Vill fimm og hálfs árs fangelsi yfir Lárusi Welding Stígur Helgason skrifar 10. desember 2012 11:35 Saksóknari krefst fimm og hálfs árs fangelsis yfir Lárusi Welding. Saksóknarinn í svonefndu Vafningsmáli fer fram á fimm og hálfs ár fangelsisdóm yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og fimm ára dóm yfir Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Saksóknarinn, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, lauk rétt í þessu rúmlega tveggja klukkustunda langri málflutningsræðu sinni. Hólmsteinn sagði að málið snerist um gríðarlega fjármuni á hvaða mælikvarða sem væri, eða tíu milljarða. Vafalaust væri að langstærstur hluti fjárins væri tapaður. Þótt Lárus og Guðmundur hafi ekki auðgast persónulega, og ásetningur þeirra ekki staðið til þess, væri brotið stórfellt. Hann sagði málið fordæmalaust sökum fjárhæðanna sem um væri að tefla og vísaði til Exeter-máls sérstaks saksóknara, sem snerist um umboðssvik upp á um einn milljarð. Þar fengu Jón Þorsteinn Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson fjögurra og hálfs árs fangelsisdóma. Hólmsteinn sagði óumdeilt að tíu milljarða lánið sem ákært er fyrir hafi átt að vera Milestone til hagsbóta, óháð því hvaða "formflækjur" hafi verið framkvæmdar til að dylja þá staðreynd að lánið hafi átt að renna til Milestone. Lárus og Guðmundur, tveir af æðstu stjórnendum bankans, hafi verið í lykilhlutverki í þeirri fléttu."Ég vona að við séum hér staddir í sama málinu" Í kjölfarið varði Hólmsteinn nokkru púðri í að rökstyðja að Vafningur, sem átti upphaflega að taka við láninu og fékk það raunar eftir að það hafði legið inni á reikningi Milestone yfir helgi, hafi í raun verið hluti af Milestone-samstæðunni. Hólmsteinn sagði að Vafningur hefði aðeins verið skel til að fara í kringum almennar lánareglur. Skúli Magnússon, einn þriggja dómara í málinu, greip fram í fyrir sækjandanum í miðjum þessum rökstuðningi og spurði hvaða máli þetta skipti fyrst ekki væri ákært fyrir lánveitingu til Vafnings. Hann spurði jafnframt hvernig stæði yfirleitt á því að ekki væri ákært fyrir lánið til Vafnings, úr því að sækjandinn væri farinn að flytja slíkt mál. "Ég vona að við séum hér staddir í sama málinu og ég sé ekki með vitlausa ákæru," sagði Skúli. Hólmsteinn svaraði því til að hann teldi þetta atriði hafa þýðingu í málinu og var fljótlega leyft að halda áfram með ræðu sína.Ótrúverðugur framburður ákærðu Hólmsteinn sagði óumdeilt að Lárus og Guðmundur hefðu undirritað þau skjöl sem þurfti til að heimila lánveitingu til Milestone og að sá framburður væri ótrúverðugur að undirmenn þeirra hefðu falsað skjöl án þeirrar vitundar. Enn fremur sagði hann mjög ótrúverðugt að ákærðu hefðu ekki vitað að lánið hefði runnið til Milestone í stað Vafnings fyrr en við skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara tveimur árum síðar. Því til stuðnings benti Hólmsteinn á tölvupóst sem Guðmundi barst síðdegis föstudaginn 8. febrúar, daginn sem lánið var veitt, sem innihéldi staðfestingu á því að Milestone hefði verið lánað, ekki Vafningi. Hólmsteinn sagði beinlínis sannað að Lárus og Guðmundur hefðu tekið þessa ákvörðun, sem hafi verið í andstöðu við lánareglur bankans og með henni hafi fjármunum bankans verið stefnt í stórfellda hættu. Því til stuðnings hefði enn sem komið væri ekkert fengist upp í lánið sem að endingu rann til Vafnings. "Er sækjandinn að halda því fram að peningamarkaðslánið til Milestone hafi ekki verið greitt upp 12. febrúar 2008?" spurði þá Skúli Magnússon. Hólmsteinn benti á móti á samhengið við lánveitinguna til Vafnings eftir helgina – sem ekki er ákært fyrir. Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, flytur nú mál sitt. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Saksóknarinn í svonefndu Vafningsmáli fer fram á fimm og hálfs ár fangelsisdóm yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og fimm ára dóm yfir Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Saksóknarinn, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, lauk rétt í þessu rúmlega tveggja klukkustunda langri málflutningsræðu sinni. Hólmsteinn sagði að málið snerist um gríðarlega fjármuni á hvaða mælikvarða sem væri, eða tíu milljarða. Vafalaust væri að langstærstur hluti fjárins væri tapaður. Þótt Lárus og Guðmundur hafi ekki auðgast persónulega, og ásetningur þeirra ekki staðið til þess, væri brotið stórfellt. Hann sagði málið fordæmalaust sökum fjárhæðanna sem um væri að tefla og vísaði til Exeter-máls sérstaks saksóknara, sem snerist um umboðssvik upp á um einn milljarð. Þar fengu Jón Þorsteinn Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson fjögurra og hálfs árs fangelsisdóma. Hólmsteinn sagði óumdeilt að tíu milljarða lánið sem ákært er fyrir hafi átt að vera Milestone til hagsbóta, óháð því hvaða "formflækjur" hafi verið framkvæmdar til að dylja þá staðreynd að lánið hafi átt að renna til Milestone. Lárus og Guðmundur, tveir af æðstu stjórnendum bankans, hafi verið í lykilhlutverki í þeirri fléttu."Ég vona að við séum hér staddir í sama málinu" Í kjölfarið varði Hólmsteinn nokkru púðri í að rökstyðja að Vafningur, sem átti upphaflega að taka við láninu og fékk það raunar eftir að það hafði legið inni á reikningi Milestone yfir helgi, hafi í raun verið hluti af Milestone-samstæðunni. Hólmsteinn sagði að Vafningur hefði aðeins verið skel til að fara í kringum almennar lánareglur. Skúli Magnússon, einn þriggja dómara í málinu, greip fram í fyrir sækjandanum í miðjum þessum rökstuðningi og spurði hvaða máli þetta skipti fyrst ekki væri ákært fyrir lánveitingu til Vafnings. Hann spurði jafnframt hvernig stæði yfirleitt á því að ekki væri ákært fyrir lánið til Vafnings, úr því að sækjandinn væri farinn að flytja slíkt mál. "Ég vona að við séum hér staddir í sama málinu og ég sé ekki með vitlausa ákæru," sagði Skúli. Hólmsteinn svaraði því til að hann teldi þetta atriði hafa þýðingu í málinu og var fljótlega leyft að halda áfram með ræðu sína.Ótrúverðugur framburður ákærðu Hólmsteinn sagði óumdeilt að Lárus og Guðmundur hefðu undirritað þau skjöl sem þurfti til að heimila lánveitingu til Milestone og að sá framburður væri ótrúverðugur að undirmenn þeirra hefðu falsað skjöl án þeirrar vitundar. Enn fremur sagði hann mjög ótrúverðugt að ákærðu hefðu ekki vitað að lánið hefði runnið til Milestone í stað Vafnings fyrr en við skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara tveimur árum síðar. Því til stuðnings benti Hólmsteinn á tölvupóst sem Guðmundi barst síðdegis föstudaginn 8. febrúar, daginn sem lánið var veitt, sem innihéldi staðfestingu á því að Milestone hefði verið lánað, ekki Vafningi. Hólmsteinn sagði beinlínis sannað að Lárus og Guðmundur hefðu tekið þessa ákvörðun, sem hafi verið í andstöðu við lánareglur bankans og með henni hafi fjármunum bankans verið stefnt í stórfellda hættu. Því til stuðnings hefði enn sem komið væri ekkert fengist upp í lánið sem að endingu rann til Vafnings. "Er sækjandinn að halda því fram að peningamarkaðslánið til Milestone hafi ekki verið greitt upp 12. febrúar 2008?" spurði þá Skúli Magnússon. Hólmsteinn benti á móti á samhengið við lánveitinguna til Vafnings eftir helgina – sem ekki er ákært fyrir. Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, flytur nú mál sitt.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira