NBA í nótt: Carmelo fór á kostum - Lakers tapaði fjórða leiknum í röð 14. desember 2012 09:24 Carmelo Anthony fór á kostum og skoraði 30 stig í leiknum fyrir New York þrátt fyrir að hafa aðeins leikið í 22 mínútur af alls 48. AP New York Knicks hafði betur í stórleik NBA deildarinnar í nótt þegar liðið lagði LA Lakers 116-107. Carmelo Anthony fór á kostum og skoraði 30 stig í leiknum fyrir New York þrátt fyrir að hafa aðeins leikið í 22 mínútur af alls 48. Anthony snéri sig á ökkla í fyrri hálfleik en hann skoraði alls 20 stig í fyrsta leikhluta. Gengi Lakers undir stjórn Mike D'Antoni, þjálfara Lakers, hefur alls ekki verið gott. Hann var áður þjálfari New York og var þetta í fyrsta sinn sem hann stýrir liði í Madison Square Garden frá því hann hætti þar störfum. D'Antoni tók við Lakers eftir að Mike Brown var rekinn eftir fimmta deildarleik liðsins á tímabilinu. Þetta var áttundi sigurleikur New York af síðustu níu og liðið hefur enn ekki tapað leik á heimavelli eftir 9 leiki þar. New York hefur ekki byrjað eins vel á heimavelli frá tímabilinu 1992-1993. Lakers lék án þeirra Steve Nash og Pau Gasol en þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð. Lakers hefur aðeins unnið 9 leiki á þessari leiktíð og tapað 14. Raymond Felton skoraði 19 stig fyrir New York, Tyson Chandler og J.R. Smith skoruðu 18 stig hvor fyrir New York. Kobe Bryant skoraði 31 stig og tók 10 fráköst fyrir Lakers, Metta World Peace skoraði 23 og Dwight Howard skoraði 20.Atlanta – Charlotte 113-90 Devin Harris skoraði 20 stig fyrir Atlanta, Josh Smith bætti við 18 fyrir heimamenn. Charlotte hefur nú tapað 10 leikjum í röð en liðið var með slakasta árangur allra liða í deildinni á síðustu leiktíð. Gerald Henderson skoraði 17 stig fyrir Charlotte og Ramon Sessions bætti við 16 fyrir gestina.Portland – San Antonio 98-90 Nýliðinn Damian Lillard skoraði 29 stig fyrir Portland. San Antonio tapaði sínum öðrum leik í röð en liðið hefur aðeins tapað 6 leikjum á tímabilinu. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir San Antonio. NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
New York Knicks hafði betur í stórleik NBA deildarinnar í nótt þegar liðið lagði LA Lakers 116-107. Carmelo Anthony fór á kostum og skoraði 30 stig í leiknum fyrir New York þrátt fyrir að hafa aðeins leikið í 22 mínútur af alls 48. Anthony snéri sig á ökkla í fyrri hálfleik en hann skoraði alls 20 stig í fyrsta leikhluta. Gengi Lakers undir stjórn Mike D'Antoni, þjálfara Lakers, hefur alls ekki verið gott. Hann var áður þjálfari New York og var þetta í fyrsta sinn sem hann stýrir liði í Madison Square Garden frá því hann hætti þar störfum. D'Antoni tók við Lakers eftir að Mike Brown var rekinn eftir fimmta deildarleik liðsins á tímabilinu. Þetta var áttundi sigurleikur New York af síðustu níu og liðið hefur enn ekki tapað leik á heimavelli eftir 9 leiki þar. New York hefur ekki byrjað eins vel á heimavelli frá tímabilinu 1992-1993. Lakers lék án þeirra Steve Nash og Pau Gasol en þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð. Lakers hefur aðeins unnið 9 leiki á þessari leiktíð og tapað 14. Raymond Felton skoraði 19 stig fyrir New York, Tyson Chandler og J.R. Smith skoruðu 18 stig hvor fyrir New York. Kobe Bryant skoraði 31 stig og tók 10 fráköst fyrir Lakers, Metta World Peace skoraði 23 og Dwight Howard skoraði 20.Atlanta – Charlotte 113-90 Devin Harris skoraði 20 stig fyrir Atlanta, Josh Smith bætti við 18 fyrir heimamenn. Charlotte hefur nú tapað 10 leikjum í röð en liðið var með slakasta árangur allra liða í deildinni á síðustu leiktíð. Gerald Henderson skoraði 17 stig fyrir Charlotte og Ramon Sessions bætti við 16 fyrir gestina.Portland – San Antonio 98-90 Nýliðinn Damian Lillard skoraði 29 stig fyrir Portland. San Antonio tapaði sínum öðrum leik í röð en liðið hefur aðeins tapað 6 leikjum á tímabilinu. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir San Antonio.
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira