Williams tekur einnig þátt í þessu kynningarátaki en það fylgir ekki sögunni að hún hafi gefið leyfi fyrir þessu uppátæki. Williams hefur haft yfirburði í þeim viðureignum sem hún hefur mætt Wozniaki en sú bandaríska hefur fagnað sigri fimm sinnum í alls sex viðureignum þeirra.
Norður-írski kylfingurinn, Rory McIlroy, sem er unnusti Wozniaki var á meðal áhorfenda en hann er í efsta sæti heimslistans í golfi.
Sharapova hafði betur í þessum sýningarleik – 6-2, 7-6.



