2.277 hundar eru skráðir í Reykjavík 14. júní 2012 07:00 nágrenni fréttablaðsins Á heimasíðunni gogn.in geta lesendur séð hve margir hundar eru skráðir í nágrenni þeirra. Hér sést að í 500 m radíus frá Fréttablaðinu eru þeir 43. Sjái lesendur ekki merki um hund sem þeir vita af er hann ekki skráður. Skrá yfir útgefin hundaleyfi í Reykjavík hefur nú verið gerð opinber á netinu. Samkvæmt henni eru nú 2.277 hundar á skrá í borginni. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur óskaði álits Persónuverndar á birtingunni áður en í hana var ráðist. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, en það sér meðal annars um hundamál, segir að með þessu sé verið að opna stjórnsýsluna. Enginn eigi að skammast sín fyrir að eiga skráðan hund og listinn sé til upplýsingar vilji fólk sjá hvar þeir eru skráðir. Árný segir að viti fólk af hundum sem ekki eru á listanum kunni umsókn um leyfi fyrir þá að vera í ferli, eða þeir séu hreinlega óskráðir. Hún segir mikið kvartað yfir hundum í borginni. „Já, ansi mikið. Við fáum margar ábendingar, það breytist ekkert. Við skráum líklega einar 600 til 700 kvartanir á ári og svo er einhver fjöldi sem ekki er skráður." Árný segir önnur sveitarfélög hafa birt lista yfir útgefin leyfi, til dæmis Blönduós og Dalvík. Þegar Reykjavík stígi fram veki það hins vegar oft athygli. „Við leituðum álits Persónuverndar, en það verður bara að koma í ljós hvort einhver gerir athugasemdir við málið." Páll Hilmarsson gagnablaðamaður hefur unnið upplýsingar úr listanum og sett fram á myndrænan hátt á heimasíðunni gogn.in sem er í eigu hans. Hann segir eðlilegt að fólk geti séð hvar hundar eru staðsettir í borginni. Þeir sem hafi ofnæmi, eða séu hræddir við hunda, geti þá valið sér búsetu eftir því. „Önnur ástæða fyrir því að ég réðst í þetta var að ég vildi sýna fram á hvað er hægt að gera þegar hið opinbera, sem situr á ómældu magni af gögnum, lætur þau frá sér. Þá kemur einhver og gerir eitthvað við gögnin og notar þau á einhvern nýtilegan hátt sem hinu opinbera hafði ekki dottið í hug, eða hafði ekki tækifæri, tíma eða peninga til að gera eitthvað við." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Skrá yfir útgefin hundaleyfi í Reykjavík hefur nú verið gerð opinber á netinu. Samkvæmt henni eru nú 2.277 hundar á skrá í borginni. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur óskaði álits Persónuverndar á birtingunni áður en í hana var ráðist. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, en það sér meðal annars um hundamál, segir að með þessu sé verið að opna stjórnsýsluna. Enginn eigi að skammast sín fyrir að eiga skráðan hund og listinn sé til upplýsingar vilji fólk sjá hvar þeir eru skráðir. Árný segir að viti fólk af hundum sem ekki eru á listanum kunni umsókn um leyfi fyrir þá að vera í ferli, eða þeir séu hreinlega óskráðir. Hún segir mikið kvartað yfir hundum í borginni. „Já, ansi mikið. Við fáum margar ábendingar, það breytist ekkert. Við skráum líklega einar 600 til 700 kvartanir á ári og svo er einhver fjöldi sem ekki er skráður." Árný segir önnur sveitarfélög hafa birt lista yfir útgefin leyfi, til dæmis Blönduós og Dalvík. Þegar Reykjavík stígi fram veki það hins vegar oft athygli. „Við leituðum álits Persónuverndar, en það verður bara að koma í ljós hvort einhver gerir athugasemdir við málið." Páll Hilmarsson gagnablaðamaður hefur unnið upplýsingar úr listanum og sett fram á myndrænan hátt á heimasíðunni gogn.in sem er í eigu hans. Hann segir eðlilegt að fólk geti séð hvar hundar eru staðsettir í borginni. Þeir sem hafi ofnæmi, eða séu hræddir við hunda, geti þá valið sér búsetu eftir því. „Önnur ástæða fyrir því að ég réðst í þetta var að ég vildi sýna fram á hvað er hægt að gera þegar hið opinbera, sem situr á ómældu magni af gögnum, lætur þau frá sér. Þá kemur einhver og gerir eitthvað við gögnin og notar þau á einhvern nýtilegan hátt sem hinu opinbera hafði ekki dottið í hug, eða hafði ekki tækifæri, tíma eða peninga til að gera eitthvað við." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira