Fótbolti

Gunnar Heiðar meðal tíu bestu í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Alfreð Finnbogason og Ari Freyr Skúlason komust allir í hóp 50 bestu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar að mati sænska dagblaðsins Expressen.

Blaðið birtir úttektina á heimasíðu sinni í dag. Gunnar Heiðar er í níunda sæti en hann er meðal markahæstu leikmanna deildarinnar með sín sextán mörk fyrir Norrköping.

„Var markakóngur með Halmstad en hefur fundið taktinn á ný og er beinskeyttur í teignum. Hann hefur skorað sextán mörk og er næstmarkahæstur í deildinni eftir að hafa til að mynda skorað þrennu gegn Sundsvall," segir í umfjöllun Expressen.

Alfreð Finnbogason var í láni hjá Helsingborg í sumar en félagið keypti hann ekki þegar það stóð til boða. Í dag leikur hann með Heerenveen í Hollandi þar sem hann hefur skorað grimmt. Hann er í sautjánda sæti á lista Expressen.

„Var markamaskína áður en hann fór til Heerenveen í Hollandi. Tólf mörk í sautján leikjum."

Ari Freyr Skúlason, leikmaður Sundsvall, er í 47. sæti eins og fjallað er um hér fyrir neðan.

Waris Majeed, leikmaður Häcken, er besti leikmaður deildarinnar að mati Expressen en hann er einnig markahæstur með 22 mörk til þessa.


Tengdar fréttir

Ari einn af 50 bestu leikmönnunum í sænsku deildinni

Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason hefur spilað vel með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar og sérstök valnefnd á vegum sænska blaðsins Expressen hefur valið hann í hóp bestu leikmanna deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×