Lífið

Völva 2013: Spaugstofan hættir

Spaugstofan hættir

Spaugstofan er held ég að hætta í núverandi mynd. Þar er ósamkomulag en Örn Árnason heldur áfram ásamt einum félaga sem ég get ekki sagt hver er og þeir búa til nýja "stofu".

Borgarleikhússtjóri hættir

Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri mun eiga gott ár en ég held að hann muni hætta í Borgarleikhúsinu seinni hluta ársins og hverfa til annarra starfa. Hann er fær í flestan sjó.

Einkalíf Þjóðleikhússtjóra blómstrar

Tinna Gunnlaugsdóttir heldur áfram í Þjóðleikhúsinu og er nú vaxandi. Hún hefur átt erfitt undanfarið þótt ekki hafi það komið fyrir sjónir almennings, en nú er að birta til hjá henni. Einkalífið verður mjög gott hjá henni á árinu.

Stórt skref í íbúðamálum

Mál Íbúðalánasjóðs verða fyrirferðarmikil á árinu. Þar verður stigið stórt skref í átt til breytinga sem mér sýnist verða til þess að ungt fólk og fólk sem missti húsnæði kemst á einhvers konar kaupleigu, ekki ósvipað og gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Það lægir ýmsar öldur en gerir heila stétt manna – fasteignasala – ólíkt vinnuminni en verið hefur lengi.

Einkum verða lífeyrissjóðirnir teknir til alvöru endurskoðunar. Þar eru samt mörg ljón í veginum. Ýmiss konar hagsmunaaðilar sem ekki vilja láta hrófla við neinu af ótta við maðkana sem leynast undir steini þar, eins og víða annars staðar í fjármálaheiminum. Þar á eftir að koma upp stórhneykslismál á árinu. Það mál snertir nokkuð marga.

Völvusíða Lífsins 2013 - sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.