Innlent

Ávarp Obama: "Lífið blasti við þeim“

MYND/AP
Barack Obama, Bandaríkjaforseta, ávarpaði blaðamenn í Hvíta húsinu fyrir stuttu. Tilefnið var skotárás í grunnskóla í vesturhluta Connecticut-ríkis þar sem 27 hið minnsta féllu, þar af 18 börn.

„Lífið blasti við þessum börnum. Afmæli, útskrift, brúðkaup og á endanum þeirra eigin börn. En kennarar féllu einnig í þessari hræðilegu árás. Þetta voru einstaklingar sem helguðu líf sitt menntun, nemendum sínum og foreldrum þeirra."

Á síðustu árum hafa nokkrar árásir sem þessar átt sér stað í Bandaríkjunum. Síðast í júlí myrti James Holmes 12 manns í kvikmyndahúsi í bænum Aurora í Colorado. Þar áður létust 33, þar á meðal árásarmaðurinn Seung-Hui Cho, í Tækniháskólanum í Virginíu árið 2007.

„Atburðir sem þessir hafa dunið á okkar þjóð síðustu ár. Nú er tíminn til að grípa til aðgerða. Við verðum að koma í veg fyrir slíka atburði og hugmyndafræðilegur ágreiningur kemur málinu ekki."

„Ómögulegt er að hugga þá sem misst hafa börn sín. En á næstu dögum verðum við sem þjóð að styðja við bakið á íbúum Connecticut og Newtown," sagði Obama að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×