Innlent

Fjölskylduhjálp býður upp á ókeypis hársnyrtingu

„Það munar mikið fyrir fólk að fá þessa þjónustu endurgjaldslaust þegar jólin nálgast og við fögnum því að geta byrjað á þessu núna."

Þetta segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastýra Fjölskylduhjálpar. Frá og með morgundeginum munu samtökin bjóða upp á jólaklippingu fyrir skjólstæðinga sína, þeim að kostnaðarlausu.

„Þetta er þriðja haustið sem við erum með hársnyrtingar fyrir fólk," segir Ásgerður. „Við erum búin að koma upp aðstöðu til klippa hár og við bendum fólki á að bóka tíma hjá okkur."

Fjölskylduhjálp mun bjóða upp á hársnyrtingu til jóla.

„Það er afar mikil eftirspurn eftir þessu og margir hafa verið að forvitnast um þetta," segir Ásgerður en þetta er þriðja árið í röð sem samtökin bjóða upp á þessa þjónustu.

„Við byrjuðum að taka við bókunum þegar ljóst var að hárgreiðslumeistararnir myndu koma — þetta er fólk sem gefur vinnu sína."

Hægt er að bóka tíma í síma 551-3360 en snyrtingin fer fram í húsakynnum Fjölskylduhjálpar Íslands að Eskihlíð 2 til 4. Þá er fólki bent á að koma með þvegið hár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×