Eir þarf "þolinmótt fjármagn“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. nóvember 2012 18:30 Til að bregðast við fjárhagsvanda Eirar þarf stofnunin að fá lán til 30 ára upp á tvo milljarða króna eða selja eignir sem þegar eru veðsettar. Báðar leiðir eru torsóttar í augnablikinu. Skipað var sérstakt teymi endurskoðendafyrirtækisins KPMG og lögmannsstofunnar Lex til að leysa fjárhagsvanda Eirar. Hjúkrunarheimilið þarf 2 milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart ellilífeyrisþegum sem búa í öryggisíbúðunum sem Eir rekur, en íbúarnir þar hafa allir greitt Eir fyrir svokallaðan íbúðarrétt. Kjarninn í lausn á fjárhagsvanda Eirar snýr að því að útvega þessa 2 milljarða króna, svo hjúkrunarheimilið geti staðið við skuldbindingar sínar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa eftir taldar leiðir verið skoðaðar: Að hjúkrunarheimilið taki 2 milljarða króna lán til 30 ára. Svokallað „þolinmótt fjármagn." Þessi leið er ekki auðsótt, enda eru flestar eignir Eirar þegar veðsettar lánastofnunum og þeir sem eru reiðubúnir að lána vilja eðlilega fá traustar tryggingar fyrir slíkum lánum. Önnur leið er að selja eignir, þ.e hluta þeirra fasteigna sem hjúkrunarheimilið á en þar er í raun við sama vandamál að glíma. Stór hluti þessara eigna er veðsettur lánastofnunum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa þreifingar við hugsanlega kaupendur ekki skilað árangri. Þriðja leiðin sem hefur verið skoðuð er aðkoma ríkisins og verður sú leið ekki farin nema öll önnur úrræði þrýtur. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði hins vegar fyrir helgi að það væri ekki sjálfgefið að sjálfseignarstofnun eins og Eir gæti leitað í faðm ríkisins þegar hún lendir í ógöngum. Ráðherrann vill því stíga varlega til jarðar þegar aðkoma ríkisins er rædd á þessum nótum. Ljóst er af framansögðu að engar einfaldar eða sársaukalausar lausnir eru til á fjárhagsvanda Eirar. Enn um sinn þurfa því skjólstæðingar hjúkrunarheimilisins að bíða í óvissu um hvað framtíðin ber í skauti sér. Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Til að bregðast við fjárhagsvanda Eirar þarf stofnunin að fá lán til 30 ára upp á tvo milljarða króna eða selja eignir sem þegar eru veðsettar. Báðar leiðir eru torsóttar í augnablikinu. Skipað var sérstakt teymi endurskoðendafyrirtækisins KPMG og lögmannsstofunnar Lex til að leysa fjárhagsvanda Eirar. Hjúkrunarheimilið þarf 2 milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart ellilífeyrisþegum sem búa í öryggisíbúðunum sem Eir rekur, en íbúarnir þar hafa allir greitt Eir fyrir svokallaðan íbúðarrétt. Kjarninn í lausn á fjárhagsvanda Eirar snýr að því að útvega þessa 2 milljarða króna, svo hjúkrunarheimilið geti staðið við skuldbindingar sínar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa eftir taldar leiðir verið skoðaðar: Að hjúkrunarheimilið taki 2 milljarða króna lán til 30 ára. Svokallað „þolinmótt fjármagn." Þessi leið er ekki auðsótt, enda eru flestar eignir Eirar þegar veðsettar lánastofnunum og þeir sem eru reiðubúnir að lána vilja eðlilega fá traustar tryggingar fyrir slíkum lánum. Önnur leið er að selja eignir, þ.e hluta þeirra fasteigna sem hjúkrunarheimilið á en þar er í raun við sama vandamál að glíma. Stór hluti þessara eigna er veðsettur lánastofnunum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa þreifingar við hugsanlega kaupendur ekki skilað árangri. Þriðja leiðin sem hefur verið skoðuð er aðkoma ríkisins og verður sú leið ekki farin nema öll önnur úrræði þrýtur. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði hins vegar fyrir helgi að það væri ekki sjálfgefið að sjálfseignarstofnun eins og Eir gæti leitað í faðm ríkisins þegar hún lendir í ógöngum. Ráðherrann vill því stíga varlega til jarðar þegar aðkoma ríkisins er rædd á þessum nótum. Ljóst er af framansögðu að engar einfaldar eða sársaukalausar lausnir eru til á fjárhagsvanda Eirar. Enn um sinn þurfa því skjólstæðingar hjúkrunarheimilisins að bíða í óvissu um hvað framtíðin ber í skauti sér.
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira