Ofbeldi vegur þyngra en níð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. mars 2012 08:00 KSÍ hefur í áraraðir tekið þátt í átakinu "Leikur án fordóma”. Formaður KSÍ segir að þörf sé á meiri fræðslu í þessum málum. fótboltiAlvarlegt atvik átti sér stað í 3. flokks-leik KR og Leiknis á dögunum. Þá varð leikmaður KR uppvís að alvarlegu kynþáttaníði er hann kallaði leikmann Leiknis „helvítis negrakúk". Leiknismaðurinn brást illa við og gekk í kjölfarið í skrokk á KR-ingnum. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir og dæmdi KR-inginn í þriggja leikja bann en Leiknismaðurinn fékk sex leikja bann. Það sættu Leiknismenn sig illa við. Þeim fannst eðlilegt að sinn maður hefði fengið sex leikja bann en fannst aga- og úrskurðarnefndin setja slæmt fordæmi með því að dæma KR-inginn aðeins í þriggja leikja bann fyrir kynþáttaníðið. Fréttablaðið setti sig í samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og spurði um hans álit á þessu máli. „Það er alltaf verið að tala um væga refsingu en við hvað erum við eiginlega að miða? Við erum að tala um 15 ára unglinga í þessu tilviki. Ég set ekki aganefndinni reglur en stjórnin getur samt ákveðið að þyngja almenn viðurlög. Þriggja leikja bann í 8-10 leikja móti verður að teljast þung refsing," sagði Geir en margir eru á því að þessi dómur gefi engu að síður slæmt fordæmi. Að aganefndin taki kynþáttaníð ekki nógu alvarlega. „Mér finnst það ekki. Í fyrstu lagi eru þarna ungir leikmenn sem verða að læra af gjörðum sínum. Þeir sem hafa umsjón með þeim verða að beina þeim inn á réttar brautir. Það getur enginn tekið lögin í sínar hendur í knattspyrnunni né samfélaginu. Þarna átti sér stað gróft atvik á báða kanta," sagði Geir og bætti við. „Eru móðgandi ummæli eða níð stiginu lægra heldur en ofbeldi? Mér sýnist það vera augljóst í þessum dómi að líkamlegt ofbeldi vegur þyngra heldur en níð." Íslenskt samfélag hefur á síðustu árum orðið meira fjölþjóðasamfélag og Geir segist gera sér grein fyrir því að það bjóði upp á að atvikum þar sem kynþáttaníð komi við sögu muni fjölga. Mun KSÍ engu að síður reyna að beita sér á einhvern hátt til þess að útrýma þessu meini úr íþróttinni? „Við höfum verið að vinna í þessa átt og unnið að slíkum átökum undir formerkjunum: Leikur án fordóma. Við höfum verið að reyna að spyrna við fótum og þessum málum gæti vissulega fjölgað. Við verðum því að leggja meiri áherslu á fræðslu á þessum vettvangi. Það hafa verið slík atvik í gegnum tíðina en þau hafa sem betur fer ekki verið mörg," segir Geir en þarf ekki að byrgja brunninn áður en barnið er fallið ofan í? „Algjörlega. Við höfum gefið út bæklinga á nokkrum tungumálum til ungra iðkenda sem og forráðamanna. Öll fræðsla er nauðsynleg. Þetta mál er sífellt til umfjöllunar um allan heim. Þetta snýr samt ekki bara að fótboltanum heldur er þetta samfélagslegt verkefni. Það má samt vel vera að við þurfum að skoða okkar mál betur og bæta í." Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira
fótboltiAlvarlegt atvik átti sér stað í 3. flokks-leik KR og Leiknis á dögunum. Þá varð leikmaður KR uppvís að alvarlegu kynþáttaníði er hann kallaði leikmann Leiknis „helvítis negrakúk". Leiknismaðurinn brást illa við og gekk í kjölfarið í skrokk á KR-ingnum. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir og dæmdi KR-inginn í þriggja leikja bann en Leiknismaðurinn fékk sex leikja bann. Það sættu Leiknismenn sig illa við. Þeim fannst eðlilegt að sinn maður hefði fengið sex leikja bann en fannst aga- og úrskurðarnefndin setja slæmt fordæmi með því að dæma KR-inginn aðeins í þriggja leikja bann fyrir kynþáttaníðið. Fréttablaðið setti sig í samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og spurði um hans álit á þessu máli. „Það er alltaf verið að tala um væga refsingu en við hvað erum við eiginlega að miða? Við erum að tala um 15 ára unglinga í þessu tilviki. Ég set ekki aganefndinni reglur en stjórnin getur samt ákveðið að þyngja almenn viðurlög. Þriggja leikja bann í 8-10 leikja móti verður að teljast þung refsing," sagði Geir en margir eru á því að þessi dómur gefi engu að síður slæmt fordæmi. Að aganefndin taki kynþáttaníð ekki nógu alvarlega. „Mér finnst það ekki. Í fyrstu lagi eru þarna ungir leikmenn sem verða að læra af gjörðum sínum. Þeir sem hafa umsjón með þeim verða að beina þeim inn á réttar brautir. Það getur enginn tekið lögin í sínar hendur í knattspyrnunni né samfélaginu. Þarna átti sér stað gróft atvik á báða kanta," sagði Geir og bætti við. „Eru móðgandi ummæli eða níð stiginu lægra heldur en ofbeldi? Mér sýnist það vera augljóst í þessum dómi að líkamlegt ofbeldi vegur þyngra heldur en níð." Íslenskt samfélag hefur á síðustu árum orðið meira fjölþjóðasamfélag og Geir segist gera sér grein fyrir því að það bjóði upp á að atvikum þar sem kynþáttaníð komi við sögu muni fjölga. Mun KSÍ engu að síður reyna að beita sér á einhvern hátt til þess að útrýma þessu meini úr íþróttinni? „Við höfum verið að vinna í þessa átt og unnið að slíkum átökum undir formerkjunum: Leikur án fordóma. Við höfum verið að reyna að spyrna við fótum og þessum málum gæti vissulega fjölgað. Við verðum því að leggja meiri áherslu á fræðslu á þessum vettvangi. Það hafa verið slík atvik í gegnum tíðina en þau hafa sem betur fer ekki verið mörg," segir Geir en þarf ekki að byrgja brunninn áður en barnið er fallið ofan í? „Algjörlega. Við höfum gefið út bæklinga á nokkrum tungumálum til ungra iðkenda sem og forráðamanna. Öll fræðsla er nauðsynleg. Þetta mál er sífellt til umfjöllunar um allan heim. Þetta snýr samt ekki bara að fótboltanum heldur er þetta samfélagslegt verkefni. Það má samt vel vera að við þurfum að skoða okkar mál betur og bæta í."
Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira