Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 14:49 „Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið „allt í plati." „Ég er búinn að tala við Baldur. Viðbrögð hans eru sömu og mín, mikil vonbrigði. Það er sératkvæði og það gerir vonbrigðin ekki minni að í dómi þar sem verið er að refsa fólki skuli dómurinn klofna," sagði Karl. Fjármálaeftirlitið (FME) hóf rannsókn á innherjasvikum Baldurs haustið 2008. Nú eru þrjú og hálft ár liðið frá því og að niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Tók rannsókn málsins of langan tíma? „Þetta tók alltof langan tíma. Þá á heldur enginn maður að þurfi að þola að fá tilkynningu frá yfirvöldum í landinu að rannsókn á máli hans sé lokið án þess að það sé ástæða til aðgerða og upplifa það svo tveimur mánuðum síðar að það var allt í plati af því að yfirvöldum hentar að gera eitthvað allt annað," sagði Karl, en þar var hann að vísa til þess að 7. maí 2009 tilkynnti FME Baldri að rannsókn á máli hans hefði verið hætt, en síðan fékk hann bréf 19. júní sama ár um að rannsókn væri hafin á nýju á grundvelli nýrra gagna. Sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan óklippt viðtal við Karl Axelsson þar sem hann ræðir við fjölmiðlamenn stuttu eftir að dómurinn var kveðinn upp. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. 17. febrúar 2012 13:17 Þurftu að laga dóminn yfir Baldri Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag. 17. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið „allt í plati." „Ég er búinn að tala við Baldur. Viðbrögð hans eru sömu og mín, mikil vonbrigði. Það er sératkvæði og það gerir vonbrigðin ekki minni að í dómi þar sem verið er að refsa fólki skuli dómurinn klofna," sagði Karl. Fjármálaeftirlitið (FME) hóf rannsókn á innherjasvikum Baldurs haustið 2008. Nú eru þrjú og hálft ár liðið frá því og að niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Tók rannsókn málsins of langan tíma? „Þetta tók alltof langan tíma. Þá á heldur enginn maður að þurfi að þola að fá tilkynningu frá yfirvöldum í landinu að rannsókn á máli hans sé lokið án þess að það sé ástæða til aðgerða og upplifa það svo tveimur mánuðum síðar að það var allt í plati af því að yfirvöldum hentar að gera eitthvað allt annað," sagði Karl, en þar var hann að vísa til þess að 7. maí 2009 tilkynnti FME Baldri að rannsókn á máli hans hefði verið hætt, en síðan fékk hann bréf 19. júní sama ár um að rannsókn væri hafin á nýju á grundvelli nýrra gagna. Sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan óklippt viðtal við Karl Axelsson þar sem hann ræðir við fjölmiðlamenn stuttu eftir að dómurinn var kveðinn upp. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. 17. febrúar 2012 13:17 Þurftu að laga dóminn yfir Baldri Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag. 17. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50
Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. 17. febrúar 2012 13:17
Þurftu að laga dóminn yfir Baldri Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag. 17. febrúar 2012 08:00