Snæfellingar eru sigursælir á Stjörnuhátíð KKÍ því Jón Ólafur Jónsson varð þriggja stiga meistarinn eftir nauman sigur á liðsfélaga sínum í þriggja stiga keppninni sem fram fór í hálfleik á Stjörnuleik KKÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.
Snæfellingar áttu einnig troðslumeistarann en Quincy Hankins-Cole vann troðslukeppnina fyrr í dag.
Átta leikmenn tóku þátt í þriggja stiga skotkeppninni að þessu sinni og komust fjórir þeirra í úrslit. Í úrslitum voru þeir Jón Ólafur, Pálmi Freyr Sigurgeirsson úr Snæfelli, Darrin Govens úr Þór Þorlákshöfn og J´Nathan Bullock úr Grindavík.
Jón Ólafur fékk einu stigi meira en Pálmi og tryggði sér sigurinn en það gekk ekki eins vel hjá þeim Darrin Govens og J´Nathan Bullock. Jón Ólafur hafði einnig verið stigahæstur í forkeppninni og var því sjóðheitur í allan dag.
Forkeppni þriggja stiga keppninnar:
Jón Ólafur Jónsson Snæfell 15 stig
J´Nathan Bullock Grindavík 14 stig
Pálmi Sigurgeirsson Snæfell 13 stig
Darrin Govens Þór Þ. 12 stig
Justin Shouse Stjarnan 11 stig
Giordan Watson Grindavík 10 stig
Ólafur Helgi Jónsson Njarðvík 9 stig
James Bartolotta 8 stig
Úrslit þriggja stiga keppninnar:
Jón Ólafur Jónsson 13 stig
Pálmi Sigurgeirsson 12 stig
Darrini Govens 8 stig
J´Nathan Bullock 7 stig

