Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 14:49 „Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið „allt í plati." „Ég er búinn að tala við Baldur. Viðbrögð hans eru sömu og mín, mikil vonbrigði. Það er sératkvæði og það gerir vonbrigðin ekki minni að í dómi þar sem verið er að refsa fólki skuli dómurinn klofna," sagði Karl. Fjármálaeftirlitið (FME) hóf rannsókn á innherjasvikum Baldurs haustið 2008. Nú eru þrjú og hálft ár liðið frá því og að niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Tók rannsókn málsins of langan tíma? „Þetta tók alltof langan tíma. Þá á heldur enginn maður að þurfi að þola að fá tilkynningu frá yfirvöldum í landinu að rannsókn á máli hans sé lokið án þess að það sé ástæða til aðgerða og upplifa það svo tveimur mánuðum síðar að það var allt í plati af því að yfirvöldum hentar að gera eitthvað allt annað," sagði Karl, en þar var hann að vísa til þess að 7. maí 2009 tilkynnti FME Baldri að rannsókn á máli hans hefði verið hætt, en síðan fékk hann bréf 19. júní sama ár um að rannsókn væri hafin á nýju á grundvelli nýrra gagna. Sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan óklippt viðtal við Karl Axelsson þar sem hann ræðir við fjölmiðlamenn stuttu eftir að dómurinn var kveðinn upp. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. 17. febrúar 2012 13:17 Þurftu að laga dóminn yfir Baldri Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag. 17. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
„Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið „allt í plati." „Ég er búinn að tala við Baldur. Viðbrögð hans eru sömu og mín, mikil vonbrigði. Það er sératkvæði og það gerir vonbrigðin ekki minni að í dómi þar sem verið er að refsa fólki skuli dómurinn klofna," sagði Karl. Fjármálaeftirlitið (FME) hóf rannsókn á innherjasvikum Baldurs haustið 2008. Nú eru þrjú og hálft ár liðið frá því og að niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Tók rannsókn málsins of langan tíma? „Þetta tók alltof langan tíma. Þá á heldur enginn maður að þurfi að þola að fá tilkynningu frá yfirvöldum í landinu að rannsókn á máli hans sé lokið án þess að það sé ástæða til aðgerða og upplifa það svo tveimur mánuðum síðar að það var allt í plati af því að yfirvöldum hentar að gera eitthvað allt annað," sagði Karl, en þar var hann að vísa til þess að 7. maí 2009 tilkynnti FME Baldri að rannsókn á máli hans hefði verið hætt, en síðan fékk hann bréf 19. júní sama ár um að rannsókn væri hafin á nýju á grundvelli nýrra gagna. Sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan óklippt viðtal við Karl Axelsson þar sem hann ræðir við fjölmiðlamenn stuttu eftir að dómurinn var kveðinn upp. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. 17. febrúar 2012 13:17 Þurftu að laga dóminn yfir Baldri Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag. 17. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50
Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. 17. febrúar 2012 13:17
Þurftu að laga dóminn yfir Baldri Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag. 17. febrúar 2012 08:00