Viðskipti erlent

Ágóðinn af sölu Star Wars rennur í menntamál

George Lucas ásamt sköpunarverki sínu og kollega, Svarthöfða.
George Lucas ásamt sköpunarverki sínu og kollega, Svarthöfða. MYND/AP
George Lucas, guðfaðir Star Wars söguheimsins, mun einblína á menntamál eftir að gengið verður frá sölu á fyrirtæki hans, Lucasfilm, til Walt Disney.

Skuldir Lucasfilm eru litlar sem engar og sjálfur er Lucas eini hluthafi fyrirtækisins. Þannig rennur ágóðinn af sölu fyrirtækisins beint í vasa Lucas, eða það sem nemur 500 milljörðum króna. Nú þegar er Lucas vellauðugur.

Talsmaður hans tilkynnti í dag að ágóðinn af sölu Lucasfilm myndi að stórum hluta til renna í mannúðarstörf og styrktarsjóði fyrir námsmenn.

Um árabil hefur Lucas komið að góðgerðarstarfi en talið er að hann hafi gefið rúmlega tuttugu milljarða króna í hin ýmsu styrktarfélög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×