Innlent

Mögulegt að Vilborg Arna verði ekki ein um Jólin

Mynd/lifsspor.is
Vilborg Arna Gissurardóttir, sem nú stefnir á Suðurpólinn, er á góðu skriði nú þegar landar hennar eru á lokametrum jólaundirbúningsins. Til marks um yfirferð Vilborgar er að hún nálgast nú óðum annan Suðurpólsfara sem lagði af stað 17 dögum á undan henni.

Þar er á ferðinni Bandaríkjamaðurinn Aaron Lindsau en báðir þessir pólfarar hafa einsett sér að ganga einir á pólinn og án utanaðkomandi aðstoðar.

Það er væntanlega hvorugu þeirra mjög að skapi að hittast á þessu ferðalagi sínu, en svo gæti þó allt eins farið ef sami skriður verður á Vilborgu og verið hefur síðustu daga.

Vilborg, sem er á göngu sinni í þágu Lífs styrktarfélags, sem berst fyrir betri aðbúnaði á Kvennadeild Landspítalans, hefur nú lagt að baki um 680 km af 1140 km leið sinni. Nú þegar jólin ganga í garð er líklega um 30 gráðu frost á slóðum Vilborgar, en reyndar hefur hitamælir hennar verið bilaður síðustu daga af óljósum ástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×