WikiLeaks gegn misbeitingu VISA Kristinn Hrafnsson skrifar 21. júní 2012 06:00 Það er nánast útilokað á tímum nútímaviðskipta að komast af án greiðslukorta. Það er metið að þriðjungur allra viðskipta í heiminum sé nú gerður upp rafrænt, hlutfallið vex dag frá degi en bandaríska fyrirtækið VISA hefur ráðandi markaðsstöðu. Lengst af hafa kortafyrirtækin látið að því liggja að þau séu hlutlaus milliliður viðskipta en í desember 2010 felldu þau grímuna og settu WikiLeaks í viðskiptabann. Þetta voru samstilltar aðgerðir VISA, MasterCard, Bank of America, Western Union og PayPal. Með þessari aðgerð þurrkaðist nánast upp tekjulind WikiLeaks sem hafði alfarið verið rekið með frjálsum framlögum hundruð þúsunda einstaklinga um allan heim. Þetta var í fyrsta sinn sem kortafyrirtækin reiddu til höggs með þessum hætti og gerðust dómarar og böðlar gegn samtökum sem hafa hvergi í heiminum verið lögsótt, þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli. Þetta er í fyrsta sinn sem samtök sem berjast fyrir gagnsæi og heilbrigðu lýðræði með birtingu upplýsinga á grundvelli grunngilda blaðamennskunnar verða fyrir barðinu á ægivaldi þessara fjármálastofnana. Engum getur dulist að pólitískur þrýstingur býr að baki og með þessum aðgerðum sjáum við tilraun til einkavæðingar ritskoðunar. Málið hefur víðtæka tilvísun og hefur gerræðið enda sætt gagnrýni Amnesty International, það sama hefur talsmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum gert sem og utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópuráðsins. Ef þessu er ekki hrundið hefur skapast fordæmi og þá er endirinn ekki ljós. Munu kortafyrirtækin straffa Amnesty eða Greenpeace? Munu þau ákveða að loka á einstaka fjölmiðla sem selja innihald sitt á netinu? Undirliggjandi er einnig sú alvarlega spurning hvort kortafyrirtækin geti tekið sér það vald að hindra hvern og einn einstakling í að styðja málstað með fjárframlagi. Í heimi alvalds plastkortanna er þetta aðför að tjáningarfrelsinu. VISA telur í lagi að þú styðjir Ku Klux Klan eða hægri öfgasamtök sem Andreas Breivik var í nánu samstarfi við. Þú getur notað kortið þitt til að kaupa riffil sömu gerðar og hann notaði í sínu viðurstyggilega ódæðisverki í Útey. VISA er heldur ekki að amast við því að kortin þeirra séu notuð til klámkaupa á netinu. VISA hefur hins vegar ákveðið að þú megir ekki nota kortið þitt til að styðja við bakið á WikiLeaks. Samtökin hafa undirbúið málssóknir gegn þessari aðför víða um heim auk þess sem á næstu vikum er að vænta niðurstöðu í kvörtun til Samkeppnisstofnunar Evrópusambandsins en VISA og MasterCard hafa sameiginlega yfir 95% markaðshlutdeild í Evrópu. Fyrsta dómsmálið sem fer í málflutning verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar er samstarfsaðili WikiLeaks á Íslandi, fyrirtækið DataCell að stefna Valitor. DataCell er gagnahýsingar- og þjónustufyrirtæki sem sá um að taka á móti stuðningsframlögum fyrir WikiLeaks. Félagið gerði samning við Valitor í fyrra og í kjölfarið var greiðslugáttin opnuð í nokkrar klukkustundir áður en henni var skellt aftur án nokkurra fullnægjandi skýringa. Í dómssal er lögð fram sú einfalda krafa að Valitor standi við gerða samninga. Undirliggjandi er þó grundvallarspurning um mannréttindi og tjáningarfrelsi. Niðurstaðan verður bautasteinn í baráttunni fyrir þá sem telja ótækt að örfá fjármálafyrirtæki, með VISA í broddi fylkingar, taki sér það ofurvald að ráða örlögum fyrirtækja eða félagasamtaka sem reiða sig á styrktarframlög. Ég ber þá von í brjósti að geta vísað til dómsniðurstöðu í minni heimabyggð þar sem réttlætið nái fram að ganga. Það yrði við hæfi að slík skilaboð kæmu frá landi sem hefur séð framan í skefjalausa misbeitingu valds af hálfu fjármálastofnana. Víða um heim verður horft til Hérðasdóms Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það er nánast útilokað á tímum nútímaviðskipta að komast af án greiðslukorta. Það er metið að þriðjungur allra viðskipta í heiminum sé nú gerður upp rafrænt, hlutfallið vex dag frá degi en bandaríska fyrirtækið VISA hefur ráðandi markaðsstöðu. Lengst af hafa kortafyrirtækin látið að því liggja að þau séu hlutlaus milliliður viðskipta en í desember 2010 felldu þau grímuna og settu WikiLeaks í viðskiptabann. Þetta voru samstilltar aðgerðir VISA, MasterCard, Bank of America, Western Union og PayPal. Með þessari aðgerð þurrkaðist nánast upp tekjulind WikiLeaks sem hafði alfarið verið rekið með frjálsum framlögum hundruð þúsunda einstaklinga um allan heim. Þetta var í fyrsta sinn sem kortafyrirtækin reiddu til höggs með þessum hætti og gerðust dómarar og böðlar gegn samtökum sem hafa hvergi í heiminum verið lögsótt, þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli. Þetta er í fyrsta sinn sem samtök sem berjast fyrir gagnsæi og heilbrigðu lýðræði með birtingu upplýsinga á grundvelli grunngilda blaðamennskunnar verða fyrir barðinu á ægivaldi þessara fjármálastofnana. Engum getur dulist að pólitískur þrýstingur býr að baki og með þessum aðgerðum sjáum við tilraun til einkavæðingar ritskoðunar. Málið hefur víðtæka tilvísun og hefur gerræðið enda sætt gagnrýni Amnesty International, það sama hefur talsmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum gert sem og utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópuráðsins. Ef þessu er ekki hrundið hefur skapast fordæmi og þá er endirinn ekki ljós. Munu kortafyrirtækin straffa Amnesty eða Greenpeace? Munu þau ákveða að loka á einstaka fjölmiðla sem selja innihald sitt á netinu? Undirliggjandi er einnig sú alvarlega spurning hvort kortafyrirtækin geti tekið sér það vald að hindra hvern og einn einstakling í að styðja málstað með fjárframlagi. Í heimi alvalds plastkortanna er þetta aðför að tjáningarfrelsinu. VISA telur í lagi að þú styðjir Ku Klux Klan eða hægri öfgasamtök sem Andreas Breivik var í nánu samstarfi við. Þú getur notað kortið þitt til að kaupa riffil sömu gerðar og hann notaði í sínu viðurstyggilega ódæðisverki í Útey. VISA er heldur ekki að amast við því að kortin þeirra séu notuð til klámkaupa á netinu. VISA hefur hins vegar ákveðið að þú megir ekki nota kortið þitt til að styðja við bakið á WikiLeaks. Samtökin hafa undirbúið málssóknir gegn þessari aðför víða um heim auk þess sem á næstu vikum er að vænta niðurstöðu í kvörtun til Samkeppnisstofnunar Evrópusambandsins en VISA og MasterCard hafa sameiginlega yfir 95% markaðshlutdeild í Evrópu. Fyrsta dómsmálið sem fer í málflutning verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar er samstarfsaðili WikiLeaks á Íslandi, fyrirtækið DataCell að stefna Valitor. DataCell er gagnahýsingar- og þjónustufyrirtæki sem sá um að taka á móti stuðningsframlögum fyrir WikiLeaks. Félagið gerði samning við Valitor í fyrra og í kjölfarið var greiðslugáttin opnuð í nokkrar klukkustundir áður en henni var skellt aftur án nokkurra fullnægjandi skýringa. Í dómssal er lögð fram sú einfalda krafa að Valitor standi við gerða samninga. Undirliggjandi er þó grundvallarspurning um mannréttindi og tjáningarfrelsi. Niðurstaðan verður bautasteinn í baráttunni fyrir þá sem telja ótækt að örfá fjármálafyrirtæki, með VISA í broddi fylkingar, taki sér það ofurvald að ráða örlögum fyrirtækja eða félagasamtaka sem reiða sig á styrktarframlög. Ég ber þá von í brjósti að geta vísað til dómsniðurstöðu í minni heimabyggð þar sem réttlætið nái fram að ganga. Það yrði við hæfi að slík skilaboð kæmu frá landi sem hefur séð framan í skefjalausa misbeitingu valds af hálfu fjármálastofnana. Víða um heim verður horft til Hérðasdóms Reykjavíkur.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun