Lífið

Völva 2013: Olíuleit hefst

Olíuleit verður að veruleika

Olíuleit úti fyrir Norðausturlandi verður að veruleika og miklar framkvæmdir í þá veru hefjast á árinu. Ekki finnst þó olía á árinu en borun og rannsóknir gefa tilefni til bjartsýni. Þá kemur einnig upp umræða um álver á Bakka. Það verður bara umræðan þetta árið en húsnæði mun hækka á þessum slóðum og athafnasemi manna aukast í takt við olíuleitina.

Erlendum stúdentum fjölgar

Menntamálaráðherrann hefur sig lítið í frammi en nýr ráðherra í þeim málaflokki á eftir að breyta ýmsu til betri vegar. Þó verða engar afgerandi breytingar á árinu 2013.

Erlendir stúdentar sækjast enn mjög eftir að hefja nám í íslenskum háskólum og mun þeim fjölga mikið á árinu. Verður uppi hávær umræða um að hækka gjöld til náms í háskólum landsins og kemst það í framkvæmd að einhverju leyti.

Völva 2013: Spaugstofan hættir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×