
"Stuðmenn fá fullt hús stiga frá mér! Þvílíkir fagmenn! Lögin og stemningin framkölluðu sælutilfinningu og ljúfa nostalgíu á meðan ég dansaði í sætinu mínu af hamingju. Ragga og Egill voru ekkert minna en stórkostleg og þeirra söngur, sviðsframkoma og orka var áreynslulaus og á heimsmælikvarða! Ferfalt húrra fyrir öllum sem á sviðinu stóðu! Ég fer að sofa í sæluvímu :).Takk fyrir mig," skrifar Selma Björnsdóttir söngkona á Facebooksíðuna sína.

"Ég sá Stuðmenn í Eldborg á laugardagskvöld og niðurstaðan er þessi: Stuðmenn eru ekki bara hljómsveit allra landsmanna heldur líka þjóðargersemi! Þetta var frábært!!!" skrifar Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður eftir tónleikana á Facebook.

Friðrik Ómar söngvari er á sama máli en hann skrifaði í athugasemdarkerfið hjá Ólafi: "Geggjaðir tónleikar. Þeir bestu sem ég hef séð lengi."