Nær Vettel þrennunni í Valencia? Birgir Þór Harðarson skrifar 21. júní 2012 06:00 Vettel leiddi kappaksturinn í fyrra af ráspól. Red Bull-bílarnir hafa reynst vel í Valencia. nordicphotos/afp Red Bull-liðið gerir ráð fyrir að geta unnið kappaksturinn í Valencia um helgina, eins og þeir gerðu í fyrra og árið þar áður. Sebastian Vettel sótti sigur á Spáni í bæði skiptin. Brautin í Valencia er ekin um stræti borgarinnar og þar getur verið gríðarlega flókið að stilla bílunum upp svo vel sé. Brautin hefur uppá að bjóða margar hægar beygjur um skítugar göturnar þar sem vegripið er lítið. Þeirra á milli eru langir beinir kaflar þar sem vegriðin þrengja meira og meira að ökumönnum um leið og þeir raða gírunum upp í þann sjöunda. En uppsetning bílanna skiptir ekki höfuð máli hér því náttúrulegt niðurtog og loftfræði um bílinn er gríðarlega mikilvægt. Red Bull-bílar Adrian Newey hafa undanfarin ár borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína hvað þetta varðar.Brautin í Valencia á SpániGraphic NewsÞað virðist ekki vera undantekning á þessu í ár og Red Bull-bíllinn hefur reynst heilt yfir sterkastur í mótum ársins. Vettel á því góða möguleika á þrennunni í Valencia. Evrópski kappaksturinn hefur verið haldinn í Valencia síðan 2008. Kappaksturinn hér býður ekki upp á mörg framúraksturstækifæri sökum þess hversu þröng brautin er og hlykkjótt. Kappaksturinn ræðst því nokkuð á framistöðu í tímatökum og keppnisáætlunum. Ætla má að gríðarleg spenna gæti skapast í kappakstrinum í ár enda eru bílarnir hver öðrum betri og lítið skilur á milli efstu manna. Eftir kappaksturinn í Kanada fyrir tveimur vikum er Lewis Hamilton efstur í stigamóti ökuþóra. Hann ók frábærlega í kappakstrinum vestra og bíllinn leit gríðarlega vel út. Liðsfélagi hans hjá McLaren átti erfitt uppdráttar í mótinu. McLaren-liðið er þó fullvisst um að vandamál hans séu úr sögunni. Ekki má gleyma Kimi Raikkönen á Lotus og liðsfélaga hans Romain Grosjean. Þeir hafa oftar en ekki stuggað við efstu mönnum í ár og geta vel gert það í Valencia. Talið er að Lotus-bíllinn henti brautinni vel. Það mun þó há þeim meira en nokkru sinni áður hversu harður bíllinn er á dekkin. Þau munu spila stórt hlutverk í Valencia. Í fyrstu sjö mótum ársins hafa sjö ökuþórar sigrað. Það hefur aldrei gerst áður í sögu Formúlu 1. Ætli kappaksturinn í Valencia bjóði upp á áttunda sigurvegarann?DRS svæði: Á "beina kaflanum" milli beygja 10 og 12.Dekkjagerðir í boði: Mjúk (option) og miðlungs hörð (prime)Efstu þrír árið 2011: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Fernando Alonso – Ferrari 3. Mark Webber – Red Bull Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimmtudagur: 8:00 Æfing 1 12:00 Æfing 2 Laugardagur: 8:55 Æfing 3 11:50 Tímataka Sunnudagur: 11:40 Kanadíski kappaksturinn Staðan í titilbaráttunni eftir sex umferðir Ökumenn 1. Lewis Hamilton - 88 stig 2. Fernando Alonso - 86 3. Sebastian Vettel - 85 4. Mark Webber - 79 5. Nico Rosberg - 67 6. Kimi Raikkönen - 55 7. Roman Grosjean - 53 8. Jenson Button - 45 9. Sergio Perez - 37 10. Pastor Maldonado - 29 Bílasmiðir 1. Red Bull - 164 stig 2. McLaren - 133 3. Lotus - 108 4. Ferrari - 97 5. Mercedes - 69 Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Red Bull-liðið gerir ráð fyrir að geta unnið kappaksturinn í Valencia um helgina, eins og þeir gerðu í fyrra og árið þar áður. Sebastian Vettel sótti sigur á Spáni í bæði skiptin. Brautin í Valencia er ekin um stræti borgarinnar og þar getur verið gríðarlega flókið að stilla bílunum upp svo vel sé. Brautin hefur uppá að bjóða margar hægar beygjur um skítugar göturnar þar sem vegripið er lítið. Þeirra á milli eru langir beinir kaflar þar sem vegriðin þrengja meira og meira að ökumönnum um leið og þeir raða gírunum upp í þann sjöunda. En uppsetning bílanna skiptir ekki höfuð máli hér því náttúrulegt niðurtog og loftfræði um bílinn er gríðarlega mikilvægt. Red Bull-bílar Adrian Newey hafa undanfarin ár borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína hvað þetta varðar.Brautin í Valencia á SpániGraphic NewsÞað virðist ekki vera undantekning á þessu í ár og Red Bull-bíllinn hefur reynst heilt yfir sterkastur í mótum ársins. Vettel á því góða möguleika á þrennunni í Valencia. Evrópski kappaksturinn hefur verið haldinn í Valencia síðan 2008. Kappaksturinn hér býður ekki upp á mörg framúraksturstækifæri sökum þess hversu þröng brautin er og hlykkjótt. Kappaksturinn ræðst því nokkuð á framistöðu í tímatökum og keppnisáætlunum. Ætla má að gríðarleg spenna gæti skapast í kappakstrinum í ár enda eru bílarnir hver öðrum betri og lítið skilur á milli efstu manna. Eftir kappaksturinn í Kanada fyrir tveimur vikum er Lewis Hamilton efstur í stigamóti ökuþóra. Hann ók frábærlega í kappakstrinum vestra og bíllinn leit gríðarlega vel út. Liðsfélagi hans hjá McLaren átti erfitt uppdráttar í mótinu. McLaren-liðið er þó fullvisst um að vandamál hans séu úr sögunni. Ekki má gleyma Kimi Raikkönen á Lotus og liðsfélaga hans Romain Grosjean. Þeir hafa oftar en ekki stuggað við efstu mönnum í ár og geta vel gert það í Valencia. Talið er að Lotus-bíllinn henti brautinni vel. Það mun þó há þeim meira en nokkru sinni áður hversu harður bíllinn er á dekkin. Þau munu spila stórt hlutverk í Valencia. Í fyrstu sjö mótum ársins hafa sjö ökuþórar sigrað. Það hefur aldrei gerst áður í sögu Formúlu 1. Ætli kappaksturinn í Valencia bjóði upp á áttunda sigurvegarann?DRS svæði: Á "beina kaflanum" milli beygja 10 og 12.Dekkjagerðir í boði: Mjúk (option) og miðlungs hörð (prime)Efstu þrír árið 2011: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Fernando Alonso – Ferrari 3. Mark Webber – Red Bull Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimmtudagur: 8:00 Æfing 1 12:00 Æfing 2 Laugardagur: 8:55 Æfing 3 11:50 Tímataka Sunnudagur: 11:40 Kanadíski kappaksturinn Staðan í titilbaráttunni eftir sex umferðir Ökumenn 1. Lewis Hamilton - 88 stig 2. Fernando Alonso - 86 3. Sebastian Vettel - 85 4. Mark Webber - 79 5. Nico Rosberg - 67 6. Kimi Raikkönen - 55 7. Roman Grosjean - 53 8. Jenson Button - 45 9. Sergio Perez - 37 10. Pastor Maldonado - 29 Bílasmiðir 1. Red Bull - 164 stig 2. McLaren - 133 3. Lotus - 108 4. Ferrari - 97 5. Mercedes - 69
Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira