Innlent

Smákökubakstur endaði með útkalli slökkviliðsins

Smákökubakstur fór úr böndunum á Akureyri í gærkvöldi sem endaði með því að slökkviliðið var kallað á vettvang.

Húsmóðirin hafði brugðið sér af bæ eftir að hún setti kökurnar í ofninn, en gleymt sér þannig að allt ofhitnaði og reykskynjari fór í gang. Nágrannar heyrðu í honum og kölluðu þeir á slökkviliðið.

Engin eldur logaði í ofninum, en reykræsta þurfti húsnæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×