Ármann hafði sigur í sveitakeppni karla í júdó sem fram fór í gær. Í sveitakeppni kvenna hafði A-sveit Júdófélags Reykjavíkur betur gegn B-sveit félagsins.
Bæði JR-ingar og Ármenningar urðu fyrir skakkaföllum í aðdraganda mótsins. Ármenningar voru án keppenda í -73 kg flokki þar sem þeirra keppendur mættu ekki í vigtun. JR varð einnig fyrir áfalli því Þormóður Jónsson lá heima með flensu og gat ekki keppt.
Ármann og JR unnu viðureignir sínar gegn sveit ÍR og mættust í úrslitum. Þar höfðu Ármenningar betur með þremur vinningum gegn tveimur.
Í kvennaflokki voru aðeins tvær sveitir sem kepptu. A-sveit JR vann sigur á B-sveit félagsins með þremur vinningum gegn einum.
Sport