Runólfur Ágústsson, lögfræðingur og stjórnarformaður hjá Vinnumálastofnun og Atvinnuleysistryggingasjóði, og Áslaug Guðrúnardóttir, fréttakona á RÚV, gengu í hjónaband á laugardaginn.
Runólfur og Áslaug héldu veislu fyrir vini og vandamenn í sal Sjóminjasafnsins á laugardagskvöld þar sem hjónabandinu var fagnað. Brúðurin klæddist grænum kjól og nýgiftu hjónin dönsuðu sinn fyrsta dans við söng tónlistarkonunnar Möggu Stínu.
- fb, þeb
Fögnuðu hjónabandi í Sjóminjasafninu
