Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig Boði Logason skrifar 2. nóvember 2012 16:26 „Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu," segir höfðatorgshetjan Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur ásamtö öðrum staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag en þar hafa vindhviður farið allt upp í 35 metra á sekúndu. „Ástandið er bara búið að vera mjög slæmt, eins og veðrið. Það er allt í lagi inni en fyrir utan er þetta slæmt. Menn halda áfram að berjast í vindinum, jafnvel þó þeir komist ekki neitt - og jafnvel þó það sé búið að vara fólk við en við Íslendingar erum bara svona. Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig," segir hetjan Albert Ómar. Að minnsta kosti tveir hafa slasast við bygginguna í dag. „Svo hafa einhverjir fengið skrámur. Við höfum reynt að grípa þetta lið og beina þeim réttar leiðir. Þetta er bara leiðindarástand - það er ekki laust við að maður sé titrandi," segir hann. Og nú þegar dagurinn er á enda ætlar hann heim að hvíla sig. „Við erum búnir að gera viðeigandi ráðstafanir og fá öryggisverði til að vakta þetta. Maður verður einhverntímann að hvílast," segir Albert Ómar, hetjan á Höfðatorgi, að lokum. Athugasemd ritstjórnar kl 18:20. Eftir að fréttin fór í loftið kom í ljós að Höfðatorgshetjurnar eru fleiri en ein. Húsvörðurinn Albert, starfsmaður Eyktar sem stóð fyrir utan í allan dag í kraftgalla og fleiri menn. Þeir aðstoðuðu fólk í sameiningu og nú hefur verið fenginn öryggisvörður í verkið.Í myndbandinu hér að ofan má sjá Albert og Eyktarmanninn að störfum. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
„Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu," segir höfðatorgshetjan Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur ásamtö öðrum staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag en þar hafa vindhviður farið allt upp í 35 metra á sekúndu. „Ástandið er bara búið að vera mjög slæmt, eins og veðrið. Það er allt í lagi inni en fyrir utan er þetta slæmt. Menn halda áfram að berjast í vindinum, jafnvel þó þeir komist ekki neitt - og jafnvel þó það sé búið að vara fólk við en við Íslendingar erum bara svona. Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig," segir hetjan Albert Ómar. Að minnsta kosti tveir hafa slasast við bygginguna í dag. „Svo hafa einhverjir fengið skrámur. Við höfum reynt að grípa þetta lið og beina þeim réttar leiðir. Þetta er bara leiðindarástand - það er ekki laust við að maður sé titrandi," segir hann. Og nú þegar dagurinn er á enda ætlar hann heim að hvíla sig. „Við erum búnir að gera viðeigandi ráðstafanir og fá öryggisverði til að vakta þetta. Maður verður einhverntímann að hvílast," segir Albert Ómar, hetjan á Höfðatorgi, að lokum. Athugasemd ritstjórnar kl 18:20. Eftir að fréttin fór í loftið kom í ljós að Höfðatorgshetjurnar eru fleiri en ein. Húsvörðurinn Albert, starfsmaður Eyktar sem stóð fyrir utan í allan dag í kraftgalla og fleiri menn. Þeir aðstoðuðu fólk í sameiningu og nú hefur verið fenginn öryggisvörður í verkið.Í myndbandinu hér að ofan má sjá Albert og Eyktarmanninn að störfum.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira