Með fulla trú á sjálfum sér Pawel Bartoszek skrifar 14. desember 2012 06:00 Fréttastofa RÚV færði okkur fréttir af því í vikunni að fólk treysti fréttastofu RÚV betur en öðrum fréttastofum. Þar var vitnað í könnun rannsóknarfyrirtækisins MMR á trausti almennings til helstu fjölmiðla. Það er spurning: Er það traustvekjandi ef fjölmiðill telur það fréttnæmt að aðrir telji hann traustsins verðan? Ef til vill mætti líta fram hjá hóflegu magni sjálfshóls á þessum vinnustað sem öðrum. Flestir vilja, jú, monta sig aðeins og niðurstaða úr skoðanakönnun sem þessari er kannski réttmætt fréttaefni, allavega í samanburði við annað sem ratar í fréttir hérlendis. Ég meina, fyrsta frétt sama kvöld fjallaði til dæmis um það að lögreglan hefði leyst upp ólöglegan pókerklúbb. Kannski er því ekki svo galið að fjalla um traust til fjölmiðla. En þetta er samt auðvitað bara markaðsrannsókn. Hún mælir ekki hvað er satt, heldur hvað fólk heldur að sé satt. Þótt „almenningur" telji tryggingarfélag traust, því það er „gamalt og rótgróið", þýðir það ekki í sjálfu sér að reksturinn standi traustum fótum. Til gamans: Sú fréttastöð sem nýtur mests trausts í Bandaríkjunum heitir „Fox News".Þurfum að spyrja En ef við teljum fréttir af trausti fólks til frétta vera fréttir í sjálfu sér þá þurfum við að spyrja okkur eftirfarandi spurningar: Myndi fréttastofa RÚV segja frá því að samkvæmt könnun MMR væri traust til fréttastofu RÚV í sögulegu lágmarki? Ef við getum ekki svarað þessu hiklaust með jái þá liggur vandamálið fyrir. Í fréttum miðvikudagsins var til dæmis fullyrt að traust til fréttastofu RÚV væri að aukast, enda hafði það hækkað úr 71,5% í 75,3%. Miðað við það úrtak sem tiltekið var í könnun MMR virðist mér raunar ekki vera hægt að fullyrða með 95% vissu að traustið hafi í raun hækkað. Þetta er í daglegu tali orðað þannig að munurinn sé „innan skekkjumarka". En að minnsta kosti einu sinni frá því að mælingar MMR hófust hefur orðið marktæk lækkun á fjölda þeirra sem bera mikið eða frekar mikið traust til RÚV. Í maí 2009 mældist traustið 69,9% og hafði lækkað úr 82,1% í desember 2008. Hver var fyrirsögnin á RÚV þá? Jú: „Fréttastofa RÚV nýtur mests trausts." Í fréttinni sagði: „Um 70% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV, og er það nærri tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2." Loks var reyndar tæpt á því að „nokkuð færri sögðust bera mikið traust til fjölmiðlanna" en í fyrri könnun. Traust til fjölmiðla almennt. Ekkert minnst á það í þetta skiptið að traust til RÚV hefði minnkað umtalsvert.Yndislega fyrirsjáanlegt Sjáum fyrir okkur fréttastofu sem birtir fyrirsagnir á borð við: „Sjálfstæðisflokkurinn mælist hæstur" eða „Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst" en þegir þá sjaldan sem hvorugt á við. Slík fréttastofa væri talin hlutdræg þegar kæmi að umfjöllun um Sjálfstæðisflokkinn. Á sama hátt er fréttastofa RÚV hlutdræg þegar kemur að umfjöllun um fréttastofu RÚV. Nú er fréttastofa RÚV kannski ekki öðrum verri. Það ágæta blað sem ég fæ að skrifa í og það fyrirtæki sem það heyrir undir flytja líka fréttir af eigin velgengni. Sé leitað að orðunum „lestur Fréttablaðsins" á netinu eru fyrstu fréttir af Vísi.is með fyrirsögnum á borð við „Mikið forskot Fréttablaðsins" og „Fréttablaðið með yfirburðastöðu". Síðan kemur reyndar ein frétt af mbl.is: „Lestur á Fréttablaðinu minnkar." Allt þetta er nú svo yndislega fyrirsjáanlegt að það er næstum því krúttlegt. Eigin velgengni er fréttnæm, hrakfarir annarra einnig en ekki annað. En þótt fréttastofa RÚV sé ekki verri, er það nóg? Ætti hún ekki að vera betri? Er hún ekki svo traust? Ég myndi treysta betur fréttastofu sem léti vera að birta jákvæðar fréttir um sjálfa sig, þótt hún gæti það. Ég skoðaði raunar nokkrar erlendar fréttir af trausti til fjölmiðla. Í þeim tilfellum sem ríkisfjölmiðlar fjölluðu um eigið ágæti var það oft gert undir liðnum „fréttatilkynningar". Enda eru þetta auðvitað fréttatilkynningar. Fréttatilkynningar sem vill svo til að samdar eru af fréttastofum. Og því hættir mönnum til að líta á þær sem fréttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fréttastofa RÚV færði okkur fréttir af því í vikunni að fólk treysti fréttastofu RÚV betur en öðrum fréttastofum. Þar var vitnað í könnun rannsóknarfyrirtækisins MMR á trausti almennings til helstu fjölmiðla. Það er spurning: Er það traustvekjandi ef fjölmiðill telur það fréttnæmt að aðrir telji hann traustsins verðan? Ef til vill mætti líta fram hjá hóflegu magni sjálfshóls á þessum vinnustað sem öðrum. Flestir vilja, jú, monta sig aðeins og niðurstaða úr skoðanakönnun sem þessari er kannski réttmætt fréttaefni, allavega í samanburði við annað sem ratar í fréttir hérlendis. Ég meina, fyrsta frétt sama kvöld fjallaði til dæmis um það að lögreglan hefði leyst upp ólöglegan pókerklúbb. Kannski er því ekki svo galið að fjalla um traust til fjölmiðla. En þetta er samt auðvitað bara markaðsrannsókn. Hún mælir ekki hvað er satt, heldur hvað fólk heldur að sé satt. Þótt „almenningur" telji tryggingarfélag traust, því það er „gamalt og rótgróið", þýðir það ekki í sjálfu sér að reksturinn standi traustum fótum. Til gamans: Sú fréttastöð sem nýtur mests trausts í Bandaríkjunum heitir „Fox News".Þurfum að spyrja En ef við teljum fréttir af trausti fólks til frétta vera fréttir í sjálfu sér þá þurfum við að spyrja okkur eftirfarandi spurningar: Myndi fréttastofa RÚV segja frá því að samkvæmt könnun MMR væri traust til fréttastofu RÚV í sögulegu lágmarki? Ef við getum ekki svarað þessu hiklaust með jái þá liggur vandamálið fyrir. Í fréttum miðvikudagsins var til dæmis fullyrt að traust til fréttastofu RÚV væri að aukast, enda hafði það hækkað úr 71,5% í 75,3%. Miðað við það úrtak sem tiltekið var í könnun MMR virðist mér raunar ekki vera hægt að fullyrða með 95% vissu að traustið hafi í raun hækkað. Þetta er í daglegu tali orðað þannig að munurinn sé „innan skekkjumarka". En að minnsta kosti einu sinni frá því að mælingar MMR hófust hefur orðið marktæk lækkun á fjölda þeirra sem bera mikið eða frekar mikið traust til RÚV. Í maí 2009 mældist traustið 69,9% og hafði lækkað úr 82,1% í desember 2008. Hver var fyrirsögnin á RÚV þá? Jú: „Fréttastofa RÚV nýtur mests trausts." Í fréttinni sagði: „Um 70% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV, og er það nærri tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2." Loks var reyndar tæpt á því að „nokkuð færri sögðust bera mikið traust til fjölmiðlanna" en í fyrri könnun. Traust til fjölmiðla almennt. Ekkert minnst á það í þetta skiptið að traust til RÚV hefði minnkað umtalsvert.Yndislega fyrirsjáanlegt Sjáum fyrir okkur fréttastofu sem birtir fyrirsagnir á borð við: „Sjálfstæðisflokkurinn mælist hæstur" eða „Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst" en þegir þá sjaldan sem hvorugt á við. Slík fréttastofa væri talin hlutdræg þegar kæmi að umfjöllun um Sjálfstæðisflokkinn. Á sama hátt er fréttastofa RÚV hlutdræg þegar kemur að umfjöllun um fréttastofu RÚV. Nú er fréttastofa RÚV kannski ekki öðrum verri. Það ágæta blað sem ég fæ að skrifa í og það fyrirtæki sem það heyrir undir flytja líka fréttir af eigin velgengni. Sé leitað að orðunum „lestur Fréttablaðsins" á netinu eru fyrstu fréttir af Vísi.is með fyrirsögnum á borð við „Mikið forskot Fréttablaðsins" og „Fréttablaðið með yfirburðastöðu". Síðan kemur reyndar ein frétt af mbl.is: „Lestur á Fréttablaðinu minnkar." Allt þetta er nú svo yndislega fyrirsjáanlegt að það er næstum því krúttlegt. Eigin velgengni er fréttnæm, hrakfarir annarra einnig en ekki annað. En þótt fréttastofa RÚV sé ekki verri, er það nóg? Ætti hún ekki að vera betri? Er hún ekki svo traust? Ég myndi treysta betur fréttastofu sem léti vera að birta jákvæðar fréttir um sjálfa sig, þótt hún gæti það. Ég skoðaði raunar nokkrar erlendar fréttir af trausti til fjölmiðla. Í þeim tilfellum sem ríkisfjölmiðlar fjölluðu um eigið ágæti var það oft gert undir liðnum „fréttatilkynningar". Enda eru þetta auðvitað fréttatilkynningar. Fréttatilkynningar sem vill svo til að samdar eru af fréttastofum. Og því hættir mönnum til að líta á þær sem fréttir.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar