Segist vera saklaus dópisti og að fjölmiðlar beri ábyrgð á þungum dómi 26. nóvember 2012 10:21 Frá handtöku Sverris í júní síðastliðnum. Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til Brasilíu. Í viðtali við DV í dag segir Sveddi að hann sé saklaus maður og að hann muni verða sýknaður innan árs. Hann deilir nú klefa með þrettán föngum í þéttsetnu fangelsi sem heitir Ary-Franco og er í úthverfi Rio de Janeiro. Þar eru aðeins kojur fyrir tólf fanga. Einn þarf því að sofa á gólfinu. Í viðtali við DV segir Sverrir ítrekað að hann sé dópisti og þar af leiðandi hafi hann sýslað töluvert með fíkniefni. Þá segist hann hafa rúmlega tvöfaldað fé sitt hjá íslenskum yfirvöldum sem hann heldur fram að hafi hvítþvegið peninga hans eftir að hann var handtekinn og dæmdur fyrir stóra fíkniefnamálið árið 2000, en Sveddi fékk næst þyngsta dóminn í því máli, sjö og hálfs árs fangelsi. Þannig hafi hann farið til Brasilíu með um 100 milljónir á sínum tíma eftir að hafa greitt skuld sína við ríkið. Það má ráða af viðtalinu að Sverrir sé nokkuð langt leiddur sem fíkill og oft virðist vera sérkennilegt samhengi í því sem hann segir. Hann segist til að mynda hafa fyrir tilviljun hafa hitt konuna sem var með fíkniefnin í tösku sinni á McDonalds í Ipanema síðasta sumar. Sveddi segist hafa fengið númer kærasta konunnar hjá fíkniefnasala í Amsterdam og fyrir tilviljun hafi þau komið til landsins með sama flugi, en hann hugðist kaupa kókaín af kærastanum. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro þegar konan smyglaði fíkniefnunum til landsins. Fram kom á fréttavefnum Correio do Brasil, þegar Sverrir var handtekin í júní síðastliðnum, að hann hefði verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilíska manninum eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún vísaði því lögreglu á Svedda og kærastann Sveddi sakar svo fjölmiðla ítrekað um að hafa draga upp brenglaða mynd af sér, og að „græðgi" fjölmiðla hafi haft þau áhrif á dómskerfið í Brasilíu að hann hafi hlotið 22 ára fangelsisdóm fyrir eitthvað sem hann segist vera saklaus af. Hann segist þó ekki ætla að sækja rétt sinn hér á landi vegna þessara meintu græðgi. Efnin, sem konan smyglaði til landsins, voru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar sagði að þetta væri mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem hefðu fundist á flugvellinum. Hér er meðal annars fjallað um handtöku Sverris. Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til Brasilíu. Í viðtali við DV í dag segir Sveddi að hann sé saklaus maður og að hann muni verða sýknaður innan árs. Hann deilir nú klefa með þrettán föngum í þéttsetnu fangelsi sem heitir Ary-Franco og er í úthverfi Rio de Janeiro. Þar eru aðeins kojur fyrir tólf fanga. Einn þarf því að sofa á gólfinu. Í viðtali við DV segir Sverrir ítrekað að hann sé dópisti og þar af leiðandi hafi hann sýslað töluvert með fíkniefni. Þá segist hann hafa rúmlega tvöfaldað fé sitt hjá íslenskum yfirvöldum sem hann heldur fram að hafi hvítþvegið peninga hans eftir að hann var handtekinn og dæmdur fyrir stóra fíkniefnamálið árið 2000, en Sveddi fékk næst þyngsta dóminn í því máli, sjö og hálfs árs fangelsi. Þannig hafi hann farið til Brasilíu með um 100 milljónir á sínum tíma eftir að hafa greitt skuld sína við ríkið. Það má ráða af viðtalinu að Sverrir sé nokkuð langt leiddur sem fíkill og oft virðist vera sérkennilegt samhengi í því sem hann segir. Hann segist til að mynda hafa fyrir tilviljun hafa hitt konuna sem var með fíkniefnin í tösku sinni á McDonalds í Ipanema síðasta sumar. Sveddi segist hafa fengið númer kærasta konunnar hjá fíkniefnasala í Amsterdam og fyrir tilviljun hafi þau komið til landsins með sama flugi, en hann hugðist kaupa kókaín af kærastanum. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro þegar konan smyglaði fíkniefnunum til landsins. Fram kom á fréttavefnum Correio do Brasil, þegar Sverrir var handtekin í júní síðastliðnum, að hann hefði verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilíska manninum eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún vísaði því lögreglu á Svedda og kærastann Sveddi sakar svo fjölmiðla ítrekað um að hafa draga upp brenglaða mynd af sér, og að „græðgi" fjölmiðla hafi haft þau áhrif á dómskerfið í Brasilíu að hann hafi hlotið 22 ára fangelsisdóm fyrir eitthvað sem hann segist vera saklaus af. Hann segist þó ekki ætla að sækja rétt sinn hér á landi vegna þessara meintu græðgi. Efnin, sem konan smyglaði til landsins, voru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar sagði að þetta væri mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem hefðu fundist á flugvellinum. Hér er meðal annars fjallað um handtöku Sverris.
Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira