Caterham skaust upp fyrir Marussia í botnbaráttunni Birgir Þór Harðarson skrifar 26. nóvember 2012 06:00 Caterham var í ellefta sæti stigabaráttunnar fyrir brasilíska kappaksturinn en stal sætinu af Marussia undir lokin. nordicphotos/afp Cyril Abiteboul, liðstjóri Caterham, var himinlifandi með tíunda sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða sem Caterham stal af Marussia á lokasprettinum í brasilíska kappakstrinum í dag. „Þetta var verðskuldað," sagði Abiteboul. Talið er að tíunda sætið í stigabaráttu bílasmiða sé um það bil tvo milljarða íslenskra króna virði. Það var því mikið í húfi fyrir Caterham og Marussia. Þó um sé að ræða sæti í stigabaráttunni þá náðu þessi tvö lið engum stigum í ár. Það gerði HRT-liðið ekki heldur og talið er að þeir lýsi sig gjaldþrota á næstu vikum og keppi ekki á næsta ári. Samt sem áður er raðað í neðstu sætin eftir árangri á brautinni. Séu liðin ekki með nein stig telur besta sætið sem liðin hafa náð. Vitaly Petrov kláraði brasilíska kappaksturinn í 11. sæti á undan Charles Pic. Petrov tók fram úr Pic þegar sjö hringir voru eftir svo það mátti ekki á tæpara standa. Marussia náði tíunda sætinu í Singapúr þegar Timo Glock kláraði í tólfta sæti. „Þetta er búið að vera erfitt ár," sagði Abiteboul enn fremur. „Við höfum ekki staðið okkur eins vel og við héldum að við gætum en árangurinn í dag gefur tilefni til fögnuðar." „Þegar staðan er veginn þá held ég að við höfum verðskuldað þetta tíunda sæti. Við höfum yfirleitt náð betri úrslitum en Marussia og þegar tækifærið gafst kláruðum við dæmið." Pic til Caterham en Kovalainen á útleiðCharles Pic ekur fyrir Caterham á næsta ári.Charles Pic, hinn ungi franski ökuþór Marussia-liðsins, hefur skrifað undir langtíma samning við Caterham. Pic ekur þar á næsta ári við hlið Vitaly Petrov. Charles Pic hóf feril sinn í Formúlu 1 í ár með Marussia. Pic hefur staðið sig mjög vel og hefur í nokkur skipti skákað liðsfélaga sínum Timo Glock. Pic er aðeins 22 ára gamall og á því framtíðina fyrir sér í Formúlu 1. Heikki Kovalainen á því ekki lengur víst sæti í keppnisbíl í Formúlu 1 á næsta ári. Finninn er í nokkuð snúinni stöðu því öll stærstu liðin hafa ráðið í sín sæti. Kovalainen hóf Formúlu 1-feril sinn með Renault árið 2007 og komst í eitt skipti á verðlaunapall. Árin 2008 og 2009 ók hann fyrir McLaren við hlið Lewis Hamilton og vann sinn fyrsta og eina sigur í Formúlu 1. Þaðan fór hann til Lotus-liðsins, sem heitir núna Caterham, með það í huga að byggja upp framtíðar Formúlu 1-lið. Nú þegar árangurinn virðist handan við hornið fær hann ekki samninginn endurnýjaðan. Vonbrigðin eru því mikil fyrir Kovalainen. Formúla Tengdar fréttir Vettel heimsmeistari í Formúlu 1 2012 Sebastian Vettel er yngsti þrefaldi heimsmeistari allra tíma í Formúlu 1. Hann tryggði sér titilinn í brasilíska kappakstrinum sem kláraðist fyrir aftan öryggisbílinn. Fernando Alonso átti einn möguleika á að skáka Vettel en það tókst ekki. 25. nóvember 2012 17:49 Við endamarkið: Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn Rúnar Jónsson og Ólafur Guðmundsson, dómari í formúlu eitt, fóru yfir síðasta kappakstur tímabilsins í Formúlu 1 en Þjóðverjinn Sebastian Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn þriðja árið í röð eftir mikla dramatík í Brasilíu í dag. 25. nóvember 2012 21:51 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Cyril Abiteboul, liðstjóri Caterham, var himinlifandi með tíunda sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða sem Caterham stal af Marussia á lokasprettinum í brasilíska kappakstrinum í dag. „Þetta var verðskuldað," sagði Abiteboul. Talið er að tíunda sætið í stigabaráttu bílasmiða sé um það bil tvo milljarða íslenskra króna virði. Það var því mikið í húfi fyrir Caterham og Marussia. Þó um sé að ræða sæti í stigabaráttunni þá náðu þessi tvö lið engum stigum í ár. Það gerði HRT-liðið ekki heldur og talið er að þeir lýsi sig gjaldþrota á næstu vikum og keppi ekki á næsta ári. Samt sem áður er raðað í neðstu sætin eftir árangri á brautinni. Séu liðin ekki með nein stig telur besta sætið sem liðin hafa náð. Vitaly Petrov kláraði brasilíska kappaksturinn í 11. sæti á undan Charles Pic. Petrov tók fram úr Pic þegar sjö hringir voru eftir svo það mátti ekki á tæpara standa. Marussia náði tíunda sætinu í Singapúr þegar Timo Glock kláraði í tólfta sæti. „Þetta er búið að vera erfitt ár," sagði Abiteboul enn fremur. „Við höfum ekki staðið okkur eins vel og við héldum að við gætum en árangurinn í dag gefur tilefni til fögnuðar." „Þegar staðan er veginn þá held ég að við höfum verðskuldað þetta tíunda sæti. Við höfum yfirleitt náð betri úrslitum en Marussia og þegar tækifærið gafst kláruðum við dæmið." Pic til Caterham en Kovalainen á útleiðCharles Pic ekur fyrir Caterham á næsta ári.Charles Pic, hinn ungi franski ökuþór Marussia-liðsins, hefur skrifað undir langtíma samning við Caterham. Pic ekur þar á næsta ári við hlið Vitaly Petrov. Charles Pic hóf feril sinn í Formúlu 1 í ár með Marussia. Pic hefur staðið sig mjög vel og hefur í nokkur skipti skákað liðsfélaga sínum Timo Glock. Pic er aðeins 22 ára gamall og á því framtíðina fyrir sér í Formúlu 1. Heikki Kovalainen á því ekki lengur víst sæti í keppnisbíl í Formúlu 1 á næsta ári. Finninn er í nokkuð snúinni stöðu því öll stærstu liðin hafa ráðið í sín sæti. Kovalainen hóf Formúlu 1-feril sinn með Renault árið 2007 og komst í eitt skipti á verðlaunapall. Árin 2008 og 2009 ók hann fyrir McLaren við hlið Lewis Hamilton og vann sinn fyrsta og eina sigur í Formúlu 1. Þaðan fór hann til Lotus-liðsins, sem heitir núna Caterham, með það í huga að byggja upp framtíðar Formúlu 1-lið. Nú þegar árangurinn virðist handan við hornið fær hann ekki samninginn endurnýjaðan. Vonbrigðin eru því mikil fyrir Kovalainen.
Formúla Tengdar fréttir Vettel heimsmeistari í Formúlu 1 2012 Sebastian Vettel er yngsti þrefaldi heimsmeistari allra tíma í Formúlu 1. Hann tryggði sér titilinn í brasilíska kappakstrinum sem kláraðist fyrir aftan öryggisbílinn. Fernando Alonso átti einn möguleika á að skáka Vettel en það tókst ekki. 25. nóvember 2012 17:49 Við endamarkið: Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn Rúnar Jónsson og Ólafur Guðmundsson, dómari í formúlu eitt, fóru yfir síðasta kappakstur tímabilsins í Formúlu 1 en Þjóðverjinn Sebastian Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn þriðja árið í röð eftir mikla dramatík í Brasilíu í dag. 25. nóvember 2012 21:51 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Vettel heimsmeistari í Formúlu 1 2012 Sebastian Vettel er yngsti þrefaldi heimsmeistari allra tíma í Formúlu 1. Hann tryggði sér titilinn í brasilíska kappakstrinum sem kláraðist fyrir aftan öryggisbílinn. Fernando Alonso átti einn möguleika á að skáka Vettel en það tókst ekki. 25. nóvember 2012 17:49
Við endamarkið: Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn Rúnar Jónsson og Ólafur Guðmundsson, dómari í formúlu eitt, fóru yfir síðasta kappakstur tímabilsins í Formúlu 1 en Þjóðverjinn Sebastian Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn þriðja árið í röð eftir mikla dramatík í Brasilíu í dag. 25. nóvember 2012 21:51