Umfjöllun og viðtöl: Haukar í úrslitakeppnina | KR komið í sumarfrí Kolbeinn Tumi Daðason í DB Schenkerhalle skrifar 14. mars 2012 13:52 Mynd/Valli Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna með öruggum sigri 78-56 á KR. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Haukastelpur til hjá sér, mættu dýrvitlausar í þann seinni og Vesturbæingar áttu aldrei möguleika. Haukar keyrðu á Vesturbæinga sem virkuðu ekki klárir í slaginn. Erica Prosser var sú eina í liði KR sem átti eitthvað í sterka Haukavörnina á hinum endanum. Aðrir leikmenn voru ekki tilbúnir í spennuleik sem þennan þar sem allt var undir. Miklu munaði að Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik. Nóg voru meiðslavandræði KR-inga fyrir leikinn enda Bryndís Guðmundsdóttir og Helga Einarsdóttir frá keppni. Með einn útlending gegn tveimur Haukakvenna var alltaf ljóst að fjallið sem klífa þurfti væri í meira lagi hátt. Eftir slaka byrjun tóku Kanarnir í Haukum við sér. Jenkins var sérstaklega öflug með 19 fráköst í vörn sem sókn og Rhoads stjórnaði sóknarleiknum með ágætum. Guðrún og María létu finna fyrir sér í vörninni. Þá setti Íris þriggja stiga körfur á góðum tímapunktum. Haukakonur eru til alls vísar í úrslitakeppninni. Með leik líkt og liðið sýndi í síðari hálfleik getur það farið alla leið. Spili liðið ekki betur en það gerði í fyrri hálfleiknum fer liðið ekki lengra en í undanúrslit. Ljóst er að áfallið er mikið fyrir KR-liðið. Liðinu var spáð góðu gengi í vetur en náði ekki að standa undir þeim kröfum sem til liðsins voru gerðar. Kaninn Erica Prosser sýndi stíganda í leik sínum en bætingin skilaði sér alltof seint til að verða Vesturbæingum að nógu miklu gagni. Prosser var sem fyrr segir best gestanna. Hún skoraði 22 stig og án hennar hefði ekki verið hægt að tala um leik heldur æfingu. Hafrún var dugleg í sókn sem vörn með 14 stig og 7 fráköst. Margrét Kara setti 14 stig. Liðið þurfti fleiri stig frá þessum besta leikmanni Íslandsmótsins í fyrra, sérstaklega í ljósi þess að liðið var aðeins með einn Kana ólíkt öðrum liðum.Haukar-KR 78-56 (18-20, 13-10, 25-11, 22-15)Haukar: Tierny Jenkins 20/19 fráköst/5 stolnir, Jence Ann Rhoads 15/9 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 11, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundardóttir 5/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3..KR: Erica Prosser 22/8 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/5 fráköst/3 varin skot, Hafrún Hálfdánardóttir 14/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2/5 fráköst. Íris: Ætlum okkur alla leiðMynd/Valli„Þetta var markmið okkar fyrir tímabilið og við ætluðum okkur að ná því," sagði Íris Sverrisdóttir í skýjunum með úrslitin. Svo ánægð var hún að framvinda leiksins var henni í fyrstu gleymd og grafin. „Við vorum að skjóta of mikið fyrir utan í fyrri hálfleik. Við fórum að spila meira inn í teiginn, sem gekk vel og í kjölfarið fengum við betri skotfæri fyrir utan," sagði Íris og bætti við að skotnýtingin hefði verið mun betri í hálfleiknum. Íris hafði engar áhyggjur af því að Tierny Jenkins var að missa auðveld skot undir körfunni í upphafi leiks. „Hún náði oft fráköstunum eftir eigin skot. Á meðan við tökum fráköstin höfum við engar áhyggjur," sagði Íris. Markmið Haukaliðsins í úrslitakeppninni er einfalt. „Við ætlum okkur alla leið," sagði Íris. Finnur: Meiðslasagan náði okkur á endanumMynd/Valli„Fólk verður að átta sig á áföllunum sem liðið hefur gengið í gegnum. Það vita það allir sem fylgjast með körfubolta að það er ekki 22 stiga munur á þessum liðum. Meiðsli Sigrúnar voru enn eitt áfallið en samt börðumst við áfram. Allt sem við lögðum upp með var að ganga eftir en það er bara svo mikið sem liðið getur tekið. Meiðslasagan náði okkur á endanum," sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR. „Við ákváðum að fara þá leið að treysta á íslensku stelpurnar. Við erum eina liðið sem spilar á einum Ameríkana, eina liðið sem gerði það allan tímann. Við erum stolt af því. Leikmenn meiðast í íþróttum og svo fór sem fór," sagði Finnur stoltur af sínu liði þrátt fyrir að markmið vetrarins hefðu ekki náðst. „Bryndís (Guðmundsdóttir), Helga (Einarsdóttir) og Sigrún (Sjöfn Ámundadóttir). Þetta eru stóru leikmennirnir sem hafa verið framarlega í íslenskum körfubolta undanfarin ár. Án þeirra áttum við ekkert erindi í þær í teignum," sagði Finnur. Erica Prosser átti frábæran leik í liði KR og var Finnur afar ánægður með hennar leik gegn Jence Rhoads í Haukaliðinu. Þá hrósaði hann Hafrúnu Hálfdánardóttur og Hrafnhildi Sævarsdóttur sérstaklega fyrir vaska framgöngu sína. Gangur leiksins - textalýsingMynd/Valli 40. mín - Leik lokið. 75-54. Haukar vinna öruggan sigur eftir frábæran seinni hálfleik. Hafnfirðingar komnir í úrslitakeppnina en KR alltof snemma í sumarfrí.37. mín - Staðan er 67-49. Finnur þjálfari KR er orðinn pirraður á mistökum á ritaraborðinu en hann er væntanlega fyrst og fremst pirraður með stöðuna.35. mín - Staðan er 62-47. Leikhlutinn er jafn en það er ekki nóg fyrir gestina. Haukakonur á leiðinni í úrslitakeppnina.30. mín - 3. leikhluta lokið. Staðan er 56-41. Rhoads setti þrist í lokasókn Haukanna og stressið er svo mikið hjá KR að Hafrún áttaði sig ekki á því að tíminn væri að renna út í lokasókn Vesturbæinga. Haukakonur komnar með vænt forskot og það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að þær láti það af hendi. Jenkins er farin að setja skotin sín ofan í, framlag Rhoads er einnig meira en í fyrri hálfleik og munar um minna. Allt gengur út á Prosser í sóknarleik KR-inga. Hún ber boltann upp og reynt að opna fyrir hana í skot. KR stelpur þurfa að hægja á Haukakonur og umfram allt hirða fráköstin í vörninni. Ef Haukar fá tvær til þrjár tilraunir til þess að skjóta í hverri sókn er nánast pottþétt að þeir bæta við stigum. Margrét Kara hefur ekki skorað síðan í upphafi annars leikhluta. Hvar hefur sú Kara sem valin var besti leikmaður mótsins í fyrra verið í vetur?25. mín - Staðan er 41-35. Erica Prosser setti tvö auk vítaskots og Hafrún bætti tveimur við hjá KR. Stig komin á töfluna hjá gestunum. Jenkins hirðir sóknarfráköst á hinum endanum en gengur illa að skora. KR-konur köstuðu boltanum undir engri pressu eftir að hafa barist fyrir frákasti. Það hjálpar ekki liðinu.Auglýsi eftir Köru í sókn KR.23. mín - Staðan er 39-30. Allt annað Haukalið mætt til leiks í síðari hálfleik. Boltinn flýtur vel í sókninni og þær keyra á KR-liðið þegar tækifæri gefst. KR ekki enn búið að skora, reyndar ekki einu sinni komist nálægt því.21. mínúta - Staðan er 35-30. Haukar með fyrstu fjögur stigin í hálfleiknum og Finnur tekur strax leikhlé. Líst ekkert á blikuna og ætlar að grípa inn í áður en Haukarnir sigla fram úr.Umræða í hálfleik. Engin teljandi villuvandræði hjá liðunum. Guðrún Ámunda með tvær villur hjá Haukum líkt og Hrafnhildur Sævars og Anna María hjá KR.Umræða í hálfleik. Haukar hafa unnið tvær viðureignir liðanna í vetur en KR eina. Í leiknum sem Vesturbæingar höfðu Hafnfirðinga fór Bryndís Guðmundsdóttir á kostum. Hún er sem fyrr segir meidd en hvetur sínar stelpur af bekknum. Það er í raun magnað að KR haldi í við Haukana miðað við forföllin í þeirra liði. Aftur velti ég fyrir mér hvort hausinn sé rétt skrúfaður á Kanana hjá Haukum. Skotnýting beggja skelfileg á meðan Prosser hjá KR er með 80 prósent í tveggja stiga skotum. Á meðan þetta heldur svona áfram er þetta 50/50 leikur.Umræða í hálfleik. Það er athyglisvert að rýna í tölfræðina í hálfleik. Haukar hafa skotið mun meira en KR-ingar, 47 skot gegn 32 skotum KR-inga. Þær hafa líka tekið 10 sóknarfráköst en KR ekkert. Þar er Jenkins í sérflokki með fimm sóknarfráköst og tólf fráköst alls.20. mín - Hálfleikur. Staðan er 31-30. Haukar leiða í hálfleik. Jenkins kom boltanum ofan í körfuna í næstsíðustu sókn þeirra eftir að þær tóku þrjú sóknarfráköst í sömu sókninni. Finnur þjálfari KR getur ekki verið ánægður með sínar konur í frákastabaráttunni. KR tapaði boltanum í sinni sókn sem átti að vera lokasóknin og Haukastelpur höfðu tæpar tvær sekúndur til að skjóta. Rhoads náði þriggja stiga skoti en hitti ekki körfuna. Erica Prosser var frábær í öðrum leikhluta og hún þarf að halda uppteknum hætti í seinni hálfleik til að KR eigi möguleika. Það er mín tilfinning að útlendingarnir hjá Haukum eigi meira inni. Eins og staðan er núna er engin leið að spá hvort liðið tryggir sig í úrslitakeppnina og hvort fer í snemmbúið sumarfrí.17. mín - Staðan er 27-26. Finnur þjálfari KR tekur leikhlé. Heimakonur komast yfir í fyrsta skipti síðan í stöðunni 10-8.16. mín - Staðan er 24-26. Athyglisvert að skoða skotnýtingu liðanna fyrir innan þriggja. Heimakonur með 25 prósenta nýtingu en KR-stelpur um 60 prósenta nýtingu. Bæði lið með 25 prósent nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna.15. mín - Staðan er 22-26. Enn hafa KR-ingar frumkvæði og jákvætt að stuðningsmönnum þeirra hefur fjölgað. Töluverð barátta á milli Margrétar Köru og Írisar Sverrisdóttur. Smá skap í stelpunum enda mikið undir. Haukar tóku leikhlé rétt í þessu. Jenkins fékk smá pásu og kemur nú aftur inn á.10. mín - Fyrsta leikhluta lokið. Staðan er 18-20. Allt útlit fyrir spennandi leik. KR-ingar hafa haft forystuna en Haukar rétt á eftir þeim. Jenkins með sex stig en aðeins hitt úr einu af sjö skotum sínum innan línunnar. Hefur þó hirt fjögur fráköst. Erica Prosser og Margrét Kara með sjö stig hvor fyrir gestina.9. mín - Staðan er 14-18. Enn er hugað að Sigrúnu á hliðarlínunni og ég leyfi mér að efast um að hún komi aftur inn á. Margrét Kara er að taka af skarið hjá KR og á því þurfa Vesturbæingar að halda. Rhoads tekur þriggja stiga skot sem snertir ekki hringinn. Ekki beint frammistaðan sem ég reiknaði með af henni.7. mín - Meiðsli. Hér þurfti að stöðva leikinn þegar Sigrún Sjöfn í liði KR byrjaði að haltra og mér heyrðist hún gráta. Þetta lítur afar illa út og greinilegt á viðbrögðum hennar að þetta er alvarlegt. Vonum það besta. Hrikalegar fréttir fyrir Sigrúnu og KR-inga.7. mín - Staðan er 10-10. Allt í járnum. Jenkins í Haukaliðinu gengið illa undir körfunni. Búinn að missa einföld sniðskot. Nú rann skotklukkan út hjá KR-stelpum. Grimmar varnir beggja liða og léleg skotnýting.2. mín - Staðan er 5-5. Íris Sverrisdóttir skoraði þriggja stiga körfu en Erica Prosser gerði slíkt hið sama á hinum endanum. Íris í góðum gír því hún stal boltanum skömmu síðar af Prosser. Leikmenn beggja liða að misnota sniðskot.Byrjunarlið Hauka 4 - Guðrún Ámundadóttir 7 - Guðrún Ósk 10 - Jence Rhoads 14 - Tierny Jenkins 15- Íris SverrisdóttirByrjunarlið KR 7 - Erica Prosser 9 - Margrét Kara 10 - Anna María Ævarsdóttir 11 - Hafrún Hálfdánardóttir 12 - Sigrún ÁmundadóttirUmræða fyrir leik: Því miður varð mér ekki að ósk minni með fjölgun fólks í stúkunni. Umtalsvert fleiri Hafnfirðingar mættir og ótrúlegt ef KR-ingar ætla ekki að styðja betur við bakið á stúlkunum sínum í leik sem þessum.Umræða fyrir leik: KR-ingar fá kurteisiskynningu áður en ljósin eru slökkt og tekið vel á móti Haukakonum. Þær hlaupa inn á völlinn með stúlkum úr yngri flokkum félagsins. Gaman að krydda þetta svolítið. Það mættu að ósekju fleiri vera hér í kvöld. Vonandi hefur áhorfendafjöldinn tvöfaldast þegar ljósin verða kveikt. Það væri skemmtilegt.Umræða fyrir leik: Það er ekkert leyndarmál að Kanar hérlendis eru lykilmenn í kvennaliðum sem karlaliðum. Í liði Hauka í kvöld eru tveir Kanar en einn hjá KR. Það er ljóst að Margrét Kara og Sigrún í liði KR þurfa að eiga hörkuleik ásamt Ericu Prosser til að KR eigi möguleika.Umræða fyrir leik: Í lið KR í kvöld vantar bæði Bryndísi Guðmundsdóttur og Helgu Einarsdóttur. Stöllurnar glíma við meiðsli og útlit fyrir að þær hafi leikið sinn síðasta leik á tímabilinu. Í liði Hauka er hin bandaríska Tierny Jenkins sem átti frábæran leik í sigrinum gegn Keflavík í síðasta leik. Það var hennar fyrsti leikur fyrir Hafnfirðinga og greinilega góður leikmaður á ferðinni.Umræða fyrir leik: Það er boðið upp á rándýrt dómarapar í kvöld. Hinir þaulreyndu Kristinn Óskarsson og Sigmundur Már Herbertsson verða með flautuna í munninum. Toppdómarar í vonandi toppleik.Umræða fyrir leik: Klassísk FM 957 tónlist í gangi en maður þraukar það þessar tíu mínútur sem eru í leik. Liðin eru í sínum klassísku vítaskotshringjum áður en farið verður í hefðbundin sniðskot og almenn skot. Svo sem ekki verið að finna upp hjólið hér frekar en annars staðar.Umræða fyrir leik: Komiði sælir lesendur góðir og velkomnir með mér í Schenker-höllina í Hafnarfirði. Framundan er vonandi æsispennandi viðureign Hauka og KR. Mikilvægi leiksins er gríðarlegt og ekki flókið. Það lið sem hefur betur tryggir sér sæti í úrslitakeppninni. Tapliðið er komið í sumarfrí þrátt fyrir að ein umferð sé eftir af deildinni. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Hreinn úrslitaleikur hjá Haukum og KR um sæti í úrslitakeppninni Haukar og KR keppa í kvöld í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta en Keflavík, Njarðvík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í ár. 14. mars 2012 14:31 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna með öruggum sigri 78-56 á KR. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Haukastelpur til hjá sér, mættu dýrvitlausar í þann seinni og Vesturbæingar áttu aldrei möguleika. Haukar keyrðu á Vesturbæinga sem virkuðu ekki klárir í slaginn. Erica Prosser var sú eina í liði KR sem átti eitthvað í sterka Haukavörnina á hinum endanum. Aðrir leikmenn voru ekki tilbúnir í spennuleik sem þennan þar sem allt var undir. Miklu munaði að Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik. Nóg voru meiðslavandræði KR-inga fyrir leikinn enda Bryndís Guðmundsdóttir og Helga Einarsdóttir frá keppni. Með einn útlending gegn tveimur Haukakvenna var alltaf ljóst að fjallið sem klífa þurfti væri í meira lagi hátt. Eftir slaka byrjun tóku Kanarnir í Haukum við sér. Jenkins var sérstaklega öflug með 19 fráköst í vörn sem sókn og Rhoads stjórnaði sóknarleiknum með ágætum. Guðrún og María létu finna fyrir sér í vörninni. Þá setti Íris þriggja stiga körfur á góðum tímapunktum. Haukakonur eru til alls vísar í úrslitakeppninni. Með leik líkt og liðið sýndi í síðari hálfleik getur það farið alla leið. Spili liðið ekki betur en það gerði í fyrri hálfleiknum fer liðið ekki lengra en í undanúrslit. Ljóst er að áfallið er mikið fyrir KR-liðið. Liðinu var spáð góðu gengi í vetur en náði ekki að standa undir þeim kröfum sem til liðsins voru gerðar. Kaninn Erica Prosser sýndi stíganda í leik sínum en bætingin skilaði sér alltof seint til að verða Vesturbæingum að nógu miklu gagni. Prosser var sem fyrr segir best gestanna. Hún skoraði 22 stig og án hennar hefði ekki verið hægt að tala um leik heldur æfingu. Hafrún var dugleg í sókn sem vörn með 14 stig og 7 fráköst. Margrét Kara setti 14 stig. Liðið þurfti fleiri stig frá þessum besta leikmanni Íslandsmótsins í fyrra, sérstaklega í ljósi þess að liðið var aðeins með einn Kana ólíkt öðrum liðum.Haukar-KR 78-56 (18-20, 13-10, 25-11, 22-15)Haukar: Tierny Jenkins 20/19 fráköst/5 stolnir, Jence Ann Rhoads 15/9 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 11, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundardóttir 5/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3..KR: Erica Prosser 22/8 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/5 fráköst/3 varin skot, Hafrún Hálfdánardóttir 14/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2/5 fráköst. Íris: Ætlum okkur alla leiðMynd/Valli„Þetta var markmið okkar fyrir tímabilið og við ætluðum okkur að ná því," sagði Íris Sverrisdóttir í skýjunum með úrslitin. Svo ánægð var hún að framvinda leiksins var henni í fyrstu gleymd og grafin. „Við vorum að skjóta of mikið fyrir utan í fyrri hálfleik. Við fórum að spila meira inn í teiginn, sem gekk vel og í kjölfarið fengum við betri skotfæri fyrir utan," sagði Íris og bætti við að skotnýtingin hefði verið mun betri í hálfleiknum. Íris hafði engar áhyggjur af því að Tierny Jenkins var að missa auðveld skot undir körfunni í upphafi leiks. „Hún náði oft fráköstunum eftir eigin skot. Á meðan við tökum fráköstin höfum við engar áhyggjur," sagði Íris. Markmið Haukaliðsins í úrslitakeppninni er einfalt. „Við ætlum okkur alla leið," sagði Íris. Finnur: Meiðslasagan náði okkur á endanumMynd/Valli„Fólk verður að átta sig á áföllunum sem liðið hefur gengið í gegnum. Það vita það allir sem fylgjast með körfubolta að það er ekki 22 stiga munur á þessum liðum. Meiðsli Sigrúnar voru enn eitt áfallið en samt börðumst við áfram. Allt sem við lögðum upp með var að ganga eftir en það er bara svo mikið sem liðið getur tekið. Meiðslasagan náði okkur á endanum," sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR. „Við ákváðum að fara þá leið að treysta á íslensku stelpurnar. Við erum eina liðið sem spilar á einum Ameríkana, eina liðið sem gerði það allan tímann. Við erum stolt af því. Leikmenn meiðast í íþróttum og svo fór sem fór," sagði Finnur stoltur af sínu liði þrátt fyrir að markmið vetrarins hefðu ekki náðst. „Bryndís (Guðmundsdóttir), Helga (Einarsdóttir) og Sigrún (Sjöfn Ámundadóttir). Þetta eru stóru leikmennirnir sem hafa verið framarlega í íslenskum körfubolta undanfarin ár. Án þeirra áttum við ekkert erindi í þær í teignum," sagði Finnur. Erica Prosser átti frábæran leik í liði KR og var Finnur afar ánægður með hennar leik gegn Jence Rhoads í Haukaliðinu. Þá hrósaði hann Hafrúnu Hálfdánardóttur og Hrafnhildi Sævarsdóttur sérstaklega fyrir vaska framgöngu sína. Gangur leiksins - textalýsingMynd/Valli 40. mín - Leik lokið. 75-54. Haukar vinna öruggan sigur eftir frábæran seinni hálfleik. Hafnfirðingar komnir í úrslitakeppnina en KR alltof snemma í sumarfrí.37. mín - Staðan er 67-49. Finnur þjálfari KR er orðinn pirraður á mistökum á ritaraborðinu en hann er væntanlega fyrst og fremst pirraður með stöðuna.35. mín - Staðan er 62-47. Leikhlutinn er jafn en það er ekki nóg fyrir gestina. Haukakonur á leiðinni í úrslitakeppnina.30. mín - 3. leikhluta lokið. Staðan er 56-41. Rhoads setti þrist í lokasókn Haukanna og stressið er svo mikið hjá KR að Hafrún áttaði sig ekki á því að tíminn væri að renna út í lokasókn Vesturbæinga. Haukakonur komnar með vænt forskot og það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að þær láti það af hendi. Jenkins er farin að setja skotin sín ofan í, framlag Rhoads er einnig meira en í fyrri hálfleik og munar um minna. Allt gengur út á Prosser í sóknarleik KR-inga. Hún ber boltann upp og reynt að opna fyrir hana í skot. KR stelpur þurfa að hægja á Haukakonur og umfram allt hirða fráköstin í vörninni. Ef Haukar fá tvær til þrjár tilraunir til þess að skjóta í hverri sókn er nánast pottþétt að þeir bæta við stigum. Margrét Kara hefur ekki skorað síðan í upphafi annars leikhluta. Hvar hefur sú Kara sem valin var besti leikmaður mótsins í fyrra verið í vetur?25. mín - Staðan er 41-35. Erica Prosser setti tvö auk vítaskots og Hafrún bætti tveimur við hjá KR. Stig komin á töfluna hjá gestunum. Jenkins hirðir sóknarfráköst á hinum endanum en gengur illa að skora. KR-konur köstuðu boltanum undir engri pressu eftir að hafa barist fyrir frákasti. Það hjálpar ekki liðinu.Auglýsi eftir Köru í sókn KR.23. mín - Staðan er 39-30. Allt annað Haukalið mætt til leiks í síðari hálfleik. Boltinn flýtur vel í sókninni og þær keyra á KR-liðið þegar tækifæri gefst. KR ekki enn búið að skora, reyndar ekki einu sinni komist nálægt því.21. mínúta - Staðan er 35-30. Haukar með fyrstu fjögur stigin í hálfleiknum og Finnur tekur strax leikhlé. Líst ekkert á blikuna og ætlar að grípa inn í áður en Haukarnir sigla fram úr.Umræða í hálfleik. Engin teljandi villuvandræði hjá liðunum. Guðrún Ámunda með tvær villur hjá Haukum líkt og Hrafnhildur Sævars og Anna María hjá KR.Umræða í hálfleik. Haukar hafa unnið tvær viðureignir liðanna í vetur en KR eina. Í leiknum sem Vesturbæingar höfðu Hafnfirðinga fór Bryndís Guðmundsdóttir á kostum. Hún er sem fyrr segir meidd en hvetur sínar stelpur af bekknum. Það er í raun magnað að KR haldi í við Haukana miðað við forföllin í þeirra liði. Aftur velti ég fyrir mér hvort hausinn sé rétt skrúfaður á Kanana hjá Haukum. Skotnýting beggja skelfileg á meðan Prosser hjá KR er með 80 prósent í tveggja stiga skotum. Á meðan þetta heldur svona áfram er þetta 50/50 leikur.Umræða í hálfleik. Það er athyglisvert að rýna í tölfræðina í hálfleik. Haukar hafa skotið mun meira en KR-ingar, 47 skot gegn 32 skotum KR-inga. Þær hafa líka tekið 10 sóknarfráköst en KR ekkert. Þar er Jenkins í sérflokki með fimm sóknarfráköst og tólf fráköst alls.20. mín - Hálfleikur. Staðan er 31-30. Haukar leiða í hálfleik. Jenkins kom boltanum ofan í körfuna í næstsíðustu sókn þeirra eftir að þær tóku þrjú sóknarfráköst í sömu sókninni. Finnur þjálfari KR getur ekki verið ánægður með sínar konur í frákastabaráttunni. KR tapaði boltanum í sinni sókn sem átti að vera lokasóknin og Haukastelpur höfðu tæpar tvær sekúndur til að skjóta. Rhoads náði þriggja stiga skoti en hitti ekki körfuna. Erica Prosser var frábær í öðrum leikhluta og hún þarf að halda uppteknum hætti í seinni hálfleik til að KR eigi möguleika. Það er mín tilfinning að útlendingarnir hjá Haukum eigi meira inni. Eins og staðan er núna er engin leið að spá hvort liðið tryggir sig í úrslitakeppnina og hvort fer í snemmbúið sumarfrí.17. mín - Staðan er 27-26. Finnur þjálfari KR tekur leikhlé. Heimakonur komast yfir í fyrsta skipti síðan í stöðunni 10-8.16. mín - Staðan er 24-26. Athyglisvert að skoða skotnýtingu liðanna fyrir innan þriggja. Heimakonur með 25 prósenta nýtingu en KR-stelpur um 60 prósenta nýtingu. Bæði lið með 25 prósent nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna.15. mín - Staðan er 22-26. Enn hafa KR-ingar frumkvæði og jákvætt að stuðningsmönnum þeirra hefur fjölgað. Töluverð barátta á milli Margrétar Köru og Írisar Sverrisdóttur. Smá skap í stelpunum enda mikið undir. Haukar tóku leikhlé rétt í þessu. Jenkins fékk smá pásu og kemur nú aftur inn á.10. mín - Fyrsta leikhluta lokið. Staðan er 18-20. Allt útlit fyrir spennandi leik. KR-ingar hafa haft forystuna en Haukar rétt á eftir þeim. Jenkins með sex stig en aðeins hitt úr einu af sjö skotum sínum innan línunnar. Hefur þó hirt fjögur fráköst. Erica Prosser og Margrét Kara með sjö stig hvor fyrir gestina.9. mín - Staðan er 14-18. Enn er hugað að Sigrúnu á hliðarlínunni og ég leyfi mér að efast um að hún komi aftur inn á. Margrét Kara er að taka af skarið hjá KR og á því þurfa Vesturbæingar að halda. Rhoads tekur þriggja stiga skot sem snertir ekki hringinn. Ekki beint frammistaðan sem ég reiknaði með af henni.7. mín - Meiðsli. Hér þurfti að stöðva leikinn þegar Sigrún Sjöfn í liði KR byrjaði að haltra og mér heyrðist hún gráta. Þetta lítur afar illa út og greinilegt á viðbrögðum hennar að þetta er alvarlegt. Vonum það besta. Hrikalegar fréttir fyrir Sigrúnu og KR-inga.7. mín - Staðan er 10-10. Allt í járnum. Jenkins í Haukaliðinu gengið illa undir körfunni. Búinn að missa einföld sniðskot. Nú rann skotklukkan út hjá KR-stelpum. Grimmar varnir beggja liða og léleg skotnýting.2. mín - Staðan er 5-5. Íris Sverrisdóttir skoraði þriggja stiga körfu en Erica Prosser gerði slíkt hið sama á hinum endanum. Íris í góðum gír því hún stal boltanum skömmu síðar af Prosser. Leikmenn beggja liða að misnota sniðskot.Byrjunarlið Hauka 4 - Guðrún Ámundadóttir 7 - Guðrún Ósk 10 - Jence Rhoads 14 - Tierny Jenkins 15- Íris SverrisdóttirByrjunarlið KR 7 - Erica Prosser 9 - Margrét Kara 10 - Anna María Ævarsdóttir 11 - Hafrún Hálfdánardóttir 12 - Sigrún ÁmundadóttirUmræða fyrir leik: Því miður varð mér ekki að ósk minni með fjölgun fólks í stúkunni. Umtalsvert fleiri Hafnfirðingar mættir og ótrúlegt ef KR-ingar ætla ekki að styðja betur við bakið á stúlkunum sínum í leik sem þessum.Umræða fyrir leik: KR-ingar fá kurteisiskynningu áður en ljósin eru slökkt og tekið vel á móti Haukakonum. Þær hlaupa inn á völlinn með stúlkum úr yngri flokkum félagsins. Gaman að krydda þetta svolítið. Það mættu að ósekju fleiri vera hér í kvöld. Vonandi hefur áhorfendafjöldinn tvöfaldast þegar ljósin verða kveikt. Það væri skemmtilegt.Umræða fyrir leik: Það er ekkert leyndarmál að Kanar hérlendis eru lykilmenn í kvennaliðum sem karlaliðum. Í liði Hauka í kvöld eru tveir Kanar en einn hjá KR. Það er ljóst að Margrét Kara og Sigrún í liði KR þurfa að eiga hörkuleik ásamt Ericu Prosser til að KR eigi möguleika.Umræða fyrir leik: Í lið KR í kvöld vantar bæði Bryndísi Guðmundsdóttur og Helgu Einarsdóttur. Stöllurnar glíma við meiðsli og útlit fyrir að þær hafi leikið sinn síðasta leik á tímabilinu. Í liði Hauka er hin bandaríska Tierny Jenkins sem átti frábæran leik í sigrinum gegn Keflavík í síðasta leik. Það var hennar fyrsti leikur fyrir Hafnfirðinga og greinilega góður leikmaður á ferðinni.Umræða fyrir leik: Það er boðið upp á rándýrt dómarapar í kvöld. Hinir þaulreyndu Kristinn Óskarsson og Sigmundur Már Herbertsson verða með flautuna í munninum. Toppdómarar í vonandi toppleik.Umræða fyrir leik: Klassísk FM 957 tónlist í gangi en maður þraukar það þessar tíu mínútur sem eru í leik. Liðin eru í sínum klassísku vítaskotshringjum áður en farið verður í hefðbundin sniðskot og almenn skot. Svo sem ekki verið að finna upp hjólið hér frekar en annars staðar.Umræða fyrir leik: Komiði sælir lesendur góðir og velkomnir með mér í Schenker-höllina í Hafnarfirði. Framundan er vonandi æsispennandi viðureign Hauka og KR. Mikilvægi leiksins er gríðarlegt og ekki flókið. Það lið sem hefur betur tryggir sér sæti í úrslitakeppninni. Tapliðið er komið í sumarfrí þrátt fyrir að ein umferð sé eftir af deildinni.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Hreinn úrslitaleikur hjá Haukum og KR um sæti í úrslitakeppninni Haukar og KR keppa í kvöld í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta en Keflavík, Njarðvík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í ár. 14. mars 2012 14:31 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Hreinn úrslitaleikur hjá Haukum og KR um sæti í úrslitakeppninni Haukar og KR keppa í kvöld í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta en Keflavík, Njarðvík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í ár. 14. mars 2012 14:31
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum