Fótbolti

Matthías varð ekki markakóngur | Guðmundur skoraði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur skoraði fyrir Start í dag.
Guðmundur skoraði fyrir Start í dag. Mynd/Fædrelandsvennen
Lokaumferð norsku B-deildarinnar fór fram í dag. Íslendingaliðin Start og Sarpsborg 08 voru bæði búin að tryggja sér efstu tvö sæti deildarninar.

Start tapaði fyrir Notodden á útivelli, 2-1. Guðmundur Kristjánsson kom Start yfir á 42. mínútu en það dugði ekki til sigurs. Þetta var sjöunda mark Guðmundar á tímabilinu.

Matthías Vilhjálmsson var að keppa um markakóngstitilinn en verður að sætta sig við silfurskóinn. Martin Wiig, leikmaður Sarpsborg 08, skoraði tvö mörk í dag og skoraði því alls 20 mörk á tímabilinu. Matthías endaði með átján mörk.

Markvörðurinn Haraldur Björnsson var ekki í leikmannahópi Sarpsborg í dag en þess má geta að Guðmundur Þórarinsson samdi á dögunum við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×