Tíska og hönnun
Hannaði heila skólínu
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar skólína Sigrúnar Lilju Guðjónsdóttur var kynnt í Hagkaup Smáralind á dögunum. ,,Ég er afar ánægð með þetta samstarf og það hefur verið virkilega ánægjulegt að vinna þetta með þessu frábæra fólki sem starfa hjá Hagkaup. Það er alltaf gaman að sjá nýjasta afkvæmið sitt fæðast og hefur því verið mikil spenna fyrir því að kynna línuna til leiks," sagði Sigrún Lilja. ,,Þegar ég fór af stað þá hugsaði ég þetta sem blöndu af jólaskóm, fínum öklaskóm og fallegum öklastígvélum fyrir veturinn. Mig langaði að línan myndi höfða til sem flestra kvenna og ég er gríðarlega ánægð með afraksturinn. Skórnir eru allt í senn fallegir, þægilegir og á góðu verði," sagði Sigrún Lilja spurð um skólínuna.