Hrunið gerði ekki öll lán ólögleg Stígur Helgason skrifar 10. desember 2012 17:07 Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður. „Hrun íslensks efnahagslífs breytti ekki öllum lánveitingum í ólögmæta gerninga," sagði Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar, í málflutningsræðu sinni í Vafningsmálinu sem hann lauk við í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Þórður talaði í tæpar tvær klukkustundir. Guðmundur, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, er ákærður ásamt Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, fyrir umboðssvik með því að hafa veitt Milesteone tíu milljarða ólögmætt lán í febrúar 2008. Þórður tók undir það sem fram kom í ræðu Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar, og vísaði til hennar. Í ræðu sinni fór hann hins vegar, líkt og Óttar, afar hörðum orðum um rannsókn málsins. „Fyrir viku síðan hafði sækjandi þessa máls ekki hugmynd um hvað kæmi fram í vitnaleiðslum yfir tíu vitnum," sagði hann, með vísan til þeirra tíu vitna sem gáfu skýrslu í málinu í fyrsta sinn fyrir dómi í síðustu viku. Þórður sagði ljóst að skýringar skjólstæðings hans hefðu aldrei verið teknar til greina við rannsókn málsins. Hann hefði skilað ábendingum í greinargerðarformi en að þeim hefði verið stungið undir stól. „Það þýðir ekki að misbjóða virðulegum héraðsdómi með því að halda öðru fram," sagði Þórður. Enn fremur sagði Þórður að engin gögn í málinu bentu til þess að útborgun peningamarkaðsláns til Milestone 8. febrúar 2008 hefði verið borin undir ákærðu, og raunar ekki útborgun Vafningslánsins eftir helgina heldur. „Þetta bara gerist – algjörlega átómatískt," sagði hann.Bjuggu til glæp sem aldrei var framinn Þórður velti fyrir sér hversu trúverðugt það væri að hinir áhrifamiklu sakborningar í málinu hafi viljað fela lánveitingu til Milestone þegar fyrir liggi að þeir hefðu getað afgreitt slíkt mál sjálfir í fullu samræmi við lög. Sú fullyrðing rímar reyndar ekki við málatilbúnað ákæruvaldsins, sem telur að svo hátt lán til Milestone hefði verið ólöglegt á þessum tíma. „Hvers vegna í ósköpunum ættu þessir einstaklingar að vilja framkvæma eitthvað sem kallar á fimm ár í fangelsi? Þessi saga stenst ekki," sagði Þórður um upplegg sérstaks saksóknara. Hann bætti því við að svo virtist sem ákæruvaldið hefði eytt drjúgum tíma í að búa til glæp sem ekki hafi verið framinn. „Og langur rannsóknartími er auðvitað refsing í sjálfu sér," sagði hann. Hann sagði rannsóknina alla bera með sér að ákærðu væri í raun gert að sanna sakleysi sitt, sem bryti gegn reglunni um réttláta málsmeðferð. „Ég held að það sé alveg ljóst að við ákærðu er ekki að sakast í þessu máli," sagði Þórður, sem færði rök fyrir því að útilokað væri að Guðmundur Hjaltason hefði tekið ákvörðun um lánveitinguna til Milestone. „Ákæruvaldið er að etja saman fólki," sagði Þórður um þau orð Hólmsteins Gauta Sigurðssonar saksóknara að Lárus og Guðmundur hefðu sakað fyrrverandi undirmenn sína um falsanir. Vitnin hefðu mátt þola lítilsvirðandi yfirheyrslur fyrir dómi vegna þess í hve miklu skötulíki rannsóknin hefði verið. Að síðustu sagði Þórður refsikröfur saksóknara mjög ósanngjarnar. Saksóknari fór fram á fimm ára fangelsi yfir Guðmundi og fimm og hálft ár yfir Lárusi. Þórður telur að brotið – ef um brot sé að ræða – rúmist innan refsirammans utan um léttvægari umboðssvik. Réttast teldi hann að skilorðsbinda refsinguna ef til hennar kæmi. Hann sagði málið allt mjög sérstakt og reyna á ýtrasta þanþol réttarríkisins. Nú gefst saksóknara og verjendum kostur á andsvörum. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Hrun íslensks efnahagslífs breytti ekki öllum lánveitingum í ólögmæta gerninga," sagði Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar, í málflutningsræðu sinni í Vafningsmálinu sem hann lauk við í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Þórður talaði í tæpar tvær klukkustundir. Guðmundur, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, er ákærður ásamt Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, fyrir umboðssvik með því að hafa veitt Milesteone tíu milljarða ólögmætt lán í febrúar 2008. Þórður tók undir það sem fram kom í ræðu Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar, og vísaði til hennar. Í ræðu sinni fór hann hins vegar, líkt og Óttar, afar hörðum orðum um rannsókn málsins. „Fyrir viku síðan hafði sækjandi þessa máls ekki hugmynd um hvað kæmi fram í vitnaleiðslum yfir tíu vitnum," sagði hann, með vísan til þeirra tíu vitna sem gáfu skýrslu í málinu í fyrsta sinn fyrir dómi í síðustu viku. Þórður sagði ljóst að skýringar skjólstæðings hans hefðu aldrei verið teknar til greina við rannsókn málsins. Hann hefði skilað ábendingum í greinargerðarformi en að þeim hefði verið stungið undir stól. „Það þýðir ekki að misbjóða virðulegum héraðsdómi með því að halda öðru fram," sagði Þórður. Enn fremur sagði Þórður að engin gögn í málinu bentu til þess að útborgun peningamarkaðsláns til Milestone 8. febrúar 2008 hefði verið borin undir ákærðu, og raunar ekki útborgun Vafningslánsins eftir helgina heldur. „Þetta bara gerist – algjörlega átómatískt," sagði hann.Bjuggu til glæp sem aldrei var framinn Þórður velti fyrir sér hversu trúverðugt það væri að hinir áhrifamiklu sakborningar í málinu hafi viljað fela lánveitingu til Milestone þegar fyrir liggi að þeir hefðu getað afgreitt slíkt mál sjálfir í fullu samræmi við lög. Sú fullyrðing rímar reyndar ekki við málatilbúnað ákæruvaldsins, sem telur að svo hátt lán til Milestone hefði verið ólöglegt á þessum tíma. „Hvers vegna í ósköpunum ættu þessir einstaklingar að vilja framkvæma eitthvað sem kallar á fimm ár í fangelsi? Þessi saga stenst ekki," sagði Þórður um upplegg sérstaks saksóknara. Hann bætti því við að svo virtist sem ákæruvaldið hefði eytt drjúgum tíma í að búa til glæp sem ekki hafi verið framinn. „Og langur rannsóknartími er auðvitað refsing í sjálfu sér," sagði hann. Hann sagði rannsóknina alla bera með sér að ákærðu væri í raun gert að sanna sakleysi sitt, sem bryti gegn reglunni um réttláta málsmeðferð. „Ég held að það sé alveg ljóst að við ákærðu er ekki að sakast í þessu máli," sagði Þórður, sem færði rök fyrir því að útilokað væri að Guðmundur Hjaltason hefði tekið ákvörðun um lánveitinguna til Milestone. „Ákæruvaldið er að etja saman fólki," sagði Þórður um þau orð Hólmsteins Gauta Sigurðssonar saksóknara að Lárus og Guðmundur hefðu sakað fyrrverandi undirmenn sína um falsanir. Vitnin hefðu mátt þola lítilsvirðandi yfirheyrslur fyrir dómi vegna þess í hve miklu skötulíki rannsóknin hefði verið. Að síðustu sagði Þórður refsikröfur saksóknara mjög ósanngjarnar. Saksóknari fór fram á fimm ára fangelsi yfir Guðmundi og fimm og hálft ár yfir Lárusi. Þórður telur að brotið – ef um brot sé að ræða – rúmist innan refsirammans utan um léttvægari umboðssvik. Réttast teldi hann að skilorðsbinda refsinguna ef til hennar kæmi. Hann sagði málið allt mjög sérstakt og reyna á ýtrasta þanþol réttarríkisins. Nú gefst saksóknara og verjendum kostur á andsvörum.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira