Hjaltalín ekki með á tónlistarverðlaunum 28. nóvember 2012 12:24 Enter 4 kom út of seint til að vera gjaldgeng í keppninni um bestu plötuna. "Ég held að fólk skilji að það verður einhvers staðar að draga mörkin," segir María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna. Nýjasta plata Hjaltalín, Enter 4, er ekki gjaldgeng til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða afhent í febrúar á næsta ári. Ástæðan er sú að fresturinn til að skila inn tilnefningum hefur verið færður fram um tvær vikur, eða til 15. nóvember. Þær plötur sem koma út eftir þann tíma, þar á meðal Enter 4, koma því ekki til greina þegar verðlaunin verða afhent. Í staðinn eru þær gjaldgengar árið 2014. Þessar nýju reglur áttu að taka gildi í fyrra en vegna þess að ný stjórn tók við frekar seint, eða í október í fyrra, var því frestað um eitt ár. "Íslensku tónlistarverðlaunin snúast um að vekja athygli á því sem er vel gert og að hjálpa til við sölu fyrir jólin. Í fyrra var tilkynnt um tilnefningarnar 16. desember en það hefði verið gott að gera það fyrr," segir María Rut en í ár verða þær tilkynntar föstudaginn 30. nóvember. Hún bætir við að Samtónn, samtök tónlistarrétthafa, sem er ábyrgðaraðili verðlaunanna, hafi óskað eftir þessum breyttu reglum. "Okkur þykir þetta vel við hæfi og við munum gera slíkt hið sama að ári." Enter 4 kom óvænt út á netinu 22. nóvember, eða viku eftir að fresturinn rann út. Síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út 2009 og seldist í tíu þúsund eintökum á Íslandi. Hún var einmitt valin poppplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið eftir en hefði ekki verið gjaldgeng þá ef nýju reglurnar hefðu verið í gildi, sökum þess hve seint hún kom út. Til þess að plata sé gjaldgeng til Íslensku tónlistarverðlaunanna þarf fullkláruð útgáfa hennar að vera tilbúin áður en fresturinn rennur út á miðnætti 15. nóvember eða þá að platan sé aðgengileg til hlustunar eins og hún mun endanlega hljóma. Sú er einmitt raunin með nýjustu plötu Péturs Ben, God´s Lonely Man, sem kom út á Gogoyoko.com nokkrum dögum áður en fresturinn rann út. Fyrsta plata Péturs, Wine For My Weakness, var einmitt kjörin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2007. Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín, segir hljómsveitina ekki leiða yfir því að taka ekki þátt í Íslensku tónlistarverðlaununum á næsta ári. "Við erum alls ekkert pirruð en það hefði verið gaman að taka þátt í slagnum enda er árið í ár eitt það allra sterkasta sem maður hefur séð í langan tíma. Við vonum bara að enginn verði búinn að gleyma plötunni árið 2014." Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Enter 4 kom út of seint til að vera gjaldgeng í keppninni um bestu plötuna. "Ég held að fólk skilji að það verður einhvers staðar að draga mörkin," segir María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna. Nýjasta plata Hjaltalín, Enter 4, er ekki gjaldgeng til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða afhent í febrúar á næsta ári. Ástæðan er sú að fresturinn til að skila inn tilnefningum hefur verið færður fram um tvær vikur, eða til 15. nóvember. Þær plötur sem koma út eftir þann tíma, þar á meðal Enter 4, koma því ekki til greina þegar verðlaunin verða afhent. Í staðinn eru þær gjaldgengar árið 2014. Þessar nýju reglur áttu að taka gildi í fyrra en vegna þess að ný stjórn tók við frekar seint, eða í október í fyrra, var því frestað um eitt ár. "Íslensku tónlistarverðlaunin snúast um að vekja athygli á því sem er vel gert og að hjálpa til við sölu fyrir jólin. Í fyrra var tilkynnt um tilnefningarnar 16. desember en það hefði verið gott að gera það fyrr," segir María Rut en í ár verða þær tilkynntar föstudaginn 30. nóvember. Hún bætir við að Samtónn, samtök tónlistarrétthafa, sem er ábyrgðaraðili verðlaunanna, hafi óskað eftir þessum breyttu reglum. "Okkur þykir þetta vel við hæfi og við munum gera slíkt hið sama að ári." Enter 4 kom óvænt út á netinu 22. nóvember, eða viku eftir að fresturinn rann út. Síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út 2009 og seldist í tíu þúsund eintökum á Íslandi. Hún var einmitt valin poppplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið eftir en hefði ekki verið gjaldgeng þá ef nýju reglurnar hefðu verið í gildi, sökum þess hve seint hún kom út. Til þess að plata sé gjaldgeng til Íslensku tónlistarverðlaunanna þarf fullkláruð útgáfa hennar að vera tilbúin áður en fresturinn rennur út á miðnætti 15. nóvember eða þá að platan sé aðgengileg til hlustunar eins og hún mun endanlega hljóma. Sú er einmitt raunin með nýjustu plötu Péturs Ben, God´s Lonely Man, sem kom út á Gogoyoko.com nokkrum dögum áður en fresturinn rann út. Fyrsta plata Péturs, Wine For My Weakness, var einmitt kjörin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2007. Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín, segir hljómsveitina ekki leiða yfir því að taka ekki þátt í Íslensku tónlistarverðlaununum á næsta ári. "Við erum alls ekkert pirruð en það hefði verið gaman að taka þátt í slagnum enda er árið í ár eitt það allra sterkasta sem maður hefur séð í langan tíma. Við vonum bara að enginn verði búinn að gleyma plötunni árið 2014."
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira