir Andri Ólafsson skrifar 2. nóvember 2012 21:42 Stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðun rannsaki ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur frammi fyrir. Ársreikningar sem fréttastofa hefur undir höndum draga upp dökka mynd af fjárhagnum. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær er staðan á Eir hjúkrunarheimilinu afar slæm. Félagið er í raun í greiðslustöðvun, er hætt að borga af lánum og skuldbindingum. Sem eru alls um átta milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011 tapaði Eir 614 milljónum það ár og 335 milljónum árið á undan. Það þýðir að hjúkrunarheimilið, sem er sjálfseignarstofnun, hefur tapað 949 milljónum á aðeins tveimur árum. Nú er svo komið að eigið fé er neikvætt um 385 milljónir og Eir í raun tæknilega gjaldþrota. Eins og fram kom í gær hefur stjórnin falið KPMG og Lex lögmönnum að reyna að bjarga félaginu. Helgi Jóhannesson lögmaður sagði í fréttum okkar í gær að verið væri að reyna að ná samningum við kröfuhafa og tryggja að reksturinn haldist áfram óbreyttur. Stóra málið í þessu öllu saman er hins vegar þetta: Eir skuldar gamla fólkinu sem býr í öryggisíbúðum á vegum félagsins tvo milljarða króna. Þetta eru peningar sem einstaklingar lögðu inn í félagið í skiptum fyrir íbúðarétt og eiga rétt á að fá til baka þegar samningi er slitið, meðal annars við andlát. Þessir peningar eru eins og staðan er núna ekki til. Þeir eru búnir, hafa brunnið upp í tapi undanfarna ára. Og þeir koma ekki aftur nema það takist að bjarga hjúkrunarheimilinu Eir. Lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður eiga veð í fasteignum Eirar fyrir öllum þeim kröfum sem þeir eiga á Eir. En gamla fólkið á engin veð fyrir inneignum sínum. Stjórn Eirar eru nú að kynna þessa stöðu fyrir starfsfólki, stjórnendum og ekki síst gamla fólkinu sem á nú á hættu á glata ævisparnaðinum. Stjórnin hefur einnig fengið lögmann til að annast hagsmunagæslu fyrir þetta fólk og ætlar að funda með þeim öllum strax eftir helgi. Í ljósi alvarleika málsins hefur stjórnin líka beðið Ríkisendurskoðun að rannsaka sérstaklega ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur nú frammi fyrir. Tengdar fréttir Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðun rannsaki ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur frammi fyrir. Ársreikningar sem fréttastofa hefur undir höndum draga upp dökka mynd af fjárhagnum. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær er staðan á Eir hjúkrunarheimilinu afar slæm. Félagið er í raun í greiðslustöðvun, er hætt að borga af lánum og skuldbindingum. Sem eru alls um átta milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011 tapaði Eir 614 milljónum það ár og 335 milljónum árið á undan. Það þýðir að hjúkrunarheimilið, sem er sjálfseignarstofnun, hefur tapað 949 milljónum á aðeins tveimur árum. Nú er svo komið að eigið fé er neikvætt um 385 milljónir og Eir í raun tæknilega gjaldþrota. Eins og fram kom í gær hefur stjórnin falið KPMG og Lex lögmönnum að reyna að bjarga félaginu. Helgi Jóhannesson lögmaður sagði í fréttum okkar í gær að verið væri að reyna að ná samningum við kröfuhafa og tryggja að reksturinn haldist áfram óbreyttur. Stóra málið í þessu öllu saman er hins vegar þetta: Eir skuldar gamla fólkinu sem býr í öryggisíbúðum á vegum félagsins tvo milljarða króna. Þetta eru peningar sem einstaklingar lögðu inn í félagið í skiptum fyrir íbúðarétt og eiga rétt á að fá til baka þegar samningi er slitið, meðal annars við andlát. Þessir peningar eru eins og staðan er núna ekki til. Þeir eru búnir, hafa brunnið upp í tapi undanfarna ára. Og þeir koma ekki aftur nema það takist að bjarga hjúkrunarheimilinu Eir. Lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður eiga veð í fasteignum Eirar fyrir öllum þeim kröfum sem þeir eiga á Eir. En gamla fólkið á engin veð fyrir inneignum sínum. Stjórn Eirar eru nú að kynna þessa stöðu fyrir starfsfólki, stjórnendum og ekki síst gamla fólkinu sem á nú á hættu á glata ævisparnaðinum. Stjórnin hefur einnig fengið lögmann til að annast hagsmunagæslu fyrir þetta fólk og ætlar að funda með þeim öllum strax eftir helgi. Í ljósi alvarleika málsins hefur stjórnin líka beðið Ríkisendurskoðun að rannsaka sérstaklega ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur nú frammi fyrir.
Tengdar fréttir Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31