Viðskipti innlent

Hannes þarf að greiða þrotabúi Kaupþings milljarð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hannes Frímann Hrólfsson, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóra fjárstýringa og markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur til að greiða þrotabúi Kaupþings rúman milljarð króna.

Ástæðan er sú að Hannes Frímann tók lán hjá bankanum fyrir kaupum á hlutabréfum í honum á árunum fyrir hrun. Lánið var með persónulegum ábyrgðum en í september 2008 var ákveðið að fella ábyrgðirnar niður. Þetta sætti slitastjórn bankans sig ekki við og stefndi þeim starfsmönnum sem höfðu fengið afléttingu ábyrgða.

Nokkur sambærileg dómsmál hafa þegar fallið í héraði og Hæstarétti og í flestum tilfellum hefur verið um að ræða hundruð milljóna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×