Innlent

Mun ódýrara að hita upp húsin á Seltjarnarnesi en í Reykjavík

Það borgar sig að spara vatnið.
Það borgar sig að spara vatnið.
Verð á heitu vatni í Reykjavík er ennþá tæplega 70% hærra en hjá nágrannasveitafélaginu Seltjarnarnesi, sem býður lægst verð, en er 23% hærra en í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Orkuvaktarinnar sem meðal annars fylgist með verðbreytingum á orkumarkaði. Þróunin frá október 2010 og fram til 2012 var tekin saman og hefur mesta hækkunin orðið hjá Selfossveitum, um 32,7% og hjá Hitaveitur Mosfellsbæjar, um 34,6 prósent.

Fastagjöld voru einnig skoðuð og þar hafa hækkanir verið í svipuðu hlutfalli og gjaldskrárhækkanir. „Fastagjöldin eru þó mjög breytileg eftir hitaveitu, eða frá 6.500 kr. (Seltjarnarnes) til 27.350 kr. (Fjarðarbyggð)"

Hjá Orkuvaktinni eru tekin dæmi af 100 fermetra íbúð. Kostnaður á ári við að hita hana upp í Reykjavík er samtals 57 þúsund krónur á ári en á Seltjarnarnesi er kostnaðurinn 32 þúsund krónur.

„Reynsla orkuráðgjafa Orkuvaktarinnar er sú að umframnotkun heimila og fyrirtækja sé 20 til 60% af heitu vatni á ári, það er því möguleiki hjá flestum heimilum landsins að snúa vörn í sókn og lækka hitunarkostnað sinn, þó verðskráin hækki, með einföldum og oft ódýrum aðgerðum. Stór húsfélög og fyrirtæki geta sparað sér háar fjárhæðir með því að láta skoða orkunotkunina hjá sér og fá aðstoð frá sérfræðingum um hvernig draga megi úr sóun," segir á vef Orkuvaktarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×