Innlent

Fimm mánaða fangelsi fyrir rangar sakargiftir

Rúmlega þrítugur karlmaður var dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn varð uppvís af því að aka margsinnis undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann braust inn á veitingastað en þaðan stal hann spilapeningum.

Svo var hann einnig sakfelldur fyrir rangar sakargiftir þegar hann gaf upp vitlaust nafn og kennitölu þegar hann var handtekinn, sem leiddi til þess að rangur maður var sakaður um glæpina sem hann sjálfur framdi.

Maðurinn á afbrotaferil til 2002. Hann var á skilorði þegar dómurinn í gær féll og þótti því réttast að dæma manninn í óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×