Lífið

Nýttu gamla dótið í nýja kransinn

Sigríður Jónsdóttir flytur inn Affari-vörurnar sem eru seldar í Gjafa- og blómaversluninni.
Sigríður Jónsdóttir flytur inn Affari-vörurnar sem eru seldar í Gjafa- og blómaversluninni.
Sigríður Jónsdóttir eða Systa rekur heildverslun sem selur fallega muni til heimilisins. Systa er mikið jólabarn og hefur gaman af einföldum og fallegum hlutum.

Hjá henni tekur öll fjölskyldan þátt í að skreyta saman.

Systa segir ekki alltaf nauðsynlegt að kaupa allt nýtt; oft leynist meira en mann gruni í jólakössunum og hressa megi upp á gamalt eða bæta við könglum og öðru úr náttúrunni. Systa sýnir hér einfaldan og fljótlegan krans.



1. Það sem til þarf er aðventubakki, 4 stk. handmálaðar viðarkúlur, 4 stk. aðventupinnar og 4 stk. kerti sem kemur allt frá Affari. 2 stk. könglar, mosi, snjór og stjörnuanís.

2. Mosa, könglum og jólakúlum komið fyrir. Aðventupinnum komið fyrir í kertum.

3. Öllu raðað saman og ég fann til gamlan rússneskan jólakall sem

passaði með.

4. Dreifði snjó og stjörnuanís yfir. Einfalt og fallegt. Lítill tilkostnaður.

Hráefnið sem til þarf.
Glæsileg útkoma!





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.