Lífið

Barnið kemur í þessari viku

MYNDIR / COVER MEDIA
Leikarinn Chad Lowe á von á sínu öðru barni með eiginkonu sinni Kim. Þau eru í óðaönn að undirbúa komu litla gleðigjafans og það er lítið um svefn á því heimili.

"Ég er að reyna að sofa vel sem er erfitt. Ég er búinn að vera að kaupa ýmislegt og skipuleggja komu barnsins. Það er ótrúlegt hvað lítil börn þurfa mikið dót," segir Chad.

Hjónin þurfa líka að undirbúa dóttur sína Mabel, sem er þriggja og hálfs árs gömul, fyrir hlutverk sitt sem stóra systir.

"Hún virðist vera mjög spennt. Hún veit að þetta er mikið starf og það er margt sem hún þarf að kenna systkini sínu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.