Fjórir ákærðir fyrir umboðssvik 14. desember 2012 00:01 Ákærður Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum stjórnarformaður og aðaleigandi FL Group, sem var stærsti eigandi Glitnis við fall bankans, er sá eini hinna ákærðu í málinu sem starfaði ekki hjá Glitni. fréttablaðið/hörður Sérstakur saksóknari gaf á miðvikudag út ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni í svokölluðu Aurum Holding-máli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snúast ákærurnar um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Lárus og Magnús eru ákærðir sem aðalmenn en Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn. Réttarstöðu Pálma Haraldssonar hefur verið breytt í réttarstöðu vitnis. Hann hafði um tíma réttarstöðu sakbornings. Við þeim brotum sem ákært er fyrir getur legið allt að sex ára fangelsisdómur. Þetta er í annað sinn sem Lárus Welding er ákærður fyrir meint umboðssvik. Í byrjun þessarar viku lauk málarekstri í hinu svokallaða Vafningsmáli þar sem farið er fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir honum vegna umboðssvika. Niðurstöðu í því máli er að vænta 28. desember næstkomandi.Tveir milljarðar til Pálma og Jóns Rannsókn málsins hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Þann 16. nóvember 2010 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara húsleitir á fjölmörgum stöðum, handtók menn og boðaði aðra til yfirheyrslu vegna fimm sundurgreindra mála sem tengjast Glitni sem það var með til rannsóknar. Á meðal þeirra mála var sex milljarða króna lánveiting Glitnis til FS38 ehf., félags í eigu Pálma Haraldssonar, í júlí 2008. Lánið var notað til að kaupa eignarhlut Fons, sem var einnig í eigu Pálma, í Aurum Holding, sem á bresku verslanakeðjurnar Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Eftir að lánið var greitt út notaði FS38 fjóra milljarða króna af því til að gera upp vanskil Pálma Haraldssonar en tveir milljarðar króna voru færðir inn á hlaupareikning Fons. Þaðan var einn milljarður króna færður inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Samkvæmt tölvupósti sem Pálmi sendi starfsmönnum Glitnis við undirbúning lánveitingarinnar átti afgangur hennar að vera frír „til ráðstöfunar fyrir Fons“. Það var um einn milljarður króna. Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni og þjónustaði meðal annars félög í eigu Jóns Ásgeirs, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis og sat í áhættunefnd hans, komu báðir að veitingu lánsins til FS38. Selt aftur til Glitnis fyrir krónu Samhliða lánasamningnum gerðu Glitnir og Fons með sér samning um sölurétt Fons á FS38 til Glitnis á eina krónu. Þann 30. desember 2008 tilkynnti Fons um að félagið hygðist nýta sér þennan sölurétt. Þannig komst FS38 í eigu Glitnis sem sat uppi með sex milljarða króna lánið og hlutabréfin í Aurum sem keypt höfðu verið. Þegar lánið var á gjalddaga í júlí 2009 var ekki hægt að greiða það. Slitastjórn Glitnis hefur metið virði Aurum-bréfanna á þeim tíma sem ekkert. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þeirra milljarða sem greiddir voru til Pálma hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í mars 2011 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara umfangsmikla húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, og lagði meðal annars hald á gögn sem tengdust þeirri millifærslu. Tæpt ár tók að fá þau gögn afhent frá lúxemborgskum yfirvöldum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skiptu þessi gögn miklu máli fyrir rannsókn Aurum-málsins. Rannsóknarfasa málsins lauk fyrir þó nokkru síðan en dregist hefur að taka ákvörðun um hvort ákæra ætti og hverja. Aurum Holding málið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Sérstakur saksóknari gaf á miðvikudag út ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni í svokölluðu Aurum Holding-máli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snúast ákærurnar um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Lárus og Magnús eru ákærðir sem aðalmenn en Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn. Réttarstöðu Pálma Haraldssonar hefur verið breytt í réttarstöðu vitnis. Hann hafði um tíma réttarstöðu sakbornings. Við þeim brotum sem ákært er fyrir getur legið allt að sex ára fangelsisdómur. Þetta er í annað sinn sem Lárus Welding er ákærður fyrir meint umboðssvik. Í byrjun þessarar viku lauk málarekstri í hinu svokallaða Vafningsmáli þar sem farið er fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir honum vegna umboðssvika. Niðurstöðu í því máli er að vænta 28. desember næstkomandi.Tveir milljarðar til Pálma og Jóns Rannsókn málsins hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Þann 16. nóvember 2010 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara húsleitir á fjölmörgum stöðum, handtók menn og boðaði aðra til yfirheyrslu vegna fimm sundurgreindra mála sem tengjast Glitni sem það var með til rannsóknar. Á meðal þeirra mála var sex milljarða króna lánveiting Glitnis til FS38 ehf., félags í eigu Pálma Haraldssonar, í júlí 2008. Lánið var notað til að kaupa eignarhlut Fons, sem var einnig í eigu Pálma, í Aurum Holding, sem á bresku verslanakeðjurnar Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Eftir að lánið var greitt út notaði FS38 fjóra milljarða króna af því til að gera upp vanskil Pálma Haraldssonar en tveir milljarðar króna voru færðir inn á hlaupareikning Fons. Þaðan var einn milljarður króna færður inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Samkvæmt tölvupósti sem Pálmi sendi starfsmönnum Glitnis við undirbúning lánveitingarinnar átti afgangur hennar að vera frír „til ráðstöfunar fyrir Fons“. Það var um einn milljarður króna. Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni og þjónustaði meðal annars félög í eigu Jóns Ásgeirs, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis og sat í áhættunefnd hans, komu báðir að veitingu lánsins til FS38. Selt aftur til Glitnis fyrir krónu Samhliða lánasamningnum gerðu Glitnir og Fons með sér samning um sölurétt Fons á FS38 til Glitnis á eina krónu. Þann 30. desember 2008 tilkynnti Fons um að félagið hygðist nýta sér þennan sölurétt. Þannig komst FS38 í eigu Glitnis sem sat uppi með sex milljarða króna lánið og hlutabréfin í Aurum sem keypt höfðu verið. Þegar lánið var á gjalddaga í júlí 2009 var ekki hægt að greiða það. Slitastjórn Glitnis hefur metið virði Aurum-bréfanna á þeim tíma sem ekkert. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þeirra milljarða sem greiddir voru til Pálma hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í mars 2011 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara umfangsmikla húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, og lagði meðal annars hald á gögn sem tengdust þeirri millifærslu. Tæpt ár tók að fá þau gögn afhent frá lúxemborgskum yfirvöldum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skiptu þessi gögn miklu máli fyrir rannsókn Aurum-málsins. Rannsóknarfasa málsins lauk fyrir þó nokkru síðan en dregist hefur að taka ákvörðun um hvort ákæra ætti og hverja.
Aurum Holding málið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira