Flott taska setur sinn svip á flott dress. Þetta vita tónlistarkonan Rita Ora og leikkonan Emma Roberts.
Þær fengu sér báðar þessa gullfallegu appelsínugulu og rauðu Miu Miu-tösku. Rita bar hana í New York þegar hún mætti í spjallþátt David Letterman. Nokkrum dögum seinna spókaði Emma sig með töskuna góðu í Los Angeles.
En hvor er flottari með margumtöluðu töskuna?
Töskustríð! Hvor er flottari?
