Vilja að Ríkisendurskoðandi rannsaki Eir Andri Ólafsson skrifar 2. nóvember 2012 21:42 Stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðun rannsaki ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur frammi fyrir. Ársreikningar sem fréttastofa hefur undir höndum draga upp dökka mynd af fjárhagnum. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær er staðan á Eir hjúkrunarheimilinu afar slæm. Félagið er í raun í greiðslustöðvun, er hætt að borga af lánum og skuldbindingum. Sem eru alls um átta milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011 tapaði Eir 614 milljónum það ár og 335 milljónum árið á undan. Það þýðir að hjúkrunarheimilið, sem er sjálfseignarstofnun, hefur tapað 949 milljónum á aðeins tveimur árum. Nú er svo komið að eigið fé er neikvætt um 385 milljónir og Eir í raun tæknilega gjaldþrota. Eins og fram kom í gær hefur stjórnin falið KPMG og Lex lögmönnum að reyna að bjarga félaginu. Helgi Jóhannesson lögmaður sagði í fréttum okkar í gær að verið væri að reyna að ná samningum við kröfuhafa og tryggja að reksturinn haldist áfram óbreyttur. Stóra málið í þessu öllu saman er hins vegar þetta: Eir skuldar gamla fólkinu sem býr í öryggisíbúðum á vegum félagsins tvo milljarða króna. Þetta eru peningar sem einstaklingar lögðu inn í félagið í skiptum fyrir íbúðarétt og eiga rétt á að fá til baka þegar samningi er slitið, meðal annars við andlát. Þessir peningar eru eins og staðan er núna ekki til. Þeir eru búnir, hafa brunnið upp í tapi undanfarna ára. Og þeir koma ekki aftur nema það takist að bjarga hjúkrunarheimilinu Eir. Lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður eiga veð í fasteignum Eirar fyrir öllum þeim kröfum sem þeir eiga á Eir. En gamla fólkið á engin veð fyrir inneignum sínum. Stjórn Eirar eru nú að kynna þessa stöðu fyrir starfsfólki, stjórnendum og ekki síst gamla fólkinu sem á nú á hættu á glata ævisparnaðinum. Stjórnin hefur einnig fengið lögmann til að annast hagsmunagæslu fyrir þetta fólk og ætlar að funda með þeim öllum strax eftir helgi. Í ljósi alvarleika málsins hefur stjórnin líka beðið Ríkisendurskoðun að rannsaka sérstaklega ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur nú frammi fyrir. Tengdar fréttir Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðun rannsaki ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur frammi fyrir. Ársreikningar sem fréttastofa hefur undir höndum draga upp dökka mynd af fjárhagnum. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær er staðan á Eir hjúkrunarheimilinu afar slæm. Félagið er í raun í greiðslustöðvun, er hætt að borga af lánum og skuldbindingum. Sem eru alls um átta milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011 tapaði Eir 614 milljónum það ár og 335 milljónum árið á undan. Það þýðir að hjúkrunarheimilið, sem er sjálfseignarstofnun, hefur tapað 949 milljónum á aðeins tveimur árum. Nú er svo komið að eigið fé er neikvætt um 385 milljónir og Eir í raun tæknilega gjaldþrota. Eins og fram kom í gær hefur stjórnin falið KPMG og Lex lögmönnum að reyna að bjarga félaginu. Helgi Jóhannesson lögmaður sagði í fréttum okkar í gær að verið væri að reyna að ná samningum við kröfuhafa og tryggja að reksturinn haldist áfram óbreyttur. Stóra málið í þessu öllu saman er hins vegar þetta: Eir skuldar gamla fólkinu sem býr í öryggisíbúðum á vegum félagsins tvo milljarða króna. Þetta eru peningar sem einstaklingar lögðu inn í félagið í skiptum fyrir íbúðarétt og eiga rétt á að fá til baka þegar samningi er slitið, meðal annars við andlát. Þessir peningar eru eins og staðan er núna ekki til. Þeir eru búnir, hafa brunnið upp í tapi undanfarna ára. Og þeir koma ekki aftur nema það takist að bjarga hjúkrunarheimilinu Eir. Lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður eiga veð í fasteignum Eirar fyrir öllum þeim kröfum sem þeir eiga á Eir. En gamla fólkið á engin veð fyrir inneignum sínum. Stjórn Eirar eru nú að kynna þessa stöðu fyrir starfsfólki, stjórnendum og ekki síst gamla fólkinu sem á nú á hættu á glata ævisparnaðinum. Stjórnin hefur einnig fengið lögmann til að annast hagsmunagæslu fyrir þetta fólk og ætlar að funda með þeim öllum strax eftir helgi. Í ljósi alvarleika málsins hefur stjórnin líka beðið Ríkisendurskoðun að rannsaka sérstaklega ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur nú frammi fyrir.
Tengdar fréttir Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31