Erlent

Obama ræðir við fjölskyldurnar

Barack Obama þurrkar tár af hvarmi sér í miðri ræðu.
Barack Obama þurrkar tár af hvarmi sér í miðri ræðu. Mynd/AFP

Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsækir í dag bæinn Newtown í Connecticut til að ræða við fjölskyldur þeirra sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook á föstudag. Þá verður hann einnig viðstaddur minningarathöfn sem haldirn verður síðar í dag. Nöfn þeirra tuttugu barna og sex fullorðinna sem létust voru birt í gærkvöldi. Börnin voru öll á aldrinum sex til sjö ára og voru þau öll skotin oftar en einu sinni. Ein kona, starfsmaður skólans liggur særð eftir árásina, en allir aðrir sem urðu fyrir kúlum morðingjans létust á staðnum. Morðinginn, Adam Lanza, myrti móður sína áður en hann ók að skólanum og hóf skothríðina.


Tengdar fréttir

Tíu þúsund manns fórust í skotárásum í Bandaríkjunum í fyrra

Síðastliðin þrjátíu ár hafa orðið 61 skotárás í Bandaríkjunum, þar sem meira en fjórar manneskjur hafa farist. Ellefu af þessum skotárásum hafa orðið í skólum. Skotárásin í Sandy Hook í Newtown í gær, þar sem 26 voru drepnir, er næstmannskæðasta skotárásin á eftir skotárásinni í Virgina Tech skólanum árið 2007. Þar fórust 32.

Lík fannst á heimili manns sem tengdur er árásinni

Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi.

Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown

Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum.

Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn

Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×