Innlent

Nýtt upphaf 21. desember

Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri Sálarrannsóknarskólans.
Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri Sálarrannsóknarskólans.
Dagsetningin 21. desember árið 2012 er mörgum hugleikin. Síðustu áratugi hefur umræðan um þennan tiltekna föstudag fyrir jól einkennst af hugmyndum um endalok alls, heimsenda. Ekki eru þó allir sammála þessum hugmyndum og kjósa þess í stað að líta á þessa stund sem nýtt upphaf.

„Í orkunni felast tækifæri," segir Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri Sálarrannsóknarskólans en hann telur mikla orku vera bundna við þessa tilteknu dagsetningu. „Fyrst og fremst er þetta áminning um að endurskoða stöðu okkur."

Magnús segir það vera miður að oftúlkun hafi einkennt umræðuna um þessa aldagömlu dagsetningu. Hann bendir á að Mayar hafi litið á þessa stund sem nýtt upphaf og að við sem upplifum þessi tímamót núna ættum að gera slíkt hið saman.

„Nýr tími gengur hér í garð, með nýrri orku," segir Magnús. „Þannig er þetta áskorun til okkar. Við verðum að vera vakandi og nýta þessa orku í námi, vinnu og á öðrum sviðum lífsins."

Þá segir Magnús að dagsetningin sé að mörgu leyti svipuð og nýárið sem við fögnum. „Þetta er tækifæri til lað stíga á stokk, ganga frá okkar málum og halda áfram."


Tengdar fréttir

Niðurtalning í heimsenda hafin

Nú nálgast 21. desember óðfluga. Á þessum degi mun eitt af dagatölum Maya taka enda og eru margir sannfærðir um að tilvist mannsins muni þá taka stórfelldum breytingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×