Innlent

Ungir jafnaðarmenn vilja frjálsa opnunartíma skemmtistaða

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Hallveig Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, telja að opnun skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur eigi að vera gerð frjáls. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. Þar segir ennfremur að stjórnin Hallveigar UJR telji að það sé ekki í verkahring borgaryfirvalda að stjórna opnun skemmtistaða.

Svo segir í ályktuninni:

„Hægt er að benda á að styttri opnun skemmtistaða er skaðleg fyrir rekstur þeirra og hafa dæmi frá Noregi sýnt sig að margir staðir hafa þurft að leggja niður rekstur vegna þess. Harmar stjórn Hallveigar UJR að borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hafi farið í það að stytta opnunartíma skemmtistaða á þessu kjörtímabili í tveimur áföngum um klukkutíma.

Með styttri opnunartíma skemmtistaða er ekki verið að stuðla að því að fólk stytti tímann sem fer í skemmtanalífið hjá sér heldur er verið að færa það frá miðbænum þar sem lögregla getur haft góða yfirsýn yfir ástandið og verið að færa það í íbúðahverfi þar sem það veldur fjölskyldufólki miklu áreiti og gerir lögreglu erfiðar með að hafa yfirsín yfir allt sem getur komið uppá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×