Kjósum fulltrúa innflytjenda! Toshiki Toma skrifar 3. ágúst 2012 06:00 Í tilefni af fyrsta Fjölmenningarþingi árið 2010 voru kosningar til Fjölmenningarráðs haldnar af Reykjavíkurborg. Tilgangur ráðsins var að brúa bilið á milli innflytjenda og stjórnsýslu borgarinnar. Sjö einstaklingar voru kosnir sem ,,raddir“ innflytjenda í borginni. Það voru aðeins tvö skilyrði til að taka þátt í kosningunum. Annað var að viðkomandi væri innflytjandi af fyrstu kynslóð og hitt var að viðkomandi ætti lögheimili í borginni. Niðurstaða kosninganna kom á óvart því enginn frá ESB-löndum fékk sæti og ekki heldur Pólverjar sem voru fleiri en 3.000 íbúar borgarinnar. Þessi tilraun var án fordæmis og því var bent á nokkur atriði eftir kosningarnar. T.d. voru kosningarnar ekki vel auglýstar fyrir innflytjendum og skoðanir frambjóðenda voru ekki nægilega vel kynntar. Reykjavíkurborg ætlar að halda kosningar til Fjölmenningarráðs í október nk. í annað skipti og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar endurskoðar nú framkvæmd kosninganna. Því er það tímabært að við innflytjendur veitum skrifstofunni hugmyndir okkar til aðstoðar. Mér finnst mikilvægt að fjölbreytileiki innflytjenda endurspeglist í Fjölmenningarráði. Við innflytjendur erum ekki einsleitur hópur og erum með mismunandi bakgrunn þjóðernislega, menningarlega, trúarlega o.s.frv. Þá sitjum við ekki öll við sama borð hvað varðar lagaleg réttindi. Sérstaklega skiptir það máli varðandi ýmis réttindi hérlendis hvort innflytjandi sé frá ESB/EES-svæðinu eða ekki. Þess vegna tel ég það vera eðlilegt að taka þetta atriði fram þegar við ræðum um fjölbreytileika í Fjölmenningarráði. Tillaga mín er að nota ,,kvótakerfi“ í kosningunum. Segjum að það séu sjö sæti í ráðinu. Hámark fyrir báða hópa eru fjórir. Þegar atkvæði eru talin, ef ESB innflytjendur fá fjögur sæti fyrst, fara þau sæti sem eftir eru til utan-ESB innflytjenda. Að sjálfsögðu getur öfug staða komið upp. Ég held enn fremur að sama kerfi skuli gilda um kynjajafnvægi. Sem sagt, hvort kyn getur ekki haft fleiri en fjögur sæti. Þetta er mjög einfalt kerfi, en samt mun það tryggja jafnvægi a.m.k. milli ESB-innflytjenda og utan þess, jafnt á milli karla og kvenna. Það munu vera fleiri atriði sem þarf að ræða. Það er einlæg ósk mín að sem flestir innflytjendur hafi virkan áhuga á kosningunum og gefi borginni hugmyndir sínar til að gera þær árangursríkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af fyrsta Fjölmenningarþingi árið 2010 voru kosningar til Fjölmenningarráðs haldnar af Reykjavíkurborg. Tilgangur ráðsins var að brúa bilið á milli innflytjenda og stjórnsýslu borgarinnar. Sjö einstaklingar voru kosnir sem ,,raddir“ innflytjenda í borginni. Það voru aðeins tvö skilyrði til að taka þátt í kosningunum. Annað var að viðkomandi væri innflytjandi af fyrstu kynslóð og hitt var að viðkomandi ætti lögheimili í borginni. Niðurstaða kosninganna kom á óvart því enginn frá ESB-löndum fékk sæti og ekki heldur Pólverjar sem voru fleiri en 3.000 íbúar borgarinnar. Þessi tilraun var án fordæmis og því var bent á nokkur atriði eftir kosningarnar. T.d. voru kosningarnar ekki vel auglýstar fyrir innflytjendum og skoðanir frambjóðenda voru ekki nægilega vel kynntar. Reykjavíkurborg ætlar að halda kosningar til Fjölmenningarráðs í október nk. í annað skipti og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar endurskoðar nú framkvæmd kosninganna. Því er það tímabært að við innflytjendur veitum skrifstofunni hugmyndir okkar til aðstoðar. Mér finnst mikilvægt að fjölbreytileiki innflytjenda endurspeglist í Fjölmenningarráði. Við innflytjendur erum ekki einsleitur hópur og erum með mismunandi bakgrunn þjóðernislega, menningarlega, trúarlega o.s.frv. Þá sitjum við ekki öll við sama borð hvað varðar lagaleg réttindi. Sérstaklega skiptir það máli varðandi ýmis réttindi hérlendis hvort innflytjandi sé frá ESB/EES-svæðinu eða ekki. Þess vegna tel ég það vera eðlilegt að taka þetta atriði fram þegar við ræðum um fjölbreytileika í Fjölmenningarráði. Tillaga mín er að nota ,,kvótakerfi“ í kosningunum. Segjum að það séu sjö sæti í ráðinu. Hámark fyrir báða hópa eru fjórir. Þegar atkvæði eru talin, ef ESB innflytjendur fá fjögur sæti fyrst, fara þau sæti sem eftir eru til utan-ESB innflytjenda. Að sjálfsögðu getur öfug staða komið upp. Ég held enn fremur að sama kerfi skuli gilda um kynjajafnvægi. Sem sagt, hvort kyn getur ekki haft fleiri en fjögur sæti. Þetta er mjög einfalt kerfi, en samt mun það tryggja jafnvægi a.m.k. milli ESB-innflytjenda og utan þess, jafnt á milli karla og kvenna. Það munu vera fleiri atriði sem þarf að ræða. Það er einlæg ósk mín að sem flestir innflytjendur hafi virkan áhuga á kosningunum og gefi borginni hugmyndir sínar til að gera þær árangursríkar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar