Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Birgir Þór Harðarson skrifar 4. desember 2012 00:01 Michael Schumacher, þá ökuþór Ferrari, klessir köku í andlit Ecclestone á meðan di Montezemolo fær sér bita og Jean Todt, þáverandi liðstjóri Ferrari og núverandi forseti FIA, hlær við. nordicphotos/afp Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. Ecclestone sagði fyrirspurnir Ferrari-liðsins eftir brasilíska kappaksturinn, um hvort framúrakstur Sebastian Vettel á Jean-Eric Vergne hafi verið lögmætur, hlægilegar og benti á að það væri löngu orðið of seint að hugsa um að kæra. Di Montezemolo skaut hins vegar til baka og fjallaði um háan aldur Bernie og vanhæfi hans til að mæta einstökum aðgerðum. Di Montezemolo lýsti einnig óánægju sinni með að geta ekki gefið ungum ökuþórum tækifæri á æfingum utan keppnishelga. "Ég er ekki nógu ánægður með að fá ekki að reynsluaka og leyfa ungum ökuþórum að spreyta sig," sagði di Montezemolo. "Og, fyrst einhverjir hafa notað orðatiltækið hlægilegt nýlega, þá vil ég benda á að þetta er algerlega hlægilegt." "Já, ég er að tala um Ecclestone en ég stoppa hér því pabbi kenndi mér að virða mér eldri menn. Sérstaklega þegar þeir geta ekki stjórnað orðum sínum." Ferrari segist sátt við útskýringar FIA á því hvers vegna framúrakstur Vettel var leyfilegur, honum hafði verið sýnt grænt ljós áður en hann tók fram úr. "Við fórum einföldustu leiðina að þessu og báðum FIA um að skýra reglurnar í kringum þetta. Við sættum okkur við útskýringarnar eins og við hefðum auðvitað alltaf gert." "Til hamingju Vettel," sagði di Montezemolo enn fremur, "vonandi verðum við í hans stöðu á næsta ári."Ecclestone rífst við di Montezemolo á blaðamannafundi árið 2009 þegar keppnisliðin sögðust ekki ætla að hætta í Formúlu 1. Max Mosley, þá forseti FIA, reynir að stilla til friðar. Formúla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. Ecclestone sagði fyrirspurnir Ferrari-liðsins eftir brasilíska kappaksturinn, um hvort framúrakstur Sebastian Vettel á Jean-Eric Vergne hafi verið lögmætur, hlægilegar og benti á að það væri löngu orðið of seint að hugsa um að kæra. Di Montezemolo skaut hins vegar til baka og fjallaði um háan aldur Bernie og vanhæfi hans til að mæta einstökum aðgerðum. Di Montezemolo lýsti einnig óánægju sinni með að geta ekki gefið ungum ökuþórum tækifæri á æfingum utan keppnishelga. "Ég er ekki nógu ánægður með að fá ekki að reynsluaka og leyfa ungum ökuþórum að spreyta sig," sagði di Montezemolo. "Og, fyrst einhverjir hafa notað orðatiltækið hlægilegt nýlega, þá vil ég benda á að þetta er algerlega hlægilegt." "Já, ég er að tala um Ecclestone en ég stoppa hér því pabbi kenndi mér að virða mér eldri menn. Sérstaklega þegar þeir geta ekki stjórnað orðum sínum." Ferrari segist sátt við útskýringar FIA á því hvers vegna framúrakstur Vettel var leyfilegur, honum hafði verið sýnt grænt ljós áður en hann tók fram úr. "Við fórum einföldustu leiðina að þessu og báðum FIA um að skýra reglurnar í kringum þetta. Við sættum okkur við útskýringarnar eins og við hefðum auðvitað alltaf gert." "Til hamingju Vettel," sagði di Montezemolo enn fremur, "vonandi verðum við í hans stöðu á næsta ári."Ecclestone rífst við di Montezemolo á blaðamannafundi árið 2009 þegar keppnisliðin sögðust ekki ætla að hætta í Formúlu 1. Max Mosley, þá forseti FIA, reynir að stilla til friðar.
Formúla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira