Viðskipti innlent

Yoyo opnaði á Spáni

Nýja Yoyo-ísbúðin á Spáni er staðsett við Av. Mediterraneo breiðgötunni á Levante ströndinni.
Nýja Yoyo-ísbúðin á Spáni er staðsett við Av. Mediterraneo breiðgötunni á Levante ströndinni.
Í gær opnuðu bræðurnir Kristján og Ásgeir Einarssyni ísbúðina Yoyo á Benidorm á Spáni en stefnt er að því að opna aðra búð á Alicante eftir tvær vikur. Bræðurnir breyttu húsnæðinu á Benidorm mikið en fyrirmyndin eru Yoyo ísbúðirnar á Íslandi sem Íslendingar þekkja vel, en bræðurnir eiga þær líka. Lítil hefð er fyrir sjálfsafgreiðslu-ísbúðum á Spáni og því er líklegt að Spánverjar taki vel í þessar nýjung.

Búðirnar tvær á Spáni bætast í hóp tveggja Yoyo-ísbúða sem voru opnaðar í Riga í Lettlandi í fyrra. Stefnt er á að opna fjórar ísbúðir til viðbótar í Eystrasaltsríkjunum á næstunni. Tvær slíkar búðir eru starfræktar á Íslandi, eða við Nýbýlaveg í Kópavogi og við Egilsgötu í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×